Á heimasíðu Amazon Prime Air má sjá nýja hönnun á dróninum. Meðfylgjandi eru svo myndskeið sem útskýra hvernig ferlið virkar. Dróninn getur flogið allt að 15 mílur í einu og lendir svo í garðinum hjá viðkomandi með pakkann. Hægt er að fá pöntunina afhenta þrjátíu mínútum eftir að hún er pöntuð. Þjónustan er væntanleg á næstu misserum.
Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband með fyrrverandi Top Gear stjörnunni Jeremy Clarkson, sem vinnur nú að nýjum þáttum hjá Amazon.