Hvað verður um RÚV? Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Óheilindi í ríkisstjórnarflokkunum og samkeppnisfjölmiðlum í garð Ríkisútvarpsins kristallast þessa daga í umræðum um svonefnda Eyþórsskýrslu menntamálaráðherra. Í miðju umrótinu gengur út formaður stjórnar RÚV, Ingvi Hrafn Óskarsson, og ber við önnum á lögmannsstofu sinni. Morguninn eftir er uppsláttur Moggans að Ingvi Hrafn og aðrir stjórnendur RÚV hafi veitt þingnefnd rangar upplýsingar um tölvupóst frá fjármálaráðuneytinu. Fréttin byggir á viðtali við Guðlaug Þór Þórðarson, varaformann fjárlaganefndar, og er árás á stjórnendur Ríkisútvarpsins. Stjórnendur RÚV töldu póst fjármálaráðuneytis staðfesta að með ráðstöfunum til að laga fjárhaginn hafi RÚV uppfyllt skilyrði fyrir 182 milljóna aukaframlagi. Þetta segir Guðlaugur Þór vera rangt. Túlkun stjórnenda RÚV á tölvupóstum milli fjármálaráðuneytis og stjórnarformanns miðaðist við að verið væri að vinna með stjórnvöldum, en ekki gegn þeim, að lausn á vanda RÚV. Og vissulega voru stjórnvöld að vinna með Ríkisútvarpinu, í sameiginlegri nefnd með forsætis-, mennta- og fjármálaráðuneyti. Því er undarlegt að löngu síðar komi upp ný túlkun á efni tölvupósts frá í mars. Pósts sem einungis átti að staðfesta sameiginlegan skilning, eftir samvinnu. En þar virðist glæpur stjórnenda RÚV einmitt liggja. Að hafa unnið vinnu með árangri, meðan stjórnvöld og fjárveitingavaldið unnu gegn þeim, drógu mál á langinn, flæktu þau og affluttu. Rekstur Ríkisútvarpsins hefur verið hallalaus síðasta árið. Þess er ekki getið í umræðum um skýrsluna. Skuldir lækka meira en í sögu félagsins, með lóðasölu og húsnæðisleigu. Starfsfólk er pínt áfram inn í vaxandi óvissu, aukið vinnuálag og pólitískt einelti. Skýrsla Eyþórs er sögð afhjúpandi, en hún afhjúpaði ekki annað en einbeittan pólitískan vilja höfunda til að leggja Ríkisútvarpið niður. Stjórn Ríkisútvarpsins, vön ásökunum um að vera gagnslaus bitlingastjórn flokkanna, stóð saman gegn árás fjárveitingavaldsins á Ríkisútvarpið í fyrra. Í ár var upplýsingum haldið frá henni. Skýrsla Eyþórs var rýnd af öðrum fjölmiðlum, með almannatengslaráðgjafa, áður en stjórn RÚV sá hana. Framhaldið var á sömu leið. Er nema von að stjórnarformaðurinn snúi sér að uppbyggilegri verkefnum? En hvað verður um Ríkisútvarpið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Óheilindi í ríkisstjórnarflokkunum og samkeppnisfjölmiðlum í garð Ríkisútvarpsins kristallast þessa daga í umræðum um svonefnda Eyþórsskýrslu menntamálaráðherra. Í miðju umrótinu gengur út formaður stjórnar RÚV, Ingvi Hrafn Óskarsson, og ber við önnum á lögmannsstofu sinni. Morguninn eftir er uppsláttur Moggans að Ingvi Hrafn og aðrir stjórnendur RÚV hafi veitt þingnefnd rangar upplýsingar um tölvupóst frá fjármálaráðuneytinu. Fréttin byggir á viðtali við Guðlaug Þór Þórðarson, varaformann fjárlaganefndar, og er árás á stjórnendur Ríkisútvarpsins. Stjórnendur RÚV töldu póst fjármálaráðuneytis staðfesta að með ráðstöfunum til að laga fjárhaginn hafi RÚV uppfyllt skilyrði fyrir 182 milljóna aukaframlagi. Þetta segir Guðlaugur Þór vera rangt. Túlkun stjórnenda RÚV á tölvupóstum milli fjármálaráðuneytis og stjórnarformanns miðaðist við að verið væri að vinna með stjórnvöldum, en ekki gegn þeim, að lausn á vanda RÚV. Og vissulega voru stjórnvöld að vinna með Ríkisútvarpinu, í sameiginlegri nefnd með forsætis-, mennta- og fjármálaráðuneyti. Því er undarlegt að löngu síðar komi upp ný túlkun á efni tölvupósts frá í mars. Pósts sem einungis átti að staðfesta sameiginlegan skilning, eftir samvinnu. En þar virðist glæpur stjórnenda RÚV einmitt liggja. Að hafa unnið vinnu með árangri, meðan stjórnvöld og fjárveitingavaldið unnu gegn þeim, drógu mál á langinn, flæktu þau og affluttu. Rekstur Ríkisútvarpsins hefur verið hallalaus síðasta árið. Þess er ekki getið í umræðum um skýrsluna. Skuldir lækka meira en í sögu félagsins, með lóðasölu og húsnæðisleigu. Starfsfólk er pínt áfram inn í vaxandi óvissu, aukið vinnuálag og pólitískt einelti. Skýrsla Eyþórs er sögð afhjúpandi, en hún afhjúpaði ekki annað en einbeittan pólitískan vilja höfunda til að leggja Ríkisútvarpið niður. Stjórn Ríkisútvarpsins, vön ásökunum um að vera gagnslaus bitlingastjórn flokkanna, stóð saman gegn árás fjárveitingavaldsins á Ríkisútvarpið í fyrra. Í ár var upplýsingum haldið frá henni. Skýrsla Eyþórs var rýnd af öðrum fjölmiðlum, með almannatengslaráðgjafa, áður en stjórn RÚV sá hana. Framhaldið var á sömu leið. Er nema von að stjórnarformaðurinn snúi sér að uppbyggilegri verkefnum? En hvað verður um Ríkisútvarpið?
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar