Vörugjöld á bílaleigur orsaka keðjuverkun Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2015 09:45 Bílaleigur munu draga saman seglin í kaupum á nýjum bílum á næsta ári nái fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. vísir/gva Gert er ráð fyrir að afnumin verði í tveimur skrefum sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning. Er þetta hluti lagabreytinga sem munu fylgja fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar. Ljóst þykir að þetta muni hafa mikil áhrif á kaup bílaleiga á nýjum bílum á næstu árum að mati Steingríms Birgissonar, forstjóra Bílaleigu Akureyrar. Bílaleigur hafa keypt helming allra nýrra bíla hér á landi frá hruni.Steingrímur Birgisson„Ég er gáttaður á framgöngu fjármálaráðherra í þessu máli. Það hefur ekkert samráð verið haft við okkur vegna þessara breytinga til að reyna að meta hvaða áhrif þetta mun hafa á kaup bílaleiga á nýjum bílum í framtíðinni,“ segir Steingrímur. „Það er alveg ljóst að með þessum breytingum munum við draga mjög úr kaupum á nýjum bifreiðum í flotann okkar sem mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir okkur, bílasölur og ferðaþjónustuna í heild sem atvinnugrein.“ Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga landsins og er á fjórða þúsund bifreiða í flota hennar. Steingrímur segir þessar breytingar verða til þess að flotinn verði ekki endurnýjaður eins hratt, hver bíll verði keyrður lengra sem veldur því að bílarnir verða ekki eins öruggir fyrir ferðamenn. „Þetta er ekki til þess að efla ferðaþjónustuna sem atvinnugrein sem er ört vaxandi á Íslandi í dag. Í raun má segja að fjöldi fyrirtækja muni eiga í erfiðleikum. Hér eru um 170 starfandi bílaleigur og með þessum breytingum er verið að sparka okkur á haf út.“Loftur ÁgústssonLoftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, segir mjög líklegt að boðaðar breytingar muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins í framtíðinni. BL selji mikið magn nýrra bíla til bílaleiga ár hvert. „Við þurfum auðvitað að reikna með þessu í okkar skipulagi og þetta mun vissulega hafa áhrif á okkur, það er engin spurning. Hins vegar er enginn í stakk búinn til að meta það hversu mikið það verður. En við munum þurfa að taka með í reikninginn að sala til bílaleiga mun minnka við þessar breytingar,“ segir Loftur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Gert er ráð fyrir að afnumin verði í tveimur skrefum sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning. Er þetta hluti lagabreytinga sem munu fylgja fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar. Ljóst þykir að þetta muni hafa mikil áhrif á kaup bílaleiga á nýjum bílum á næstu árum að mati Steingríms Birgissonar, forstjóra Bílaleigu Akureyrar. Bílaleigur hafa keypt helming allra nýrra bíla hér á landi frá hruni.Steingrímur Birgisson„Ég er gáttaður á framgöngu fjármálaráðherra í þessu máli. Það hefur ekkert samráð verið haft við okkur vegna þessara breytinga til að reyna að meta hvaða áhrif þetta mun hafa á kaup bílaleiga á nýjum bílum í framtíðinni,“ segir Steingrímur. „Það er alveg ljóst að með þessum breytingum munum við draga mjög úr kaupum á nýjum bifreiðum í flotann okkar sem mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir okkur, bílasölur og ferðaþjónustuna í heild sem atvinnugrein.“ Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga landsins og er á fjórða þúsund bifreiða í flota hennar. Steingrímur segir þessar breytingar verða til þess að flotinn verði ekki endurnýjaður eins hratt, hver bíll verði keyrður lengra sem veldur því að bílarnir verða ekki eins öruggir fyrir ferðamenn. „Þetta er ekki til þess að efla ferðaþjónustuna sem atvinnugrein sem er ört vaxandi á Íslandi í dag. Í raun má segja að fjöldi fyrirtækja muni eiga í erfiðleikum. Hér eru um 170 starfandi bílaleigur og með þessum breytingum er verið að sparka okkur á haf út.“Loftur ÁgústssonLoftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, segir mjög líklegt að boðaðar breytingar muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins í framtíðinni. BL selji mikið magn nýrra bíla til bílaleiga ár hvert. „Við þurfum auðvitað að reikna með þessu í okkar skipulagi og þetta mun vissulega hafa áhrif á okkur, það er engin spurning. Hins vegar er enginn í stakk búinn til að meta það hversu mikið það verður. En við munum þurfa að taka með í reikninginn að sala til bílaleiga mun minnka við þessar breytingar,“ segir Loftur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira