Færri jólagjafir úr H&M í ár Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 9. desember 2015 00:01 Verslunarferðir til útlanda hafa verið vinsælar hjá Íslendingum undanfarin ár. Þar eru jólagjafa- og jólafatakaupin afgreidd hratt og örugglega en það hefur skilið innlenda verslun eftir með heldur lítinn bita af jólakökunni. Þetta virðist þó vera að breytast ef marka má „H&M vísitöluna“. Í flestum þessara verslunarferða er sænski fatarisinn heimsóttur og þar eru keyptar helstu nauðsynjar. Hver kannast ekki við sænsku náttfatajólin þar sem hver gjöfin á fætur annarri er með merkimiða úr H&M? Gleðin fölnar á andlitum barnanna þegar enn einn sænskur mjúkur pakkinn er dreginn undan jólatrénu. Þessi þróun virðist þó vera að snúast við, því Íslendingar hafa verslað 22% minna í H&M í september, október og nóvember í ár en á síðasta ári samkvæmt greiningum úr Markaðsvakt Meniga. Ef verslun Íslendinga í verslunum Primark er skoðuð má sjá að hún er sex prósentum minni. Rúmlega 17 þúsund notendur Meniga eru í úrtakinu sem skoðað var en aldrei er unnið með persónugreinanlegar upplýsingar í greiningum Markaðsvaktar Meniga.Hvar verslum við þá? Þegar 20 söluhæstu fataverslanir landsins eru skoðaðar má sjá að meirihluti þeirra bætir við sig í sölu þessa þrjá mánuði samanborið við sömu mánuði í fyrra og í heildina er 7,8% meiri innlend fataverslun. Það er því líklegt að mjúkir pakkar verði á sínum stað undir jólatrjám landsmanna þó að færri verði í sænsku fánalitunum.Góður desember í vændum Verslun dregst þó saman hjá einhverjum íslensku verslananna sl. þrjá mánuði eins og gengur og gerist. Verslunareigendur geta þó verið vongóðir um að desember verði góður þar sem Íslendingar virðast hafa keypt minna af jólagjöfum og jólafötum í utanlandsferðum sínum sl. þrjá mánuði en þeir gerðu í sömu mánuðum í fyrra.Bara byrjunin? Það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun sérstaklega þegar boðaðar tollaniðurfellingar taka gildi um áramótin. Ekki er ósennilegt að þær hafi haft einhver áhrif á minni verslun í H&M og Primark þar sem sumar innlendar verslanir hafa lækkað verð sín nú þegar. Íslendingar ættu því að geta gert góð kaup hér heima næstu misseri og notað utanlandsferðir sínar í annað en að troðfylla ferðatöskurnar af varningi úr H&M. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Verslunarferðir til útlanda hafa verið vinsælar hjá Íslendingum undanfarin ár. Þar eru jólagjafa- og jólafatakaupin afgreidd hratt og örugglega en það hefur skilið innlenda verslun eftir með heldur lítinn bita af jólakökunni. Þetta virðist þó vera að breytast ef marka má „H&M vísitöluna“. Í flestum þessara verslunarferða er sænski fatarisinn heimsóttur og þar eru keyptar helstu nauðsynjar. Hver kannast ekki við sænsku náttfatajólin þar sem hver gjöfin á fætur annarri er með merkimiða úr H&M? Gleðin fölnar á andlitum barnanna þegar enn einn sænskur mjúkur pakkinn er dreginn undan jólatrénu. Þessi þróun virðist þó vera að snúast við, því Íslendingar hafa verslað 22% minna í H&M í september, október og nóvember í ár en á síðasta ári samkvæmt greiningum úr Markaðsvakt Meniga. Ef verslun Íslendinga í verslunum Primark er skoðuð má sjá að hún er sex prósentum minni. Rúmlega 17 þúsund notendur Meniga eru í úrtakinu sem skoðað var en aldrei er unnið með persónugreinanlegar upplýsingar í greiningum Markaðsvaktar Meniga.Hvar verslum við þá? Þegar 20 söluhæstu fataverslanir landsins eru skoðaðar má sjá að meirihluti þeirra bætir við sig í sölu þessa þrjá mánuði samanborið við sömu mánuði í fyrra og í heildina er 7,8% meiri innlend fataverslun. Það er því líklegt að mjúkir pakkar verði á sínum stað undir jólatrjám landsmanna þó að færri verði í sænsku fánalitunum.Góður desember í vændum Verslun dregst þó saman hjá einhverjum íslensku verslananna sl. þrjá mánuði eins og gengur og gerist. Verslunareigendur geta þó verið vongóðir um að desember verði góður þar sem Íslendingar virðast hafa keypt minna af jólagjöfum og jólafötum í utanlandsferðum sínum sl. þrjá mánuði en þeir gerðu í sömu mánuðum í fyrra.Bara byrjunin? Það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun sérstaklega þegar boðaðar tollaniðurfellingar taka gildi um áramótin. Ekki er ósennilegt að þær hafi haft einhver áhrif á minni verslun í H&M og Primark þar sem sumar innlendar verslanir hafa lækkað verð sín nú þegar. Íslendingar ættu því að geta gert góð kaup hér heima næstu misseri og notað utanlandsferðir sínar í annað en að troðfylla ferðatöskurnar af varningi úr H&M.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun