Spencer Jakab, blaðamaður hjá Wall Street Journal, ráðleggur fjárfestum í pistli sínum að skilja hlutabréf í Costco eftir á hillunni.
Costco er annað stærsta smásölufyrirtækið í Bandaríkjunum á eftir Wal-Mart í landinu, Jakab varar þó við að fyrirtækið eigi í erfiðleikum þessa dagana. Sala dróst saman um 1% á 16 vikna tímabilinu fram til 30. ágúst. Þrátt fyrir það hafa hlutabréf hækkað í verði og er gengið nú 5,25 dollarar. Ein stærsta tekjuauðlind fyrirtækisins er meðlimakort 80 milljón meðlima sem veltu 2,7 milljörðum árið 2014.
Jakab bendir á að hlutabréf Costco eru nú 200 stigum hærri en keppinautsins Wal-Mart. Því bendir Jakab á að svo virðist sem Costco sé búið að toppa í hlutabréfaverði og sé í raun of dýrt.
Costco áformar að opna í Garðabæ á næsta ári.
Ráðleggur gegn kaupum á hlutabréfum Costco

Tengdar fréttir

Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016
Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016.