Lagadeildin lokuð? Ólafur Stephensen skrifar 9. október 2015 09:52 Fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarna daga að mikil röskun verði á kennslu í Háskóla Íslands, komi til verkfalls SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Mbl.is segir frá því að nemendum hafi borizt tölvupóstur frá rektor háskólans, þar sem fram komi að hefðbundin kennsla geti ekki farið fram, komi til verkfalls, þar sem þá verði kennslustofur læstar og hús háskólans sem ekki hafa sjálfvirka rafræna opnun verði ekki opnuð. Í frétt Vísis er haft eftir yfirmanni rekstrar bygginga HÍ að það sé verkfallsbrot aðganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verði aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sjái um að opna hana. Þessi fyrirvaralausa afstaða stjórnenda Háskólans, um að háskólabyggingarnar verði lokaðar komi til verkfalls, kemur á óvart. Það er almenn regla í vinnurétti að stjórnendum fyrirtækja og stofnana er heimilt að ganga í störf undirmanna sinna þótt til verkfalls komi. Einn þeirra lykildóma, sem staðfest hafa þá reglu, er einmitt dómur í máli Háskóla Íslands gegn BSRB. Dómurinn sem um ræðir féll árið 1986 og fjallar um algjörlega sambærilegar aðstæður og nú stefnir í. SFR fór í verkfall ásamt öðrum félögum í BSRB hinn 4. október 1984. Umsjónarmenn bygginga HÍ voru á meðal þeirra sem voru í verkfalli. Að morgni þess dags gekk Guðmundur Magnússon, þáverandi rektor háskólans, í störf húsvarðanna og opnaði háskólabyggingarnar. Þegar nemendur og kennarar komu til starfa um morguninn voru húsin opin, en verkfallsverðir BSRB stóðu fyrir dyrum og meinuðu fólki inngöngu. Í framhaldinu stefndi Háskólinn BSRB og krafðist bóta vegna ólögmætrar verkfallsvörzlu. BSRB var sýknað í héraðsdómi, en Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar 1986:1206 segir: „Rektor Háskóla Íslands er yfirmaður stjórnsýslu skólans, samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um Háskóla Íslands nr. 77/1979. Hvorki stóðu ákvæði laga nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja né ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 eða aðrar réttarreglur í vegi fyrir því að honum væri heimilt að opna hús háskólans, svo að fullnægt yrði þar lögbundinni starfrækslu samkvæmt 1. grein laga nr. 77/1979, enda þótt hafið væri allsherjarverkfall stefnda [BSRB]. Ágreiningslaust er, að kennslu þá, sem hér um ræðir, skyldu kennarar, er stóðu utan samtaka stefnda, inna af hendi. Aðgerðir á vegum stefnda til að koma í veg fyrir aðgang nemenda og kennara að húsakynnum háskólans og hindra þannig lögboðna kennslu voru því ólögmætar. Ber stefndi af þeim sökum fébótaábyrgð á því tjóni er áfrýjandi varð fyrir.“ Eins og áður sagði er þessi dómur eitt af lykilfordæmum íslenzks vinnuréttar og stendur óhaggaður sem slíkur; meðal annars er vitnað til hans á vef Alþýðusambands Íslands þar sem fjallað er um lögmæti verkfallsvörzlu. Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. Hann hlýtur að skulda á annan tug þúsunda nemenda skýringar á því af hverju ekki á að fylgja þessu skýra fordæmi Hæstaréttar Íslands til að tryggja þeim þá kennslu sem þeir eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarna daga að mikil röskun verði á kennslu í Háskóla Íslands, komi til verkfalls SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Mbl.is segir frá því að nemendum hafi borizt tölvupóstur frá rektor háskólans, þar sem fram komi að hefðbundin kennsla geti ekki farið fram, komi til verkfalls, þar sem þá verði kennslustofur læstar og hús háskólans sem ekki hafa sjálfvirka rafræna opnun verði ekki opnuð. Í frétt Vísis er haft eftir yfirmanni rekstrar bygginga HÍ að það sé verkfallsbrot aðganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verði aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sjái um að opna hana. Þessi fyrirvaralausa afstaða stjórnenda Háskólans, um að háskólabyggingarnar verði lokaðar komi til verkfalls, kemur á óvart. Það er almenn regla í vinnurétti að stjórnendum fyrirtækja og stofnana er heimilt að ganga í störf undirmanna sinna þótt til verkfalls komi. Einn þeirra lykildóma, sem staðfest hafa þá reglu, er einmitt dómur í máli Háskóla Íslands gegn BSRB. Dómurinn sem um ræðir féll árið 1986 og fjallar um algjörlega sambærilegar aðstæður og nú stefnir í. SFR fór í verkfall ásamt öðrum félögum í BSRB hinn 4. október 1984. Umsjónarmenn bygginga HÍ voru á meðal þeirra sem voru í verkfalli. Að morgni þess dags gekk Guðmundur Magnússon, þáverandi rektor háskólans, í störf húsvarðanna og opnaði háskólabyggingarnar. Þegar nemendur og kennarar komu til starfa um morguninn voru húsin opin, en verkfallsverðir BSRB stóðu fyrir dyrum og meinuðu fólki inngöngu. Í framhaldinu stefndi Háskólinn BSRB og krafðist bóta vegna ólögmætrar verkfallsvörzlu. BSRB var sýknað í héraðsdómi, en Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar 1986:1206 segir: „Rektor Háskóla Íslands er yfirmaður stjórnsýslu skólans, samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um Háskóla Íslands nr. 77/1979. Hvorki stóðu ákvæði laga nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja né ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 eða aðrar réttarreglur í vegi fyrir því að honum væri heimilt að opna hús háskólans, svo að fullnægt yrði þar lögbundinni starfrækslu samkvæmt 1. grein laga nr. 77/1979, enda þótt hafið væri allsherjarverkfall stefnda [BSRB]. Ágreiningslaust er, að kennslu þá, sem hér um ræðir, skyldu kennarar, er stóðu utan samtaka stefnda, inna af hendi. Aðgerðir á vegum stefnda til að koma í veg fyrir aðgang nemenda og kennara að húsakynnum háskólans og hindra þannig lögboðna kennslu voru því ólögmætar. Ber stefndi af þeim sökum fébótaábyrgð á því tjóni er áfrýjandi varð fyrir.“ Eins og áður sagði er þessi dómur eitt af lykilfordæmum íslenzks vinnuréttar og stendur óhaggaður sem slíkur; meðal annars er vitnað til hans á vef Alþýðusambands Íslands þar sem fjallað er um lögmæti verkfallsvörzlu. Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. Hann hlýtur að skulda á annan tug þúsunda nemenda skýringar á því af hverju ekki á að fylgja þessu skýra fordæmi Hæstaréttar Íslands til að tryggja þeim þá kennslu sem þeir eiga rétt á.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun