Segir núverandi fyrirkomulag vera að eyðileggja samkeppni í flugi Sæunn Gísladóttir skrifar 22. október 2015 15:29 Félag atvinnurekenda fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag, um að núverandi fyrirkomulag á úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli hindri samkeppni. Félag atvinnurekenda fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag, um að núverandi fyrirkomulag á úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli feli í sér samkeppnishindranir. Félagið tekur ennfremur undir tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda, um að þau grípi þegar í stað til aðgerða til að leiðrétta þessa stöðu. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hvatti nýverið til hins sama. Þetta kemur fram í frétt á vef FA.„Hér er um að ræða mjög afdráttarlausa og vel rökstudda niðurstöðu. Þetta er í raun áfellisdómur yfir stjórnvöldum sem hafa ekkert gert til að greiða fyrir samkeppni á þessum markaði sem er einn sá mikilvægasti fyrir samfélag okkar,” segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Hann bendir á að Samkeppniseftirlitið fari hörðum orðum bæði um opinbera hlutafélagið Isavia og um Samgöngustofu, en í tilmælum SE til innanríkisráðuneytisins segir: „Af samskiptum sínum við Samgöngustofu og Isavia getur Samkeppniseftirlitið ekki dregið aðra ályktun en að þessir opinberu aðilar hafi neikvætt viðhorf til samkeppni eða geri sér ekki grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem felast í því að virk samkeppni ríki á flugmarkaði.“„Þetta er staðfesting á því sem allir gátu svo sem séð,“ segir Ólafur. „Þetta fyrirkomulag er að eyðileggja samkeppni í flugi til og frá landinu. Það þýðir tap neytenda sem fá dýrari vöru, tap samfélagsins sem fær færri ferðamenn og tap þeirra fyrirtækja sem berjast við að keppa þrátt fyrir að kerfið vinni gegn þeim. Ef stjórnvöld vilja vernda hagsmuni neytenda og almennings þá munu þau bregðast við þessu hratt og með afgerandi hætti. Stjórnvöld sem bera hagsmuni samkeppninnar fyrir brjósti munu auðvitað leggja hart að sér til að ryðja úr vegi þeim samkeppnishindrunum sem eru til staðar. Við tökum því eindregið undir hvatningu Samkeppniseftirlitsins til innanríkisráðherra.“ Ólafur bætir við að Samkeppniseftirlitið sýni þarna mikilvægi sitt í samfélagi okkar. „Framlag stofnunarinnar er hins vegar lítils virði ef það er hunsað af yfirvöldum eins og hefur ítrekað gerst, og er skemmst að minnast þess hvernig Alþingi gekk í sumar þvert á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um breytingar á fyrirkomulagi tollkvóta á búvörum. Hér er um svo stórt hagsmunamál að ræða að ráðherra getur ekki hunsað ábendingar Samkeppniseftirlitsins.“ Alþingi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Yfirvöld grípi til aðgerða vegna mikils samkeppnisforskots Icelandair Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. 22. október 2015 14:42 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag, um að núverandi fyrirkomulag á úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli feli í sér samkeppnishindranir. Félagið tekur ennfremur undir tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda, um að þau grípi þegar í stað til aðgerða til að leiðrétta þessa stöðu. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hvatti nýverið til hins sama. Þetta kemur fram í frétt á vef FA.„Hér er um að ræða mjög afdráttarlausa og vel rökstudda niðurstöðu. Þetta er í raun áfellisdómur yfir stjórnvöldum sem hafa ekkert gert til að greiða fyrir samkeppni á þessum markaði sem er einn sá mikilvægasti fyrir samfélag okkar,” segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Hann bendir á að Samkeppniseftirlitið fari hörðum orðum bæði um opinbera hlutafélagið Isavia og um Samgöngustofu, en í tilmælum SE til innanríkisráðuneytisins segir: „Af samskiptum sínum við Samgöngustofu og Isavia getur Samkeppniseftirlitið ekki dregið aðra ályktun en að þessir opinberu aðilar hafi neikvætt viðhorf til samkeppni eða geri sér ekki grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem felast í því að virk samkeppni ríki á flugmarkaði.“„Þetta er staðfesting á því sem allir gátu svo sem séð,“ segir Ólafur. „Þetta fyrirkomulag er að eyðileggja samkeppni í flugi til og frá landinu. Það þýðir tap neytenda sem fá dýrari vöru, tap samfélagsins sem fær færri ferðamenn og tap þeirra fyrirtækja sem berjast við að keppa þrátt fyrir að kerfið vinni gegn þeim. Ef stjórnvöld vilja vernda hagsmuni neytenda og almennings þá munu þau bregðast við þessu hratt og með afgerandi hætti. Stjórnvöld sem bera hagsmuni samkeppninnar fyrir brjósti munu auðvitað leggja hart að sér til að ryðja úr vegi þeim samkeppnishindrunum sem eru til staðar. Við tökum því eindregið undir hvatningu Samkeppniseftirlitsins til innanríkisráðherra.“ Ólafur bætir við að Samkeppniseftirlitið sýni þarna mikilvægi sitt í samfélagi okkar. „Framlag stofnunarinnar er hins vegar lítils virði ef það er hunsað af yfirvöldum eins og hefur ítrekað gerst, og er skemmst að minnast þess hvernig Alþingi gekk í sumar þvert á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um breytingar á fyrirkomulagi tollkvóta á búvörum. Hér er um svo stórt hagsmunamál að ræða að ráðherra getur ekki hunsað ábendingar Samkeppniseftirlitsins.“
Alþingi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Yfirvöld grípi til aðgerða vegna mikils samkeppnisforskots Icelandair Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. 22. október 2015 14:42 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Yfirvöld grípi til aðgerða vegna mikils samkeppnisforskots Icelandair Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. 22. október 2015 14:42