Milljón flóttamenn komnir til Evrópu Guðsteinn Bjarnasson skrifar 23. desember 2015 06:00 Flóttafólk kemur til Aþenu í Grikklandi frá eyjunum Lesbos og Kíos, þangað sem fólkið sigldi frá Tyrklandi. Nordicphotos/AFP Á þessu ári hefur meira en milljón flóttamanna komið til Evrópu. Frá þessu skýra bæði Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Alþjóðastofnun um farandfólk (IOM) í sameiginlegri fréttatilkynningu. Þann 21. desember voru 972.500 komnir sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið en 34.000 landleiðina frá Tyrklandi yfir til Búlgaríu eða Grikklands. Samtals er ein milljón manns eitthvað um það bil 0,2 prósent af heildaríbúafjölda aðildarríkja Evrópusambandsins, eða tæplega 0,15 prósent af íbúafjölda allra Evrópuríkja samtals. Til samanburðar má einnig nefna að í Tyrklandi einu eru um það bil 2,2 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi og í Líbanon er um 1,1 milljón sýrlenskra flóttamanna. Flestir þeirra sem komnir eru til Evrópu fóru sjóleiðina, eða meira en 800 þúsund manns, hafa ferðast yfir Eyjahafið frá Tyrklandi til Grikklands. Um 150 þúsund fóru hins vegar lengri sjóleiðina frá norðanverðri Afríku yfir til Ítalíu. Nærri helmingurinn, um hálf milljón manns, er kominn frá Sýrlandi, um það bil 200 þúsund frá Afganistan og um 70 þúsund frá Írak. Alls er talið að nærri 4.000 manns hafi drukknað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið, eða er að minnsta kosti enn saknað. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunarinnar, bendir á að flóttafólkið hafi margt mikilvægt fram að færa í þeim löndum, sem það flytur til. „Nú þegar andúð á útlendingum fer vaxandi sums staðar, þá er mikilvægt að átta sig á því góða framlagi sem flóttafólk og farandfólk kemur með til samfélagsins sem það býr í,“ er haft eftir Guterres í tilkynningu frá UNHCR. Flóttamenn Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Á þessu ári hefur meira en milljón flóttamanna komið til Evrópu. Frá þessu skýra bæði Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Alþjóðastofnun um farandfólk (IOM) í sameiginlegri fréttatilkynningu. Þann 21. desember voru 972.500 komnir sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið en 34.000 landleiðina frá Tyrklandi yfir til Búlgaríu eða Grikklands. Samtals er ein milljón manns eitthvað um það bil 0,2 prósent af heildaríbúafjölda aðildarríkja Evrópusambandsins, eða tæplega 0,15 prósent af íbúafjölda allra Evrópuríkja samtals. Til samanburðar má einnig nefna að í Tyrklandi einu eru um það bil 2,2 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi og í Líbanon er um 1,1 milljón sýrlenskra flóttamanna. Flestir þeirra sem komnir eru til Evrópu fóru sjóleiðina, eða meira en 800 þúsund manns, hafa ferðast yfir Eyjahafið frá Tyrklandi til Grikklands. Um 150 þúsund fóru hins vegar lengri sjóleiðina frá norðanverðri Afríku yfir til Ítalíu. Nærri helmingurinn, um hálf milljón manns, er kominn frá Sýrlandi, um það bil 200 þúsund frá Afganistan og um 70 þúsund frá Írak. Alls er talið að nærri 4.000 manns hafi drukknað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið, eða er að minnsta kosti enn saknað. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunarinnar, bendir á að flóttafólkið hafi margt mikilvægt fram að færa í þeim löndum, sem það flytur til. „Nú þegar andúð á útlendingum fer vaxandi sums staðar, þá er mikilvægt að átta sig á því góða framlagi sem flóttafólk og farandfólk kemur með til samfélagsins sem það býr í,“ er haft eftir Guterres í tilkynningu frá UNHCR.
Flóttamenn Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira