Búist við miklum fjölda ferðamanna á landinu um jól og áramót Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2015 15:40 Flugeldarnir á áramótunum á Íslandi eru á meðal þess sem trekkir að ferðamenn yfir hátíðirnar. vísir/pjetur Ekkert lát virðist vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar ferðamanna um jól og áramót en undanfarin ár hefur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til landsins yfir hátíðirnar. Gamlárskvöld nýtur ekki síst mikilla vinsælda með öllum sínum brennum og flugeldum og er jafnan krökkt af ferðamönnum við Hallgrímskirkju þegar nýja árið gengur í garð. Að sögn Hildar Ómarsdóttur, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Icelandair Hótela, lítur allt út fyrir að fullbókað verði á hótelunum Hilton Nordica, Reykjavík Marina og Reykjavík Natura um áramótin og þá sé einnig mjög mikið búið að bóka um jólin. Samtals eru 640 herbergi á hótelunum þremur. „Í það heila er desember bara búinn að vera mjög góður og í raun betri en hann hefur verið áður. Þannig að þessi stöðuga aukning er líka að skila sér núna yfir veturinn,“ segir Hildur. Aðspurð hvaðan ferðamennirnir komi segir hún að þeir séu alls staðar úr heiminum en aukin tíðni flugferða til og frá Bandaríkjunum hafi meðal annars skilað sér í fleiri ferðamönnum þaðan.Mun fleiri veitingastaðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld Það gefur auga leið að þjónusta þarf ferðamennina yfir hátíðirnar og með auknum fjölda þeirra eykst til að mynda eftirspurn eftir því að veitingastaðir hafi opið á aðfangadags- og gamlárskvöld. Á heimasíðunni visitreykjavik.is má nálgast lista yfir þá veitingastaði og þau kaffihús sem hafa opið yfir jól og áramót en veitingastaðir hótela eru víða opnir, til dæmis á Hótel Borg og Hótel Sögu. Þá geta ferðamenn líka snætt jólamatinn á skyndibitastöðum eins og Hamborgarbúllunni og Ali Baba. „Við byrjum að setja þennan lista saman strax í september og erum í raun að uppfæra hann alveg fram að jólum þar sem það eru alltaf að bætast við fleiri staðir sem sjá fram á að hafa opið,“ segir Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík. Eins og listinn lítur út þegar þetta er skrifað eru mun fleiri staðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld, eða alls 42 á móti 22.„Stöðugur straumur af fólki“ Einar Bárðarson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Excursions, segir nokkur hundruð manns hafa bókað sig í ferðir hjá fyrirtækinu um jól og áramót. „Það er örlítið minni þjónusta á aðfangadag, það er við erum ekki með ferðir á aðfangadagskvöld, en aðra daga er þetta bara „business as usual““, segir Einar. Hann segist merkja aukningu í fjölda ferðamanna nú í desember. „Maður hélt kannski að það yrði eitthvað aðeins rólegra núna þessar vikur fyrir jól en það er bara stöðugur straumur af fólki,“ segir Einar. Mikil aukning hefur verið síðustu ár í þeim fjölda ferðamanna sem kemur til landsins. Í úttekt Samtaka ferðaþjónustunnar sem kynnt var fyrr í þessum mánuði kom fram að aukningin á þessu ári er 30 prósent frá fyrra ári og áætla samtökin að 1,3 milljónir ferðamanna muni hafa sótt Ísland heim í árslok. Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar ferðamanna um jól og áramót en undanfarin ár hefur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til landsins yfir hátíðirnar. Gamlárskvöld nýtur ekki síst mikilla vinsælda með öllum sínum brennum og flugeldum og er jafnan krökkt af ferðamönnum við Hallgrímskirkju þegar nýja árið gengur í garð. Að sögn Hildar Ómarsdóttur, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Icelandair Hótela, lítur allt út fyrir að fullbókað verði á hótelunum Hilton Nordica, Reykjavík Marina og Reykjavík Natura um áramótin og þá sé einnig mjög mikið búið að bóka um jólin. Samtals eru 640 herbergi á hótelunum þremur. „Í það heila er desember bara búinn að vera mjög góður og í raun betri en hann hefur verið áður. Þannig að þessi stöðuga aukning er líka að skila sér núna yfir veturinn,“ segir Hildur. Aðspurð hvaðan ferðamennirnir komi segir hún að þeir séu alls staðar úr heiminum en aukin tíðni flugferða til og frá Bandaríkjunum hafi meðal annars skilað sér í fleiri ferðamönnum þaðan.Mun fleiri veitingastaðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld Það gefur auga leið að þjónusta þarf ferðamennina yfir hátíðirnar og með auknum fjölda þeirra eykst til að mynda eftirspurn eftir því að veitingastaðir hafi opið á aðfangadags- og gamlárskvöld. Á heimasíðunni visitreykjavik.is má nálgast lista yfir þá veitingastaði og þau kaffihús sem hafa opið yfir jól og áramót en veitingastaðir hótela eru víða opnir, til dæmis á Hótel Borg og Hótel Sögu. Þá geta ferðamenn líka snætt jólamatinn á skyndibitastöðum eins og Hamborgarbúllunni og Ali Baba. „Við byrjum að setja þennan lista saman strax í september og erum í raun að uppfæra hann alveg fram að jólum þar sem það eru alltaf að bætast við fleiri staðir sem sjá fram á að hafa opið,“ segir Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík. Eins og listinn lítur út þegar þetta er skrifað eru mun fleiri staðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld, eða alls 42 á móti 22.„Stöðugur straumur af fólki“ Einar Bárðarson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Excursions, segir nokkur hundruð manns hafa bókað sig í ferðir hjá fyrirtækinu um jól og áramót. „Það er örlítið minni þjónusta á aðfangadag, það er við erum ekki með ferðir á aðfangadagskvöld, en aðra daga er þetta bara „business as usual““, segir Einar. Hann segist merkja aukningu í fjölda ferðamanna nú í desember. „Maður hélt kannski að það yrði eitthvað aðeins rólegra núna þessar vikur fyrir jól en það er bara stöðugur straumur af fólki,“ segir Einar. Mikil aukning hefur verið síðustu ár í þeim fjölda ferðamanna sem kemur til landsins. Í úttekt Samtaka ferðaþjónustunnar sem kynnt var fyrr í þessum mánuði kom fram að aukningin á þessu ári er 30 prósent frá fyrra ári og áætla samtökin að 1,3 milljónir ferðamanna muni hafa sótt Ísland heim í árslok.
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?