Skiptum er lokið á félaginu Þú Blásól. Félagið, sem var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í maí. Lýstar kröfur í búið námu rúmum 102 milljónum króna en engar eignir fundust í búinu. Skiptum lauk 17. október.
Ársreikningi félagsins var síðast skilað inn árið 2007, en samkvæmt honum var eini eigandi félagsins Jón Ásgeir Jóhannesson. Talsvert var rætt um félagið snemma árs árið 2010 þegar skiptastjóri Fons, sem var áður eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, vildi láta rifta ellefu samningum sem höfðu verið gerðir upp á samtals níu milljarða króna.
Þar á meðal var greiðsla upp á milljarð sem var lögð inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Síðar sendi Pálmi frá sér yfirlýsingu þess eðlis að um fjárfestingarsamning hefði verið að ræða sem Fons gerði við Þú Blásól.
Þessi umrædda færsla er á meðal ákæruefna í Aurum-málinu svokallaða, sem Hæstiréttur dæmdi á dögunum að skyldi taka aftur til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
102 milljóna króna gjaldþrot
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent

Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent

Kristjana til ÍSÍ
Viðskipti innlent