Einar um lyfjahneykslið: „Þetta er dapurt og sorglegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 10:30 Einar Vilhjálmsson er margverðlaunaður spjótkastari. vísir/gva „Fréttirnar eru daprar en þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttsambands Íslands og fyrrverandi afreksmaður í frjálsum, við Vísi um lyfjahneykslið í Rússlandi sem skekur frjálsíþróttaheiminn. Rússar eru ásakaðir í nýrri skýrslu, sem gerð er af Alþjóðalyfjaeftirlitinu, að hafa kerfisbundið dælt lyfjum í íþróttamenn sína og sjálfir svo hylmt yfir glæpina með aðstoð æðstu manna Alþjóðafrjálsíþróttsambandsins.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg „Þarna gerir mennskan vart við sig í sinni ódrengilegustu mynd og sýnir hvar mannskepnan er í raun stödd í sínu þróunarferli. Ég tek þetta ekkert til mín sem frjálsíþróttamanns heldur er þetta bara mennskan og sýnir hvernig maðurinn getur verið breyskur. Þetta er dapurt og sorglegt,“ segir Einar.Mariya Savinova fagnar sigri í 800m hlaupi á ÓL í London 2012.vísir/gettyMenn eiga að berjast um ábyrðarstöður Einar segir gott að vita til þess að eftirlitskerfið sé að minnsta kosti það gott innan frjálsíþróttanna að sannleikurinn komi í ljós fyrr en seinna. Hann vill þó að bætt verði í eftirlitið fyrst svona risamál er komið upp. „Þetta slær mann því þetta er inn í því umhverfi sem maður er sjálfur að berjast fyrir og hlúa að með ungu fólki. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni en svona tilfelli kallar á viðbrögð og vinnubrögð með skilvirkari hætti en áður,“ segir Einar.Sjá einnig:Jónas vill ekki setja Rússa í bann Senegalinn Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, er sakaður um að hafa hylmt yfir með Rússunum og þegið mútugreiðslur fyrir. Hann var handtekinn í Frakklandi í síðustu viku en sleppt gegn tryggingu. Hann lét af forsetaembættinu á þessu ári þegar Bretinn Lord Sebastian Coe var kosinn til starfa. „Eitt af því sem Alþjóðasambandið gerði nýtt á þessu ári var að láta kjósa um þjónustuhlutverk innan hreyfingarinnar sem var í fyrsta sinn í sögunni. Þetta minnir á að gott er að láta lýðræðið njóta sín,“ segir Einar. „Það er gott að láta menn berjast um ábyrgðarstöður en færa þær ekki á milli tengslanets sem hugsanlega getur farið út í allar áttir,“ segir Einar Vilhjálmsson. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
„Fréttirnar eru daprar en þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttsambands Íslands og fyrrverandi afreksmaður í frjálsum, við Vísi um lyfjahneykslið í Rússlandi sem skekur frjálsíþróttaheiminn. Rússar eru ásakaðir í nýrri skýrslu, sem gerð er af Alþjóðalyfjaeftirlitinu, að hafa kerfisbundið dælt lyfjum í íþróttamenn sína og sjálfir svo hylmt yfir glæpina með aðstoð æðstu manna Alþjóðafrjálsíþróttsambandsins.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg „Þarna gerir mennskan vart við sig í sinni ódrengilegustu mynd og sýnir hvar mannskepnan er í raun stödd í sínu þróunarferli. Ég tek þetta ekkert til mín sem frjálsíþróttamanns heldur er þetta bara mennskan og sýnir hvernig maðurinn getur verið breyskur. Þetta er dapurt og sorglegt,“ segir Einar.Mariya Savinova fagnar sigri í 800m hlaupi á ÓL í London 2012.vísir/gettyMenn eiga að berjast um ábyrðarstöður Einar segir gott að vita til þess að eftirlitskerfið sé að minnsta kosti það gott innan frjálsíþróttanna að sannleikurinn komi í ljós fyrr en seinna. Hann vill þó að bætt verði í eftirlitið fyrst svona risamál er komið upp. „Þetta slær mann því þetta er inn í því umhverfi sem maður er sjálfur að berjast fyrir og hlúa að með ungu fólki. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni en svona tilfelli kallar á viðbrögð og vinnubrögð með skilvirkari hætti en áður,“ segir Einar.Sjá einnig:Jónas vill ekki setja Rússa í bann Senegalinn Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, er sakaður um að hafa hylmt yfir með Rússunum og þegið mútugreiðslur fyrir. Hann var handtekinn í Frakklandi í síðustu viku en sleppt gegn tryggingu. Hann lét af forsetaembættinu á þessu ári þegar Bretinn Lord Sebastian Coe var kosinn til starfa. „Eitt af því sem Alþjóðasambandið gerði nýtt á þessu ári var að láta kjósa um þjónustuhlutverk innan hreyfingarinnar sem var í fyrsta sinn í sögunni. Þetta minnir á að gott er að láta lýðræðið njóta sín,“ segir Einar. „Það er gott að láta menn berjast um ábyrgðarstöður en færa þær ekki á milli tengslanets sem hugsanlega getur farið út í allar áttir,“ segir Einar Vilhjálmsson.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15
Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11