Bjórframleiðandinn SABMiller, sem meðal annars framleiðir Peroni og Grolsch, hefur hafnað yfirtöku tilboði InBev, sem framleiðir Budweiser, Stella Artois og Corona, í þriðja sinn. InBev bauð SAB 42,15 pund fyrir hvern hlut, jafnvirði rúmlega 8000 íslenskum krónum. Áður hafði InBev boðið 38 og 40 pund.
Ef SAB samþykkir annað tilboð sem InBev býður mun sameinaða fyrirtækið vera stærsti bjóframleiðandi heims og vera mörg þúsund milljarða króna virði. Þá myndi fyrirtækið framleiða þriðjung af öllum bjór heimsins.
SAB tilkynnti í gær að sala hefði dregist saman um 9% á þriðja ársfjórðungi.
SABMiller hafnar tilboði Budweiser
