Fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu komi á markað Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Vísir/Stefán „Þetta er orðin ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og við erum bara með eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, í Kauphöllinni. Ég held það sé fullt efni til þess að sjá fleiri fyrirtæki úr þessum geira koma inn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. Aðalmarkaður Kauphallar Íslands rúmar 40-50 fyrirtæki, að mati Páls. Nú eru fyrirtækin sextán og því svigrúm fyrir fjölgun. Páll segist í samtali við Markaðinn vilja sjá ferðaþjónustufyrirtækjum fjölga. Að hans mati eru hótelkeðjur nærtækasta dæmið. Þar sé fyrirséður mikill vöxtur á næstu árum. Páll bætir því við að ferðaþjónustufyrirtækin séu í mörgum tilfellum vel þekkt fyrirtæki á meðal almennings og ferðaþjónustan sé vaxtargrein. Hann segir sérstaklega áhugavert að fá vaxtarfyrirtæki. „Við höfum traust og góð fyrirtæki á markaði en höfum í sjálfu sér ekki mörg vaxtarfyrirtæki. Það væri áhugaverð viðbót við markaðinn. Ég held það væri gagnkvæmur ávinningur af því fyrir fyrirtækin og fjárfesta,“ segir Páll. Stærri hótelkeðjur á Íslandi eru að skoða málin. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA hótela, segir að fyrirtækið hafi skoðað möguleikann á skráningu og líti þann kost jákvæðum augum. „Þetta hefur klárlega verið skoðað hjá okkur og við teljum þetta spennandi kost í framtíðinni, en jafnframt þyrfti fyrirtækið að vera búið að stækka aðeins til viðbótar til að eiga þarna heima. Það er mikill vöxtur í greininni. Þetta gæti því verið möguleiki í náinni framtíð,“ segir Páll. Hið sama er að segja um Íslandshótel. „Við höfum verið að skoða möguleikann en höfum ekkert ákveðið. Við erum núna að einbeita okkur að því að efla gæði fyrirtækisins og að hlutum sem skipta máli fyrir okkar rekstur,“ segir Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir WOW air hins vegar ekki vera að skoða skráningu í Kauphöllina í augnablikinu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur tímaspursmál hvenær fleiri ferðaþjónustufyrirtæki verði skráð. „Í ljósi þess mikla vaxtar sem orðið hefur í greininni á síðustu misserum og þar með eflingu fyrirtækjanna er það væntanlega bara tímaspursmál hvenær eigendur þeirra sjái sér hag í að skrá fyrirtæki sín á markað. Væntanlega munu fyrirtækin þó horfa fyrst til hliðarmarkaðarins First North.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
„Þetta er orðin ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og við erum bara með eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, í Kauphöllinni. Ég held það sé fullt efni til þess að sjá fleiri fyrirtæki úr þessum geira koma inn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. Aðalmarkaður Kauphallar Íslands rúmar 40-50 fyrirtæki, að mati Páls. Nú eru fyrirtækin sextán og því svigrúm fyrir fjölgun. Páll segist í samtali við Markaðinn vilja sjá ferðaþjónustufyrirtækjum fjölga. Að hans mati eru hótelkeðjur nærtækasta dæmið. Þar sé fyrirséður mikill vöxtur á næstu árum. Páll bætir því við að ferðaþjónustufyrirtækin séu í mörgum tilfellum vel þekkt fyrirtæki á meðal almennings og ferðaþjónustan sé vaxtargrein. Hann segir sérstaklega áhugavert að fá vaxtarfyrirtæki. „Við höfum traust og góð fyrirtæki á markaði en höfum í sjálfu sér ekki mörg vaxtarfyrirtæki. Það væri áhugaverð viðbót við markaðinn. Ég held það væri gagnkvæmur ávinningur af því fyrir fyrirtækin og fjárfesta,“ segir Páll. Stærri hótelkeðjur á Íslandi eru að skoða málin. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA hótela, segir að fyrirtækið hafi skoðað möguleikann á skráningu og líti þann kost jákvæðum augum. „Þetta hefur klárlega verið skoðað hjá okkur og við teljum þetta spennandi kost í framtíðinni, en jafnframt þyrfti fyrirtækið að vera búið að stækka aðeins til viðbótar til að eiga þarna heima. Það er mikill vöxtur í greininni. Þetta gæti því verið möguleiki í náinni framtíð,“ segir Páll. Hið sama er að segja um Íslandshótel. „Við höfum verið að skoða möguleikann en höfum ekkert ákveðið. Við erum núna að einbeita okkur að því að efla gæði fyrirtækisins og að hlutum sem skipta máli fyrir okkar rekstur,“ segir Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir WOW air hins vegar ekki vera að skoða skráningu í Kauphöllina í augnablikinu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur tímaspursmál hvenær fleiri ferðaþjónustufyrirtæki verði skráð. „Í ljósi þess mikla vaxtar sem orðið hefur í greininni á síðustu misserum og þar með eflingu fyrirtækjanna er það væntanlega bara tímaspursmál hvenær eigendur þeirra sjái sér hag í að skrá fyrirtæki sín á markað. Væntanlega munu fyrirtækin þó horfa fyrst til hliðarmarkaðarins First North.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira