Andy Murray komst í hóp með McEnroe og Wilander Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 10:00 Andy Murray fagnar sigrinum. Vísir/Getty Andy Murray og félagar í breska tennislandsliðinu tryggðu sér sigur í Davis-bikarnum í gær og var þetta í fyrsta sinn í 79 ár sem Bretar fagna sigri í þessum eiginlega heimsmeistarakeppni landsliða í tennis. Bretar voru að vinna Davis-bikarinn í tíunda sinn en síðasti titilinn vannst fyrir seinni heimsstyrjöld eða árið 1936. Bretar unnu Belga 3-1 í úrslitunum en höfðu áður slegið út Bandaríkjamenn (3-2), Frakka (3-1) og Ástrala (3-2). Andy Murray, stærsta stjarna breska liðsins, stóð undir nafni því hann vann báða einliðaleiki sína á móti Belgum, fyrst 6-3, 6-2 og 7-5 á móti Ruben Bemelmans en svo 6-3, 7-5 og 6-3 á móti David Goffin. „Ég trúi því ekki að við höfum klárað. Við fáum kannski aldrei aftur möguleika á því að endurtaka þetta þannig við ætlum að fagna í kvöld," sagði Andy Murray eftir sigurinn. Andy Murray vann alla átta einliðaleiki sína úi Davis-bikarnum í ár og komst þar í hóp með þeim John McEnroe og Mats Wilander. McEnroe vann alla átta leiki sína með Bandaríkjamönnum 1982 og Wilander lék það eftir með Svíum árið eftir. Andy Murray náði í alls 11 stig og gerði þar mun betur en þegar kappar eins og Novak Djokovic (7 stig í sigri Serbíu 2010), Roger Federer (7 stig í sigri Sviss 2014) og Rafael Nadal (6 stig í sigri Spánar 2011) sem allir unnu Davis-bikarinn með sínum þjóðum. Andy Murray hafði áður endað 77 ára bið Breta eftir sigri á Wimbledon-mótinu árið 2013. Hann hefur unnið tvö risamót og Ólympíugull á ferlinum og bætti nú einni skrautfjöðrinni við. Davis-bikarmeistarar Breta.Vísir/Getty Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira
Andy Murray og félagar í breska tennislandsliðinu tryggðu sér sigur í Davis-bikarnum í gær og var þetta í fyrsta sinn í 79 ár sem Bretar fagna sigri í þessum eiginlega heimsmeistarakeppni landsliða í tennis. Bretar voru að vinna Davis-bikarinn í tíunda sinn en síðasti titilinn vannst fyrir seinni heimsstyrjöld eða árið 1936. Bretar unnu Belga 3-1 í úrslitunum en höfðu áður slegið út Bandaríkjamenn (3-2), Frakka (3-1) og Ástrala (3-2). Andy Murray, stærsta stjarna breska liðsins, stóð undir nafni því hann vann báða einliðaleiki sína á móti Belgum, fyrst 6-3, 6-2 og 7-5 á móti Ruben Bemelmans en svo 6-3, 7-5 og 6-3 á móti David Goffin. „Ég trúi því ekki að við höfum klárað. Við fáum kannski aldrei aftur möguleika á því að endurtaka þetta þannig við ætlum að fagna í kvöld," sagði Andy Murray eftir sigurinn. Andy Murray vann alla átta einliðaleiki sína úi Davis-bikarnum í ár og komst þar í hóp með þeim John McEnroe og Mats Wilander. McEnroe vann alla átta leiki sína með Bandaríkjamönnum 1982 og Wilander lék það eftir með Svíum árið eftir. Andy Murray náði í alls 11 stig og gerði þar mun betur en þegar kappar eins og Novak Djokovic (7 stig í sigri Serbíu 2010), Roger Federer (7 stig í sigri Sviss 2014) og Rafael Nadal (6 stig í sigri Spánar 2011) sem allir unnu Davis-bikarinn með sínum þjóðum. Andy Murray hafði áður endað 77 ára bið Breta eftir sigri á Wimbledon-mótinu árið 2013. Hann hefur unnið tvö risamót og Ólympíugull á ferlinum og bætti nú einni skrautfjöðrinni við. Davis-bikarmeistarar Breta.Vísir/Getty
Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira