Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 10. desember 2015 15:30 Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. „Þetta er það langstærsta sem Gunni hefur farið í. Fari þetta vel þá mun þetta skjóta honum upp á stjörnuhimininn út um allan heim. Hann verður ekki lengur bara frægur í Evrópu heldur líka í Bandaríkjunum og Brasilíu,“ segir Jón Viðar en það er gríðarlega mikið undir hjá báðum köppum enda stefna þeir báðir á heimsmeistaratitilinn.Sjá einnig: Maia: Ég er betri í gólfinu en Gunnar „Ef Gunnar vinnur besta glímumanninn í deildinni þá eru það mjög stór skilaboð frá Gunna og það beint í kjölfarið á sigri á besta boxaranum í deildinni.“ Jón býst við því að Gunni muni láta reyna áfram á boxið gegn Maia enda þurfi hann ekki að verja sig of mikið. „Gunni er nefnilega ekkert hræddur við að fara með honum í gólfið. Gunna langar svo að upplifa að fara í gólfið með honum. Hann mun samt ekki taka neinar áhættur og reynir örugglega að slá hann niður fyrst.“Sjá einnig: Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar var í frábæru formi síðasta sumar, betra formi en áður. Hann segist vera í enn betra formi núna. „Andlegi hlutinn skiptir miklu máli og hann var að vinna með hann í síðasta bardaga. Honum líður mjög vel,“ segir Jón Viðar og bætir við að tapið gegn Rick Story hafi gert Gunnari mjög gott. „Það er stærsti hlutinn af hans breytingu. Hlutirnir voru orðnir of auðveldir fyrir hann. Ef hann tekur þennan og einn til tvo í viðbót þá fær Gunni titilbardaga.“ Jón Viðar segist eðlilega vera stressaður á bardagakvöldunum en líði vel því nær búrinu sem hann er. „Ég hef verið bæði heima og upp við búrið. Því lengra sem ég er frá því stressaðri verð ég.“Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365. MMA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. „Þetta er það langstærsta sem Gunni hefur farið í. Fari þetta vel þá mun þetta skjóta honum upp á stjörnuhimininn út um allan heim. Hann verður ekki lengur bara frægur í Evrópu heldur líka í Bandaríkjunum og Brasilíu,“ segir Jón Viðar en það er gríðarlega mikið undir hjá báðum köppum enda stefna þeir báðir á heimsmeistaratitilinn.Sjá einnig: Maia: Ég er betri í gólfinu en Gunnar „Ef Gunnar vinnur besta glímumanninn í deildinni þá eru það mjög stór skilaboð frá Gunna og það beint í kjölfarið á sigri á besta boxaranum í deildinni.“ Jón býst við því að Gunni muni láta reyna áfram á boxið gegn Maia enda þurfi hann ekki að verja sig of mikið. „Gunni er nefnilega ekkert hræddur við að fara með honum í gólfið. Gunna langar svo að upplifa að fara í gólfið með honum. Hann mun samt ekki taka neinar áhættur og reynir örugglega að slá hann niður fyrst.“Sjá einnig: Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar var í frábæru formi síðasta sumar, betra formi en áður. Hann segist vera í enn betra formi núna. „Andlegi hlutinn skiptir miklu máli og hann var að vinna með hann í síðasta bardaga. Honum líður mjög vel,“ segir Jón Viðar og bætir við að tapið gegn Rick Story hafi gert Gunnari mjög gott. „Það er stærsti hlutinn af hans breytingu. Hlutirnir voru orðnir of auðveldir fyrir hann. Ef hann tekur þennan og einn til tvo í viðbót þá fær Gunni titilbardaga.“ Jón Viðar segist eðlilega vera stressaður á bardagakvöldunum en líði vel því nær búrinu sem hann er. „Ég hef verið bæði heima og upp við búrið. Því lengra sem ég er frá því stressaðri verð ég.“Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365.
MMA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Sjá meira