Jólagjafir bankanna: Bluetooth-hátalarar, peningar og úlpur sem sumir reyndu að selja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. desember 2015 14:16 Fjárfesting bankanna í nýsköpun nemur milljörðum. Vísir/Vilhelm Starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu enga jólabónusa í ár en þó fínustu jólagjafir. Þá gat starfsfólk Símans valið á milli góðra kosta og starfsfólk Samherja í landvinnslu fékk 250 þúsund krónur í jólabónus. Vísir greindi frá því í desember að stóru bankarnir þrír myndu ekki greiða út neinn jólabónus þetta árið. Starfsfólk Íslandsbanka fékk þó 45 þúsund krónur í jólagjöf og Bose-bluetooth hátalara. Starfsfólk Arion-banka fékk Ingþórs-úlpu í jólagjöf. Einhverjir starfsmenn bankans virðast þó hafa átt góða úlpu fyrir þar sem eitthvað bar á því að úlpurnar voru auglýstar til endursölu á Bland. Í Landsbankanum voru starfsmenn gladdir með bluetooth-hátölurunum og veglegri gjafakörfu þar sem mátti finna skinku, lax, súkkulaði og fleira góðgæti. Ingþórs-úlpan sem starfsmenn Arion-banka fengu að gjöf. Dýrari jólagjöf hjá Samherja en HB Granda Starfsfólk Símans gat valið úr gjöfum og kom meðal annars til greina miði á tónlistarhátíðina Sonar og 35 þúsund króna inneign í 66°Norður. Starfsmenn Samherja fengu 200 þúsund krónur í jólauppbót og matarkörfu upp á tæpar 100 þúsund krónur. Starfsmenn hjá HB Granda fengu 35 þúsund krónur auk þess sem starfsmenn fóru meðal annars saman á jólatónleika Siggu Beinteins.Sjá einnig:HB Grandi borgar ekkert og Samherji skerðir greiðslur Starfsmenn Landspítalans, stærstu starfstöðvar landsins, fengu gjafabréf fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Þá fengu liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands matarkörfu í jólagjöf. Morgunblaðið gaf sínu starfsfólki fimmtán þúsund króna gjafabréf. Starfsmenn Vefpressunnar sem rekur meðal annars DV fengu 40 þúsund króna gjafabréf hjá Kosti. Þá fékk starfsfólk RÚV gjafakörfu úr Ostabúðinni. Starfsfólk 365 fékk tíu þúsund króna gjafabréf í jólagjöf.UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að starfsmenn Arion-banka hefðu fengið Eyþórs-úlpu. Hún er helmingi ódýrari en Ingþórs-úlpan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu enga jólabónusa í ár en þó fínustu jólagjafir. Þá gat starfsfólk Símans valið á milli góðra kosta og starfsfólk Samherja í landvinnslu fékk 250 þúsund krónur í jólabónus. Vísir greindi frá því í desember að stóru bankarnir þrír myndu ekki greiða út neinn jólabónus þetta árið. Starfsfólk Íslandsbanka fékk þó 45 þúsund krónur í jólagjöf og Bose-bluetooth hátalara. Starfsfólk Arion-banka fékk Ingþórs-úlpu í jólagjöf. Einhverjir starfsmenn bankans virðast þó hafa átt góða úlpu fyrir þar sem eitthvað bar á því að úlpurnar voru auglýstar til endursölu á Bland. Í Landsbankanum voru starfsmenn gladdir með bluetooth-hátölurunum og veglegri gjafakörfu þar sem mátti finna skinku, lax, súkkulaði og fleira góðgæti. Ingþórs-úlpan sem starfsmenn Arion-banka fengu að gjöf. Dýrari jólagjöf hjá Samherja en HB Granda Starfsfólk Símans gat valið úr gjöfum og kom meðal annars til greina miði á tónlistarhátíðina Sonar og 35 þúsund króna inneign í 66°Norður. Starfsmenn Samherja fengu 200 þúsund krónur í jólauppbót og matarkörfu upp á tæpar 100 þúsund krónur. Starfsmenn hjá HB Granda fengu 35 þúsund krónur auk þess sem starfsmenn fóru meðal annars saman á jólatónleika Siggu Beinteins.Sjá einnig:HB Grandi borgar ekkert og Samherji skerðir greiðslur Starfsmenn Landspítalans, stærstu starfstöðvar landsins, fengu gjafabréf fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Þá fengu liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands matarkörfu í jólagjöf. Morgunblaðið gaf sínu starfsfólki fimmtán þúsund króna gjafabréf. Starfsmenn Vefpressunnar sem rekur meðal annars DV fengu 40 þúsund króna gjafabréf hjá Kosti. Þá fékk starfsfólk RÚV gjafakörfu úr Ostabúðinni. Starfsfólk 365 fékk tíu þúsund króna gjafabréf í jólagjöf.UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að starfsmenn Arion-banka hefðu fengið Eyþórs-úlpu. Hún er helmingi ódýrari en Ingþórs-úlpan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00