Nýting orkulinda Íslands dregur úr gróðurhúsaáhrifum Hörður Arnarson skrifar 8. desember 2015 07:00 Ísland hefur náð einstökum árangri í notkun á endurnýjanlegri orku við raforkuframleiðslu og húshitun. Um 80% af orkunotkun Íslendinga eru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er árangur sem engin önnur þjóð hefur náð. Þessi auðlind okkar hefur haft mikil áhrif á lífskjör á Íslandi og aukið lífsgæði, m.a. með því að færa okkur ódýrt rafmagn og gera okkur kleift að kynda híbýli okkar eftir þörfum. 80% af raforku á Íslandi eru notuð í iðnað, sem óhjákvæmilega veldur losun gróðurhúsalofttegunda, en á sama tíma hefur aukin notkun áls og kísilmálms jákvæð áhrif á umhverfi. Áliðnaðurinn með því að létta farartæki og kísilmálmur sem framleiðsluefni í sólarrafhlöður. Frá 1990 hefur raforkunotkun í heiminum nálega tvöfaldast. Stærstum hluta aukningarinnar hefur verið mætt með brennslu á kolum og öðru jarðefnaeldsneyti, með mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Gegn þessu þarf að sporna. Hlutur vatnsorku í heiminum minnkað Raforkan á Íslandi er nánast eingöngu unnin með vatnsafli og jarðvarma og sú vinnsla hefur í för með sér margfalt minni losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu en þegar jarðefnaeldsneyti er brennt. Þannig er t.d. losun frá Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) um 0,3% af losun frá kolaorkuveri og um 0,6% ef miðað er við jarðgas. Framleiðsla á áli í heiminum hefur nálega þrefaldast á síðustu 25 árum. Stærstum hluta þessarar aukningar hefur verið mætt með raforku sem unnin er með því að brenna kolum og jarðgasi, einkum í þróunarríkjunum. Síðan 1990 hefur hlutur kola og jarðgass nærri tvöfaldast, á meðan hlutur vatnsorkunnar hefur nærri helmingast. Frá 1990, sem er viðmiðunarár Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur raforkusala á Íslandi til stóriðju rúmlega sexfaldast. Að langstærstum hluta er um að ræða aukna álframleiðslu, en einnig hefur orðið aukning hjá járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og nýr stórkaupandi, Becromal við Akureyri, hefur hafið rekstur. Sex milljónum tonna minni losun Aukin nýting vatnsafls og jarðvarma á Íslandi, í stað orkuframleiðslu með brennslu jarðefna annars staðar, hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Sé miðað við losun gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu í heiminum má færa sterk rök fyrir því að aukning í sölu á rafmagni til stóriðju hér á landi hafi á síðasta ári komið í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur rúmlega sex milljónum tonna af koldíoxíði. Þetta er mun meira en heildarlosun Íslands vegna allrar starfsemi í landinu, heimila, iðnaðar, samgangna, fiskveiða o.s.frv. Árið 2012 var heildarlosunin um 4,5 milljónir tonna. Í Kýótóbókuninni er lögð áhersla á að þjóðir heims nýti endurnýjanlegar orkulindir til að mæta orkuþörf mannkyns. Íslendingar ráða yfir mun meiri slíkum orkulindum en þeir hafa þörf fyrir vegna starfsemi innanlands. Nýting endurnýjanlegra orkulinda Íslands er því ein af leiðunum sem þarf að nota til að ná lokamarkmiði loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Við getum verið stolt af okkar framlagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ísland hefur náð einstökum árangri í notkun á endurnýjanlegri orku við raforkuframleiðslu og húshitun. Um 80% af orkunotkun Íslendinga eru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er árangur sem engin önnur þjóð hefur náð. Þessi auðlind okkar hefur haft mikil áhrif á lífskjör á Íslandi og aukið lífsgæði, m.a. með því að færa okkur ódýrt rafmagn og gera okkur kleift að kynda híbýli okkar eftir þörfum. 80% af raforku á Íslandi eru notuð í iðnað, sem óhjákvæmilega veldur losun gróðurhúsalofttegunda, en á sama tíma hefur aukin notkun áls og kísilmálms jákvæð áhrif á umhverfi. Áliðnaðurinn með því að létta farartæki og kísilmálmur sem framleiðsluefni í sólarrafhlöður. Frá 1990 hefur raforkunotkun í heiminum nálega tvöfaldast. Stærstum hluta aukningarinnar hefur verið mætt með brennslu á kolum og öðru jarðefnaeldsneyti, með mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Gegn þessu þarf að sporna. Hlutur vatnsorku í heiminum minnkað Raforkan á Íslandi er nánast eingöngu unnin með vatnsafli og jarðvarma og sú vinnsla hefur í för með sér margfalt minni losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu en þegar jarðefnaeldsneyti er brennt. Þannig er t.d. losun frá Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) um 0,3% af losun frá kolaorkuveri og um 0,6% ef miðað er við jarðgas. Framleiðsla á áli í heiminum hefur nálega þrefaldast á síðustu 25 árum. Stærstum hluta þessarar aukningar hefur verið mætt með raforku sem unnin er með því að brenna kolum og jarðgasi, einkum í þróunarríkjunum. Síðan 1990 hefur hlutur kola og jarðgass nærri tvöfaldast, á meðan hlutur vatnsorkunnar hefur nærri helmingast. Frá 1990, sem er viðmiðunarár Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur raforkusala á Íslandi til stóriðju rúmlega sexfaldast. Að langstærstum hluta er um að ræða aukna álframleiðslu, en einnig hefur orðið aukning hjá járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og nýr stórkaupandi, Becromal við Akureyri, hefur hafið rekstur. Sex milljónum tonna minni losun Aukin nýting vatnsafls og jarðvarma á Íslandi, í stað orkuframleiðslu með brennslu jarðefna annars staðar, hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Sé miðað við losun gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu í heiminum má færa sterk rök fyrir því að aukning í sölu á rafmagni til stóriðju hér á landi hafi á síðasta ári komið í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur rúmlega sex milljónum tonna af koldíoxíði. Þetta er mun meira en heildarlosun Íslands vegna allrar starfsemi í landinu, heimila, iðnaðar, samgangna, fiskveiða o.s.frv. Árið 2012 var heildarlosunin um 4,5 milljónir tonna. Í Kýótóbókuninni er lögð áhersla á að þjóðir heims nýti endurnýjanlegar orkulindir til að mæta orkuþörf mannkyns. Íslendingar ráða yfir mun meiri slíkum orkulindum en þeir hafa þörf fyrir vegna starfsemi innanlands. Nýting endurnýjanlegra orkulinda Íslands er því ein af leiðunum sem þarf að nota til að ná lokamarkmiði loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Við getum verið stolt af okkar framlagi.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun