Tillaga um flutning gæslunnar á Suðurnes flutt á nýjan leik Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2015 13:52 TF-GNÁ gæti verið á leið á Suðurnesin. vísir/vilhelm Þingmenn allra flokka nema Pírata standa að baki þingsályktunartillögu þess efnis að starfssemi Landhelgisgæslu Íslands verði flutt að öllu leiti til Reykjanesbæjar. Tillagan er ekki ný af nálinni en hún hefur verið flutt á fjórum af síðustu sex þingum. Er Ögmundur Jónasson var innanríkisráðherra lét hann Deloitte kanna kostnaðinn við mögulegan flutning. Var niðurstaðan sú að færslan myndi kosta ríkið um 692 milljónir aukalega á ári auk þess að kostnaður við breytingar á Njarðvíkurhöfn myndi nema kvartmilljarði. Hinn aukni rekstrarkostnaður fælist í ferðakostnaði starfsmanna, viðverkuvaktarfyrirkomulagi og nauðsynlegri fjölgun starfsmanna áhafna þyrlnanna.Silja Dögg Gunnarsdóttirvísir/pjeturÍ greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni nú er tekið fram að niðurstöður úttektar Deloitte séu afar umdeildar og er bent á að hún horfi eingöng til fjárhagslegra áhrifa sem séu oft á tíðum háð ákveðinni óvissu. Að auki væri rétt að líta til annarra þátta sem ávinnast til dæmis á sviði öryggismála. Flutningsmenn telja að á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sé til staðar heppileg aðstaða fyrir starfsemi gæslunnar til framtíðar. Þar megi finna húsnæði, flugbrautir, góða hafnaraðstöðu og stoðkerfi sem fullnægi þörfum stofnunarinnar að öllu leiti. Sem stendur sé starfsemi hennar dreifð í leiguhúsnæði á mörgum stöðum, þar með talið á varnarsvæðinu á Ásbrú. Stækkunarmöguleikar séu ekki til staðar á þeim stöðum sem hún sé nú og það sé í alla staði íhentugt. „Með flutningi Landhelgisgæslunnar á Suðurnes mundi ríkisvaldið gera Landhelgisgæsluna að enn öflugri stofnun til hagsbóta fyrir landsmenn alla, aðstaðan fyrir starfsemina yrði mun betri og tryggð til framtíðar og síðast en ekki síst mundi flutningurinn styðja við atvinnuppbyggingu á svæðinu öllu,“ segir í niðurlagi greinargerðarinnar. Þingsályktunartillagan er í talsverði andstöðu við tillögur Norðvestannefndarinnar svokölluðu sem mæltist til þess fyrir áramót að yfir hundrað opinber störf, þar á meðal hluti Landhelgisgæslunnar, yrðu flutt í Skagafjörð.Fyrsti flutningsmaður er Silja Dögg Gunnarsdóttir en einnig standa að tillögunni Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálson, Haraldur Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Friðriksson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson. Alþingi Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Þingmenn allra flokka nema Pírata standa að baki þingsályktunartillögu þess efnis að starfssemi Landhelgisgæslu Íslands verði flutt að öllu leiti til Reykjanesbæjar. Tillagan er ekki ný af nálinni en hún hefur verið flutt á fjórum af síðustu sex þingum. Er Ögmundur Jónasson var innanríkisráðherra lét hann Deloitte kanna kostnaðinn við mögulegan flutning. Var niðurstaðan sú að færslan myndi kosta ríkið um 692 milljónir aukalega á ári auk þess að kostnaður við breytingar á Njarðvíkurhöfn myndi nema kvartmilljarði. Hinn aukni rekstrarkostnaður fælist í ferðakostnaði starfsmanna, viðverkuvaktarfyrirkomulagi og nauðsynlegri fjölgun starfsmanna áhafna þyrlnanna.Silja Dögg Gunnarsdóttirvísir/pjeturÍ greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni nú er tekið fram að niðurstöður úttektar Deloitte séu afar umdeildar og er bent á að hún horfi eingöng til fjárhagslegra áhrifa sem séu oft á tíðum háð ákveðinni óvissu. Að auki væri rétt að líta til annarra þátta sem ávinnast til dæmis á sviði öryggismála. Flutningsmenn telja að á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sé til staðar heppileg aðstaða fyrir starfsemi gæslunnar til framtíðar. Þar megi finna húsnæði, flugbrautir, góða hafnaraðstöðu og stoðkerfi sem fullnægi þörfum stofnunarinnar að öllu leiti. Sem stendur sé starfsemi hennar dreifð í leiguhúsnæði á mörgum stöðum, þar með talið á varnarsvæðinu á Ásbrú. Stækkunarmöguleikar séu ekki til staðar á þeim stöðum sem hún sé nú og það sé í alla staði íhentugt. „Með flutningi Landhelgisgæslunnar á Suðurnes mundi ríkisvaldið gera Landhelgisgæsluna að enn öflugri stofnun til hagsbóta fyrir landsmenn alla, aðstaðan fyrir starfsemina yrði mun betri og tryggð til framtíðar og síðast en ekki síst mundi flutningurinn styðja við atvinnuppbyggingu á svæðinu öllu,“ segir í niðurlagi greinargerðarinnar. Þingsályktunartillagan er í talsverði andstöðu við tillögur Norðvestannefndarinnar svokölluðu sem mæltist til þess fyrir áramót að yfir hundrað opinber störf, þar á meðal hluti Landhelgisgæslunnar, yrðu flutt í Skagafjörð.Fyrsti flutningsmaður er Silja Dögg Gunnarsdóttir en einnig standa að tillögunni Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálson, Haraldur Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Friðriksson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.
Alþingi Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira