Október var besti mánuður á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í fjögur ár. Standard & Poor 500 vísitalan hækkaði um 8,3 prósent sem var mesta hækkun á einum mánuði síðan í október 2011. Hlutabréf hækkuðu meðal annars vegna góðrar afkomu fyrirtækja á þriðja ársfjórðungi og ákvörðun seðlabankans um að hækka ekki stýrivexti.
Hrun á kínverska hlutabréfamarkaðnum hafði mikil áhrif á þann bandaríska í ágúst og september og virðist hafa haft einhver áframhaldandi áhrif í október.
Besti mánuður á hlutabréfamarkaði í fjögur ár
