Guðni Kristjánsson, eigandi og framkvæmdastjóri Actus ehf., segir sumum símaeigendum þykja óneitanlega þægilegt að hafa áþreifanleikann með takkana að fingrum sér og hafa þannig tök á að framkvæma einföldustu aðgerðir.
„En þó án þess að tapa þægindunum og aðgenginu sem Android býður upp á. Notkun á öppum, samfélagsmiðlar og önnur stafræn samskipti eru nú möguleg fyrir einstaklinga sem til þessa hafa ekki haft tök á að nýta sér snjallsímatæknina.“

„Á skjánum eru færri öpp og minna kaos. Takkaborðið sjálft, þ.e. áþreifanlegu takkarnir, eru með hefðbundnu sniði að viðbættum fimm hnöppum sem eru skilgreindir fyrir ákveðnar aðgerðir, t.d. fyrir myndavélina, símaskrána, tölvupóstinn o.fl. Auk þess er sérstakur hnappur fyrir neyðarskilaboð. Þegar ýtt er á hnappinn hringir hann í fyrirfram skilgreint númer ásamt því að senda skilaboð um staðsetningu.“
Helstu eiginleikar snjallsímans eru 3,2" skjástærð, Quad-core Snapdragon örgjörvi, 4G, WiFi, Bluetooth, 3MP myndavél, 1 GB í innra minni og 4 GB geymslupláss með möguleika á stækkun upp í 32GB.
„Þetta er frábært tæki fyrir þá sem vilja upplifa gömlu þægindin og áþreifanleikann án þess að missa af snjallsímavæðingunni.“