Harden heillum horfinn og Houston steinliggur í öllum leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2015 22:30 James Harden hefur verið ískaldur í upphafi tímabilsins. Vísir/Getty James Harden og lið hans Houston Rockets hafa byrjað tímabilið skelfilega í NBA-deildinni í körfubolta. Houston Rockets hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni og þeim öllum með 20 stigum. Það dugði ekki einu sinni liðinu að komast 21 stigi yfir á móti Miami Heat í síðasta leik. Houston-liðið tapaði ekki aðeins forystunni heldur steinlá á endanum 109-89. Houston tapaði síðustu 23 mínútum leiksins 65-24 og þetta stórtap bættist því við 20 stiga tap á móti Denver (85-105) og 20 stiga tap á móti Golden State (92-112). En hver er ástæðan? Frammistaðan hjá stórstjörnu liðsins, James Harden, hlýtur að vera ein af stóru ástæðunum fyrir þessari matraðabyrjun. Harden var með 27,4 stig að meðaltal á síðustu leiktíð og talaði sjálfur um það hann hefði átt að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Þau verðlaun hlaut aftur á móti Steph Curry hjá Golden State Warriors. Harden hefur gert alltaf en standa undir eigin mati í upphafi leiktíðar. James Harden hefur verið heillum horfinn í þessum þremur leikjum en hann hefur skorað í þeim 18,0 stig að meðaltali. Það er þó hræðileg nýting sem sker sig úr. James Harden hefur aðeins hitt úr 22 prósent skota sinna og aðeins 3 af 32 skota hans fyrir utan þriggja stiga línuna hafa ratað rétta leið. Þetta þýðir að þriggja stiga nýting kappans í fyrstu þremur leikjunum er aðeins 9,4 prósent. Hittni Harden er meira að segja á niðurleið. Hann hitti úr 16,7 prósent þriggja stiga skota sinna í fyrsta leiknum á móti Denver (2 af 12), tíu prósent þriggja stiga skota sinna í öðrum leiknum á móti Golden State (1 af 10) en klikkaði síðan á öllum tíu þriggja stiga skotum sínum á móti Miami. Harden hefur bjargað stigaskori sínu á vítalínunni þar sem hann hefur nýtt 27 af 31 skoti sínu (87,1 prósent) en helmingur stiga hans hafa komið á vítalínunni. Verkefni kvöldsins hjá Harden og Houston Rockets liðinu er heimaleikur á móti Oklahoma City Thunder í nótt. Oklahoma City Thunder hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu og verða erfiðir við að eiga í nótt.Eintómt svekkelsi hjá James Harden.Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir James með 29 stig gegn gömlu félögunum | Myndbönd Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni vestanhafs í nótt. 31. október 2015 11:18 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
James Harden og lið hans Houston Rockets hafa byrjað tímabilið skelfilega í NBA-deildinni í körfubolta. Houston Rockets hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni og þeim öllum með 20 stigum. Það dugði ekki einu sinni liðinu að komast 21 stigi yfir á móti Miami Heat í síðasta leik. Houston-liðið tapaði ekki aðeins forystunni heldur steinlá á endanum 109-89. Houston tapaði síðustu 23 mínútum leiksins 65-24 og þetta stórtap bættist því við 20 stiga tap á móti Denver (85-105) og 20 stiga tap á móti Golden State (92-112). En hver er ástæðan? Frammistaðan hjá stórstjörnu liðsins, James Harden, hlýtur að vera ein af stóru ástæðunum fyrir þessari matraðabyrjun. Harden var með 27,4 stig að meðaltal á síðustu leiktíð og talaði sjálfur um það hann hefði átt að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Þau verðlaun hlaut aftur á móti Steph Curry hjá Golden State Warriors. Harden hefur gert alltaf en standa undir eigin mati í upphafi leiktíðar. James Harden hefur verið heillum horfinn í þessum þremur leikjum en hann hefur skorað í þeim 18,0 stig að meðaltali. Það er þó hræðileg nýting sem sker sig úr. James Harden hefur aðeins hitt úr 22 prósent skota sinna og aðeins 3 af 32 skota hans fyrir utan þriggja stiga línuna hafa ratað rétta leið. Þetta þýðir að þriggja stiga nýting kappans í fyrstu þremur leikjunum er aðeins 9,4 prósent. Hittni Harden er meira að segja á niðurleið. Hann hitti úr 16,7 prósent þriggja stiga skota sinna í fyrsta leiknum á móti Denver (2 af 12), tíu prósent þriggja stiga skota sinna í öðrum leiknum á móti Golden State (1 af 10) en klikkaði síðan á öllum tíu þriggja stiga skotum sínum á móti Miami. Harden hefur bjargað stigaskori sínu á vítalínunni þar sem hann hefur nýtt 27 af 31 skoti sínu (87,1 prósent) en helmingur stiga hans hafa komið á vítalínunni. Verkefni kvöldsins hjá Harden og Houston Rockets liðinu er heimaleikur á móti Oklahoma City Thunder í nótt. Oklahoma City Thunder hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu og verða erfiðir við að eiga í nótt.Eintómt svekkelsi hjá James Harden.Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir James með 29 stig gegn gömlu félögunum | Myndbönd Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni vestanhafs í nótt. 31. október 2015 11:18 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
James með 29 stig gegn gömlu félögunum | Myndbönd Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni vestanhafs í nótt. 31. október 2015 11:18