Opið bréf til félags- og húsnæðismálaráðherra Ellen Calmon skrifar 19. október 2015 07:00 Við hjá Öryrkjabandalagi Íslands höfum ítrekað lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu einstaklinga sem búa við skertar greiðslur almannatrygginga vegna fyrri búsetu erlendis. Þessir einstaklingar fá aðeins hlutfall af lífeyri almannatrygginga og oftast engar greiðslur erlendis frá. Því þurfa þeir að reiða sig á heildartekjur sem eru langt undir öllum tekjuviðmiðum, þar með talið framfærsluviðmiðum skv. lögum um félagslega aðstoð. Á árinu 2012 voru 33 örorkulífeyrisþegar með heildartekjur undir 80.000 kr. Við teljum að á þessu vandamáli þurfi að taka með heildstæðum hætti, en hér er lögð til lausn á brýnasta vanda þessa hóps. Um er að ræða aðgerð sem hægt er að framkvæma strax þrátt fyrir að enn sé unnið að endurskoðun almannatrygginga. Við teljum þörf á tafarlausu inngripi stjórnvalda. Ætlað að tryggja skilgreinda lágmarksframfærsluLög nr. 99/2007 um félagslega aðstoð hafa meðal annars það hlutverk að tryggja að heildartekjur lífeyrisþega séu ekki undir ákveðnum skilgreindum framfærsluviðmiðum, en fyrir árið 2015 eru þessi viðmið kr. 193.962 án heimilisuppbótar og kr. 225.070 með heimilisuppbót. Sérstök framfærsluuppbót er greidd til lífeyrisþega með heildartekjur undir ofangreindum framfærsluviðmiðum til þess að heildartekjur þeirra nái þessum viðmiðum. Í svari þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn um lágmarksframfærslu segir að með lögfestingu ákvæðis um sérstaka uppbót til framfærslu væri öllum lífeyrisþegum tryggð samkvæmt lögum ákveðin lágmarksfjárhæð til framfærslu á mánuði. Skv. frétt á heimasíðu TR, dags. 13.9.2012, var það gert sökum þess að það var „mat manna að bótaflokkar almannatryggingakerfisins nægðu ekki til framfærslu lífeyrisþega?…“. Framkvæmd ákvæðisins hefur þó verið með þeim hætti að sérstök uppbót til framfærslu lífeyrisþega hefur verið skert á grundvelli fyrri búsetu erlendis með sama hætti og aðrir bótaflokkar, þvert gegn tilgangi þess. Búsetuskerðing sérstakrar framfærsluuppbótar byggir einungis á reglugerðarákvæði. Peningarnir eru tilVið samanburð á fjárlögum ársins 2014, þar sem áætlaðar voru 2.687,6 milljónir króna fyrir liðinn „sérstök uppbót lífeyrisþega“, og svo útgjöldum Tryggingastofnunar ríkisins (TR) vegna liðarins, má sjá að TR nýtti einungis 2.196 milljónir króna. Því var fjárlagaliðurinn ekki að fullu nýttur þrátt fyrir augljósa þörf þeirra sem málið varðar. Eftir stóðu 491,6 milljónir sem hefði klárlega mátt nýta í þeirra þágu. Leið til lausnarÞað er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja öllum viðunandi lífskjör. Leiðin til lausnar er í sjálfu sér mjög einföld. Hún felur í sér að lögunum verði aftur beitt í samræmi við tilgang þeirra og að umrætt reglugerðarákvæði (3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 1052/2009) verði fellt úr gildi. Umrædd lausn leysir vanda einstaklinga sem búa við afar bág kjör vegna lágra tekna. Ráðherra er hér með hvattur til þess að taka af skarið í þessu máli og bæta úr þessu fyrir aðra umræðu fjárlaga 2016. Nú stendur ÖBÍ fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Tryggjum öllum jafnan rétt og skrifum undir á www.obi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við hjá Öryrkjabandalagi Íslands höfum ítrekað lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu einstaklinga sem búa við skertar greiðslur almannatrygginga vegna fyrri búsetu erlendis. Þessir einstaklingar fá aðeins hlutfall af lífeyri almannatrygginga og oftast engar greiðslur erlendis frá. Því þurfa þeir að reiða sig á heildartekjur sem eru langt undir öllum tekjuviðmiðum, þar með talið framfærsluviðmiðum skv. lögum um félagslega aðstoð. Á árinu 2012 voru 33 örorkulífeyrisþegar með heildartekjur undir 80.000 kr. Við teljum að á þessu vandamáli þurfi að taka með heildstæðum hætti, en hér er lögð til lausn á brýnasta vanda þessa hóps. Um er að ræða aðgerð sem hægt er að framkvæma strax þrátt fyrir að enn sé unnið að endurskoðun almannatrygginga. Við teljum þörf á tafarlausu inngripi stjórnvalda. Ætlað að tryggja skilgreinda lágmarksframfærsluLög nr. 99/2007 um félagslega aðstoð hafa meðal annars það hlutverk að tryggja að heildartekjur lífeyrisþega séu ekki undir ákveðnum skilgreindum framfærsluviðmiðum, en fyrir árið 2015 eru þessi viðmið kr. 193.962 án heimilisuppbótar og kr. 225.070 með heimilisuppbót. Sérstök framfærsluuppbót er greidd til lífeyrisþega með heildartekjur undir ofangreindum framfærsluviðmiðum til þess að heildartekjur þeirra nái þessum viðmiðum. Í svari þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn um lágmarksframfærslu segir að með lögfestingu ákvæðis um sérstaka uppbót til framfærslu væri öllum lífeyrisþegum tryggð samkvæmt lögum ákveðin lágmarksfjárhæð til framfærslu á mánuði. Skv. frétt á heimasíðu TR, dags. 13.9.2012, var það gert sökum þess að það var „mat manna að bótaflokkar almannatryggingakerfisins nægðu ekki til framfærslu lífeyrisþega?…“. Framkvæmd ákvæðisins hefur þó verið með þeim hætti að sérstök uppbót til framfærslu lífeyrisþega hefur verið skert á grundvelli fyrri búsetu erlendis með sama hætti og aðrir bótaflokkar, þvert gegn tilgangi þess. Búsetuskerðing sérstakrar framfærsluuppbótar byggir einungis á reglugerðarákvæði. Peningarnir eru tilVið samanburð á fjárlögum ársins 2014, þar sem áætlaðar voru 2.687,6 milljónir króna fyrir liðinn „sérstök uppbót lífeyrisþega“, og svo útgjöldum Tryggingastofnunar ríkisins (TR) vegna liðarins, má sjá að TR nýtti einungis 2.196 milljónir króna. Því var fjárlagaliðurinn ekki að fullu nýttur þrátt fyrir augljósa þörf þeirra sem málið varðar. Eftir stóðu 491,6 milljónir sem hefði klárlega mátt nýta í þeirra þágu. Leið til lausnarÞað er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja öllum viðunandi lífskjör. Leiðin til lausnar er í sjálfu sér mjög einföld. Hún felur í sér að lögunum verði aftur beitt í samræmi við tilgang þeirra og að umrætt reglugerðarákvæði (3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 1052/2009) verði fellt úr gildi. Umrædd lausn leysir vanda einstaklinga sem búa við afar bág kjör vegna lágra tekna. Ráðherra er hér með hvattur til þess að taka af skarið í þessu máli og bæta úr þessu fyrir aðra umræðu fjárlaga 2016. Nú stendur ÖBÍ fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Tryggjum öllum jafnan rétt og skrifum undir á www.obi.is.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun