Einmanaleiki og einangrun er versti óvinur ellinnar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. desember 2015 07:00 Í amstri og stressi, ekki síst um jólahátíðina, skapast viss hætta á að gamalt fólk gleymist. Hér er átt við fólkið sem vegna aldurs og lasleika kemst ekki ferða sinna eins auðveldlega og áður. Margir eldri borgarar búa einir en aðrir búa á stofnunum. Sem betur fer njóta langflestir þeirra góðrar umönnunar starfsmanna og flestir eiga fjölskyldumeðlimi sem heimsækja þá með reglubundnum hætti.Hlúum vel að eldri borgurum Aðstæður eldri borgara geta verið afar ólíkar. Eldri borgarar sem eiga erfiðast eru þeir sem eru einangraðir og einmana. Þeir sem búa á hjúkrunarheimilum hafa þó félagsskap af sambýlis- og starfsfólkinu. Stundum er nánum ættingjum ekki fyrir að fara en í sumum tilfellum koma þeir, af einhverjum orsökum, einfaldlega ekki í heimsókn. Eldri borgarar sem misst hafa maka sína á árinu eiga sérlega erfitt nú fyrstu jólin eftir missinn. Viðbrigðin eru í mörgum tilfellum átakanleg þegar fólk hefur t.a.m. átt samleið áratugum saman. Þeir sem vinna við að hlúa að eldra fólki eru alla jafna afar næmir á líðan þess og þarfir. Lífshlaupið hefur verið mismunandi eins og gengur og gerist. Fólk sem hefur mætt miklum mótbyr á lífsleiðinni getur verið meyrt og viðkvæmt. Á erfiðum tímum skiptir miklu máli að hafa einhvern hjá sér sem hlustar. Gott faðmlag eða þétt handtak getur gert kraftaverk. Hvort sem um er að ræða unga eða aldna er samvera og nánd iðulega mikilvægasta leiðarljósið. Gott er að hafa í huga að með hvatningu, hrósi, og gleði má iðulega fá brosin til að breikka og glampa í augunum til að skína skærar. Öll getum við án efa lagt eitthvað af mörkum til að sjá til þess að eldri borgararnir í fjölskyldum okkar eigi sem flestar ánægjulegar stundir, geti notið ævidaganna í öryggi og jákvæðu andrúmslofti þar sem það finnur sig velkomið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í amstri og stressi, ekki síst um jólahátíðina, skapast viss hætta á að gamalt fólk gleymist. Hér er átt við fólkið sem vegna aldurs og lasleika kemst ekki ferða sinna eins auðveldlega og áður. Margir eldri borgarar búa einir en aðrir búa á stofnunum. Sem betur fer njóta langflestir þeirra góðrar umönnunar starfsmanna og flestir eiga fjölskyldumeðlimi sem heimsækja þá með reglubundnum hætti.Hlúum vel að eldri borgurum Aðstæður eldri borgara geta verið afar ólíkar. Eldri borgarar sem eiga erfiðast eru þeir sem eru einangraðir og einmana. Þeir sem búa á hjúkrunarheimilum hafa þó félagsskap af sambýlis- og starfsfólkinu. Stundum er nánum ættingjum ekki fyrir að fara en í sumum tilfellum koma þeir, af einhverjum orsökum, einfaldlega ekki í heimsókn. Eldri borgarar sem misst hafa maka sína á árinu eiga sérlega erfitt nú fyrstu jólin eftir missinn. Viðbrigðin eru í mörgum tilfellum átakanleg þegar fólk hefur t.a.m. átt samleið áratugum saman. Þeir sem vinna við að hlúa að eldra fólki eru alla jafna afar næmir á líðan þess og þarfir. Lífshlaupið hefur verið mismunandi eins og gengur og gerist. Fólk sem hefur mætt miklum mótbyr á lífsleiðinni getur verið meyrt og viðkvæmt. Á erfiðum tímum skiptir miklu máli að hafa einhvern hjá sér sem hlustar. Gott faðmlag eða þétt handtak getur gert kraftaverk. Hvort sem um er að ræða unga eða aldna er samvera og nánd iðulega mikilvægasta leiðarljósið. Gott er að hafa í huga að með hvatningu, hrósi, og gleði má iðulega fá brosin til að breikka og glampa í augunum til að skína skærar. Öll getum við án efa lagt eitthvað af mörkum til að sjá til þess að eldri borgararnir í fjölskyldum okkar eigi sem flestar ánægjulegar stundir, geti notið ævidaganna í öryggi og jákvæðu andrúmslofti þar sem það finnur sig velkomið.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar