Smári snýr aftur Stjórnarmaðurinn skrifar 2. desember 2015 07:00 Áhugavert verður að fylgjast með hvernig Fréttatímanum reiðir af í höndum nýrra eigenda, en hópur undir forystu Gunnars Smára Egilssonar hefur keypt allt hlutafé í rekstrarfélagi miðilsins. Ásamt Gunnari Smára koma að kaupunum sterkir fjárfestar, þeir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári er vissulega frumkvöðull á sviði íslenskrar fjölmiðlunar og sá sem hvað stærstan hlut átti í að gera Fréttablaðið að útbreiddasta og mest lesna dagblaði landsins. Í þetta skiptið mun hann, samhliða því að eiga verulegan hlut í félaginu, einnig starfa sem ritstjóri. Vonandi er fyrir Gunnar Smára og aðra hluthafa að betur verði farið með fé en í tíð hans á forstjórastóli í því félagi sem nú heitir 365 miðlar. Meðal gæluverkefna Gunnars Smára á þeim tíma var hin íslenska CNN stöð, NFS, sem flutti fréttir af engu allan sólarhringinn, Talstöðin, útvarpsstöðin sem aldrei spilaði tónlist með tilheyrandi dagskrárkostnaði, og síðast en ekki síst dönsk útgáfa Fréttablaðsins – Nyhedsavisen. Öll fara þessi verkefni á spjöld sögunnar í íslenskri fjölmiðlun, og þá frekar fyrir fádæma metnað á litlum markaði en arðsemi.Frelsum leigubílstjóra Framsæknir og metnaðarfullir leigubílstjórar hljóta að berjast fyrir því að leigubílaakstur verði gefinn frjáls í landinu. Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem kunna að skipta máli. Ástand sumra bifreiða er vægast sagt lélegt. Gamlir bílar sem skrölta áfram af gömlum vana og anga jafnvel af reykingalykt. Lítið mætti fara úrskeiðis ef til að mynda er ekið eftir Keflavíkurvegi. Síðan getur maður líka dottið í lukkupottinn og lent á spánnýrri bifreið með öllum þægindum. Hvernig má það vera að sama gjald sé greitt fyrir ferðina í báðum tilvikum? Núverandi kerfi leyfir þeim sem eru framúrskarandi ekki að njóta sín og tryggir ekki öryggi farþega. Best væri að afnema úrelt kerfið og láta markaðinn um afganginn. Það hefur gefist vel annars staðar og nægir að nefna Uber í því samhengi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Sjá meira
Áhugavert verður að fylgjast með hvernig Fréttatímanum reiðir af í höndum nýrra eigenda, en hópur undir forystu Gunnars Smára Egilssonar hefur keypt allt hlutafé í rekstrarfélagi miðilsins. Ásamt Gunnari Smára koma að kaupunum sterkir fjárfestar, þeir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári er vissulega frumkvöðull á sviði íslenskrar fjölmiðlunar og sá sem hvað stærstan hlut átti í að gera Fréttablaðið að útbreiddasta og mest lesna dagblaði landsins. Í þetta skiptið mun hann, samhliða því að eiga verulegan hlut í félaginu, einnig starfa sem ritstjóri. Vonandi er fyrir Gunnar Smára og aðra hluthafa að betur verði farið með fé en í tíð hans á forstjórastóli í því félagi sem nú heitir 365 miðlar. Meðal gæluverkefna Gunnars Smára á þeim tíma var hin íslenska CNN stöð, NFS, sem flutti fréttir af engu allan sólarhringinn, Talstöðin, útvarpsstöðin sem aldrei spilaði tónlist með tilheyrandi dagskrárkostnaði, og síðast en ekki síst dönsk útgáfa Fréttablaðsins – Nyhedsavisen. Öll fara þessi verkefni á spjöld sögunnar í íslenskri fjölmiðlun, og þá frekar fyrir fádæma metnað á litlum markaði en arðsemi.Frelsum leigubílstjóra Framsæknir og metnaðarfullir leigubílstjórar hljóta að berjast fyrir því að leigubílaakstur verði gefinn frjáls í landinu. Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem kunna að skipta máli. Ástand sumra bifreiða er vægast sagt lélegt. Gamlir bílar sem skrölta áfram af gömlum vana og anga jafnvel af reykingalykt. Lítið mætti fara úrskeiðis ef til að mynda er ekið eftir Keflavíkurvegi. Síðan getur maður líka dottið í lukkupottinn og lent á spánnýrri bifreið með öllum þægindum. Hvernig má það vera að sama gjald sé greitt fyrir ferðina í báðum tilvikum? Núverandi kerfi leyfir þeim sem eru framúrskarandi ekki að njóta sín og tryggir ekki öryggi farþega. Best væri að afnema úrelt kerfið og láta markaðinn um afganginn. Það hefur gefist vel annars staðar og nægir að nefna Uber í því samhengi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Sjá meira