Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Stjarnan 78-62 | Öflugur lokasprettur Hauka gerði útslagið Kristinn Páll Teitsson í Schenker-höllinni skrifar 11. nóvember 2015 21:45 Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst hjá Haukum í kvöld. vísir/anton Breidd Haukaliðsins skilaði liðinu öruggum 16 stiga sigri á Stjörnunni í 8. umferð Dominos-deild kvenna í kvöld en eftir að hafa unnið upp ellefu stiga forskot virtist Stjörnuliðið einfaldlega vera búið á því og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Hauka. Haukakonur voru efstar í deildinni að sex leikjum loknum en liðið hafði unnið alla sex leikina hingað til, þar á meðal ellefu stiga sigur á Stjörnunni í fyrsta leik deildarkeppninnar. Líkt og í fyrri leik liðanna í október virtust Stjörnukonur vera óhræddar við stjörnum prýtt lið Hauka og var jafnræði með liðunum framan af. Það virtist hinsvegar allur kraftur detta úr liðinu á lokamínútum fyrsta leikhluta og gengu Haukakonur á lagið við það. Á lokamínútum fyrsta leikhluta og upphafsmínútum annars leikhluta var leikurinn í eign Hauka og náðu Stjörnukonur varla að koma boltanum fram fyrir miðjuna. Þegar það tókst komu oft léleg skot og náðu Haukar um miðbik annars leikhluta ellefu stiga forskoti. Gestirnir úr Garðabænum náðu þó að vinna sig aftur inn í leikinn á seinustu fimm mínútum fyrri hálfleiksins. Munaði þar helst um að Chelsie Alexa Schweers komst betur í takt við leikinn en hún setti ellefu stig í leikhlutanum, það síðasta þegar hálfleiknum lauk og minnkaði muninn niður í fjögur stig, 37-33. Þriðji leikhluti var svo sannarlega kaflaskiptur. Á upphafsmínútum leikhlutans spilaði Stjörnuliðið frábæra vörn, lokaði vel á skot Hauka og sóknarleikur liðsins gekk vel. Það skilaði sér í 13-2 kafla og náðu Stjörnukonur þegar mest var sjö stiga forskoti en þá virtust leikmenn Hauka vakna til lífsins. Þær gerðu enn betur og einfaldlega settu í lás í vörninni. Tókst Stjörnunni ekki að setja stig síðustu fimm mínútu hálfleiksins og nýttu Haukakonur það sér til þess að ná forskotinu og fóru þær inn í fjórða leikhluta með 52-46 forskot. Stjörnukonur virtust einfaldlega vera orðnar bensínlausar undir lokin en Haukar bættu við forskot sitt í fjórða leikhluta og unnu að lokum öruggan sextán stiga sigur. Á meðan allir leikmenn Hauka nema þrír komust á blað í leiknum voru aðeins fimm leikmenn Stjörnunnar sem komust á blað og virtust leikmenn liðsins einfaldlega ekki eiga nóg eftir á tankinum til þess að klára leikinn. Pálína María Gunnlaugsdóttir var atkvæðamest í liði Hauka með 23 stig þrátt fyrir að vera með flensu en Helena Sverrisdóttir var nálægt því að ná þrefaldri tvennu með 17 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. Í liði Stjörnunnar var það Chelsie sem var allt í öllu í sóknarleiknum en hún var með 34 stig, rúmlega helming allra stiga liðsins í leiknum. Þá var Ragna Margrét Brynjarsdóttir öflug með 11 stig og 11 fráköst en aðeins fimm leikmenn Stjörnunnar komust á blað í leiknum.Haukar-Stjarnan 78-62 (23-13, 14-20, 15-13, 26-16)Haukar: Pálína María Gunnlaugsdóttir 23/5 fráköst, Helena Sverrisdóttir 17/15 fráköst/7 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 8, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 6/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/6 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.Stjarnan: Chelsie Alexa Schweers 34/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11/11 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 9, Margrét Kara Sturludóttir 4/11 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4/4 fráköst. Helena: Sýndum það í dag að við erum með mörg vopn„Fyrir utan smá kafla í þriðja leikhluta þegar þær skipta um vörn og við náum ekki að takast á við það fannst mér við vera miklu betra liðið hérna í dag,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sátt eftir leikinn í kvöld. „Þegar við spilum góða vörn þá verður sóknarleikurinn oft betri. Við erum með mörg vopn eins og við sýndum í dag og fyrir utan stuttan kafla sem við gleymum okkur fannst mér þetta ekki í hættu.“ Allir leikmenn Hauka nema þrír komust á blað í kvöld og segir Helena það sýna hversu sterkan leikmannahóp liðið sé með. „Það er oft þannig, við getum alveg unnið leiki þótt stigahæsti leikmaðurinn sé ekki að skora nema 15-20 stig. Við erum með nægilega marga leikmenn sem koma með eitthvað að borði en við viljum aðallega spila góða vörn,“ sagði Helena og bætti við: „Þetta er orðið svona í næstum öllum leikjum að eiginlega allir leikmenn liðsins komi við sögu í leikjunum okkar og það er bara frábært upp á framhaldið að gera.“ Ragna Margrét: Urðum bensínlausar í þriðja leikhluta„Þetta lýsir ekki alveg leiknum, við hættum eiginlega hérna undir lokin. Ef við hefðum haldið áfram held ég að munurinn hefði orðið minni,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Hauka, svekkt að leikslokum. Ragna segir að leikmenn liðsins hafi ekki haft orkuna til þess að klára leikinn en hún sá jákvæða punkta. „Við urðum örlítið bensínlausar í þriðja leikhluta. Þær náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik sem við þurftum að vinna upp en við héldum í þær allan tímann og ég held að við munum taka þær næst.“ Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sjö leikjum liðsins en leikirnir gegn Haukum eru einu leikirnir sem liðið hefur tapað með meira en þremur stigum. „Spilamennskan var upp og niður í kvöld hjá okkur. Við eigum það til að þegar við erum að spila illa að reyna of mikið upp á eigin spýtur en það voru góðir kaflar inn á milli og ég er alveg viss um að við munum taka einn leik gegn Haukum í vetur.“ Andri um Pálínu: Nagli sem leiddi liðið þrátt fyrir veikindi„Við þurftum að hafa fyrir þessu gegn flottu Stjörnuliði. Úrslitin voru þeim ekki í hag en þær léku vel í dag,“ sagði Andri Kristinsson, annar þjálfari Hauka, að leikslokum í kvöld. „Liðið sem við mættum í kvöld er mjög gott, þær eru með marga góða leikmenn sem geta spilað vel, meðal annars Chelsie sem er frábær í að setja stig.“ Haukaliðið náði að loka á alla leikmenn Stjörnunnar nema Chelsie sem setti 34 af 62 stigum Stjörnunnar í kvöld. „Við reyndum ekkert að einbeita okkur að því að stoppa hana. Við vorum að einbeita okkur að því að æfa nýjar áherslur í vörninni og þótt að hún skori 34 stig skora hinar aðeins 28 stig,“ sagði Andri sem var ánægður með baráttuandann í Haukaliðinu í kvöld. „Að vera með lið sem allir eru að berjast og leggja sitt fram er frábært. Það voru ekki allir upp á sitt besta í kvöld en þá nýttum við bara liðsheildina okkar betur,“ sagði Andri sem greindi frá því í viðtölum að Pálína María Gunnlaugsdóttir, stigahæsti leikmaður Hauka í kvöld, hefði spilað þrátt fyrir veikindi. „Pálína er nagli, hún var veik í dag en leiddi okkur þrátt fyrir það í frammistöðu og framkvæmd í kvöld. Við erum með leikmenn sem geta gert þetta og það eiga fleiri eftir að stíga upp.“ Baldur: Lék kannski of mikið á sama liðinu„Við héldum í þær lengst af og áttum frábæran sprett í þriðja leikhluta en við missum þær síðan frá okkur,“ sagði Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, svekktur í leikslok. Stjarnan var undir frá upphafsmínútum leiksins en náði sjö stiga forskoti í þriðja leikhluta. Sá sprettur virtist hinsvegar draga allan kraft úr liðinu en þær voru þreyttar og orkulitlar seinustu fimmtán mínútur leiksins. „Ég lék kannski of mikið á sama liðinu, ég viðurkenni það og það kostaði okkur kannski að lokum. Haukaliðið náði að dreifa álaginu vel og allir leikmennirnir voru ferskir þegar þeir komu inná.“ Baldur var ósáttur með hversu slakur sóknarleikur liðsins var síðasta korterið. „Þetta var allt of stirt á lokamínútunum. Þær fóru að drippla miklu meira en vanalega í stað þess að láta boltann ganga og það er aldrei góð hugmynd.“Tweets by @Visirkarfa1 Vísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/Anton Dominos-deild kvenna Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
Breidd Haukaliðsins skilaði liðinu öruggum 16 stiga sigri á Stjörnunni í 8. umferð Dominos-deild kvenna í kvöld en eftir að hafa unnið upp ellefu stiga forskot virtist Stjörnuliðið einfaldlega vera búið á því og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Hauka. Haukakonur voru efstar í deildinni að sex leikjum loknum en liðið hafði unnið alla sex leikina hingað til, þar á meðal ellefu stiga sigur á Stjörnunni í fyrsta leik deildarkeppninnar. Líkt og í fyrri leik liðanna í október virtust Stjörnukonur vera óhræddar við stjörnum prýtt lið Hauka og var jafnræði með liðunum framan af. Það virtist hinsvegar allur kraftur detta úr liðinu á lokamínútum fyrsta leikhluta og gengu Haukakonur á lagið við það. Á lokamínútum fyrsta leikhluta og upphafsmínútum annars leikhluta var leikurinn í eign Hauka og náðu Stjörnukonur varla að koma boltanum fram fyrir miðjuna. Þegar það tókst komu oft léleg skot og náðu Haukar um miðbik annars leikhluta ellefu stiga forskoti. Gestirnir úr Garðabænum náðu þó að vinna sig aftur inn í leikinn á seinustu fimm mínútum fyrri hálfleiksins. Munaði þar helst um að Chelsie Alexa Schweers komst betur í takt við leikinn en hún setti ellefu stig í leikhlutanum, það síðasta þegar hálfleiknum lauk og minnkaði muninn niður í fjögur stig, 37-33. Þriðji leikhluti var svo sannarlega kaflaskiptur. Á upphafsmínútum leikhlutans spilaði Stjörnuliðið frábæra vörn, lokaði vel á skot Hauka og sóknarleikur liðsins gekk vel. Það skilaði sér í 13-2 kafla og náðu Stjörnukonur þegar mest var sjö stiga forskoti en þá virtust leikmenn Hauka vakna til lífsins. Þær gerðu enn betur og einfaldlega settu í lás í vörninni. Tókst Stjörnunni ekki að setja stig síðustu fimm mínútu hálfleiksins og nýttu Haukakonur það sér til þess að ná forskotinu og fóru þær inn í fjórða leikhluta með 52-46 forskot. Stjörnukonur virtust einfaldlega vera orðnar bensínlausar undir lokin en Haukar bættu við forskot sitt í fjórða leikhluta og unnu að lokum öruggan sextán stiga sigur. Á meðan allir leikmenn Hauka nema þrír komust á blað í leiknum voru aðeins fimm leikmenn Stjörnunnar sem komust á blað og virtust leikmenn liðsins einfaldlega ekki eiga nóg eftir á tankinum til þess að klára leikinn. Pálína María Gunnlaugsdóttir var atkvæðamest í liði Hauka með 23 stig þrátt fyrir að vera með flensu en Helena Sverrisdóttir var nálægt því að ná þrefaldri tvennu með 17 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. Í liði Stjörnunnar var það Chelsie sem var allt í öllu í sóknarleiknum en hún var með 34 stig, rúmlega helming allra stiga liðsins í leiknum. Þá var Ragna Margrét Brynjarsdóttir öflug með 11 stig og 11 fráköst en aðeins fimm leikmenn Stjörnunnar komust á blað í leiknum.Haukar-Stjarnan 78-62 (23-13, 14-20, 15-13, 26-16)Haukar: Pálína María Gunnlaugsdóttir 23/5 fráköst, Helena Sverrisdóttir 17/15 fráköst/7 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 8, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 6/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/6 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.Stjarnan: Chelsie Alexa Schweers 34/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11/11 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 9, Margrét Kara Sturludóttir 4/11 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4/4 fráköst. Helena: Sýndum það í dag að við erum með mörg vopn„Fyrir utan smá kafla í þriðja leikhluta þegar þær skipta um vörn og við náum ekki að takast á við það fannst mér við vera miklu betra liðið hérna í dag,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sátt eftir leikinn í kvöld. „Þegar við spilum góða vörn þá verður sóknarleikurinn oft betri. Við erum með mörg vopn eins og við sýndum í dag og fyrir utan stuttan kafla sem við gleymum okkur fannst mér þetta ekki í hættu.“ Allir leikmenn Hauka nema þrír komust á blað í kvöld og segir Helena það sýna hversu sterkan leikmannahóp liðið sé með. „Það er oft þannig, við getum alveg unnið leiki þótt stigahæsti leikmaðurinn sé ekki að skora nema 15-20 stig. Við erum með nægilega marga leikmenn sem koma með eitthvað að borði en við viljum aðallega spila góða vörn,“ sagði Helena og bætti við: „Þetta er orðið svona í næstum öllum leikjum að eiginlega allir leikmenn liðsins komi við sögu í leikjunum okkar og það er bara frábært upp á framhaldið að gera.“ Ragna Margrét: Urðum bensínlausar í þriðja leikhluta„Þetta lýsir ekki alveg leiknum, við hættum eiginlega hérna undir lokin. Ef við hefðum haldið áfram held ég að munurinn hefði orðið minni,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Hauka, svekkt að leikslokum. Ragna segir að leikmenn liðsins hafi ekki haft orkuna til þess að klára leikinn en hún sá jákvæða punkta. „Við urðum örlítið bensínlausar í þriðja leikhluta. Þær náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik sem við þurftum að vinna upp en við héldum í þær allan tímann og ég held að við munum taka þær næst.“ Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sjö leikjum liðsins en leikirnir gegn Haukum eru einu leikirnir sem liðið hefur tapað með meira en þremur stigum. „Spilamennskan var upp og niður í kvöld hjá okkur. Við eigum það til að þegar við erum að spila illa að reyna of mikið upp á eigin spýtur en það voru góðir kaflar inn á milli og ég er alveg viss um að við munum taka einn leik gegn Haukum í vetur.“ Andri um Pálínu: Nagli sem leiddi liðið þrátt fyrir veikindi„Við þurftum að hafa fyrir þessu gegn flottu Stjörnuliði. Úrslitin voru þeim ekki í hag en þær léku vel í dag,“ sagði Andri Kristinsson, annar þjálfari Hauka, að leikslokum í kvöld. „Liðið sem við mættum í kvöld er mjög gott, þær eru með marga góða leikmenn sem geta spilað vel, meðal annars Chelsie sem er frábær í að setja stig.“ Haukaliðið náði að loka á alla leikmenn Stjörnunnar nema Chelsie sem setti 34 af 62 stigum Stjörnunnar í kvöld. „Við reyndum ekkert að einbeita okkur að því að stoppa hana. Við vorum að einbeita okkur að því að æfa nýjar áherslur í vörninni og þótt að hún skori 34 stig skora hinar aðeins 28 stig,“ sagði Andri sem var ánægður með baráttuandann í Haukaliðinu í kvöld. „Að vera með lið sem allir eru að berjast og leggja sitt fram er frábært. Það voru ekki allir upp á sitt besta í kvöld en þá nýttum við bara liðsheildina okkar betur,“ sagði Andri sem greindi frá því í viðtölum að Pálína María Gunnlaugsdóttir, stigahæsti leikmaður Hauka í kvöld, hefði spilað þrátt fyrir veikindi. „Pálína er nagli, hún var veik í dag en leiddi okkur þrátt fyrir það í frammistöðu og framkvæmd í kvöld. Við erum með leikmenn sem geta gert þetta og það eiga fleiri eftir að stíga upp.“ Baldur: Lék kannski of mikið á sama liðinu„Við héldum í þær lengst af og áttum frábæran sprett í þriðja leikhluta en við missum þær síðan frá okkur,“ sagði Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, svekktur í leikslok. Stjarnan var undir frá upphafsmínútum leiksins en náði sjö stiga forskoti í þriðja leikhluta. Sá sprettur virtist hinsvegar draga allan kraft úr liðinu en þær voru þreyttar og orkulitlar seinustu fimmtán mínútur leiksins. „Ég lék kannski of mikið á sama liðinu, ég viðurkenni það og það kostaði okkur kannski að lokum. Haukaliðið náði að dreifa álaginu vel og allir leikmennirnir voru ferskir þegar þeir komu inná.“ Baldur var ósáttur með hversu slakur sóknarleikur liðsins var síðasta korterið. „Þetta var allt of stirt á lokamínútunum. Þær fóru að drippla miklu meira en vanalega í stað þess að láta boltann ganga og það er aldrei góð hugmynd.“Tweets by @Visirkarfa1 Vísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/Anton
Dominos-deild kvenna Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira