Göngulag mörgæsar þykir góð hálkuvörn Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. desember 2015 07:00 Norðmenn ráðleggja ferðamönnum að ganga eins og mörgæs þegar hálka er. Þá gangi manni betur að fóta sig. VÍSIR/ANTON BRINK Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað á slysadeild Landspítalans á hverjum degi undanfarnar vikur eftir að hafa misst fótanna og dottið í hálku á gangstéttum, bílastæðum og götum borgarinnar.Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs Landspítala„Þetta er ekki óvanalegt þegar það er hálka,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs spítalans. Hún getur þess að áverkarnir séu beinbrot og tognanir. Til að skella ekki á svellbunka er því um að gera að fara gætilega. Heilbrigðisstarfsmenn hafa mælt með notkun hálkuvarna. Á vef sænska sjónvarpsins er haft eftir prófessor við sjúkraþjálfaradeild Háskólans í Umeå í Svíþjóð, Lillemor Lundin-Olsson, að nota eigi brodda þegar mikil hálka er. Prófessorinn, sem hefur sérhæft sig í að fyrirbyggja slys vegna hrösunar, varar þó við notkun hálkuvarna sem einungis eru með brodda fremst undir fætinum. Að mati Lundin-Olsson er slík hálkuvörn beinlínis hættuleg. Hún kveðst ekki styðjast við neinar rannsóknir, heldur vitneskjuna um hvernig maður gengur yfirleitt en þá stígi maður fyrst niður með hælnum. Annað hvort eigi að nota brodda sem ná undir allan skósólann eða brodda undir hælnum. Á norska túristavefnum „Where in Oslo“ eru leiðbeiningar fyrir ferðamenn og þá sem eru nýfluttir til Noregs um hvernig eigi að ganga í hálku. Mælt er með því að ganga eins og mörgæs. Þá gangi manni betur að fóta sig. Þetta snúist um að halda þyngdarpunkti líkamans yfir fremra fæti.NORIDPHOTOS/AFPLundin-Olsson segir í viðtalinu við sænska sjónvarpið að mörgæsagöngulagið virki vel. Maður þurfi jafnframt að gæta þess að hafa nægan tíma þannig að maður geti gengið rólega eins og mörgæs. Að sögn prófessorsins er einnig skynsamlegt að taka styttri skref en venjulega, beygja hnén örlítið og stíga til jarðar með öllum fætinum. Skyldi maður vera svo óheppinn að hrasa á maður að anda rólega en ekki rjúka strax á fætur eins og sumir gera þegar einhver hefur orðið vitni að fallinu. Þá er nefnilega hætta á að mann svimi með þeim afleiðingum að maður dettur aftur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað á slysadeild Landspítalans á hverjum degi undanfarnar vikur eftir að hafa misst fótanna og dottið í hálku á gangstéttum, bílastæðum og götum borgarinnar.Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs Landspítala„Þetta er ekki óvanalegt þegar það er hálka,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs spítalans. Hún getur þess að áverkarnir séu beinbrot og tognanir. Til að skella ekki á svellbunka er því um að gera að fara gætilega. Heilbrigðisstarfsmenn hafa mælt með notkun hálkuvarna. Á vef sænska sjónvarpsins er haft eftir prófessor við sjúkraþjálfaradeild Háskólans í Umeå í Svíþjóð, Lillemor Lundin-Olsson, að nota eigi brodda þegar mikil hálka er. Prófessorinn, sem hefur sérhæft sig í að fyrirbyggja slys vegna hrösunar, varar þó við notkun hálkuvarna sem einungis eru með brodda fremst undir fætinum. Að mati Lundin-Olsson er slík hálkuvörn beinlínis hættuleg. Hún kveðst ekki styðjast við neinar rannsóknir, heldur vitneskjuna um hvernig maður gengur yfirleitt en þá stígi maður fyrst niður með hælnum. Annað hvort eigi að nota brodda sem ná undir allan skósólann eða brodda undir hælnum. Á norska túristavefnum „Where in Oslo“ eru leiðbeiningar fyrir ferðamenn og þá sem eru nýfluttir til Noregs um hvernig eigi að ganga í hálku. Mælt er með því að ganga eins og mörgæs. Þá gangi manni betur að fóta sig. Þetta snúist um að halda þyngdarpunkti líkamans yfir fremra fæti.NORIDPHOTOS/AFPLundin-Olsson segir í viðtalinu við sænska sjónvarpið að mörgæsagöngulagið virki vel. Maður þurfi jafnframt að gæta þess að hafa nægan tíma þannig að maður geti gengið rólega eins og mörgæs. Að sögn prófessorsins er einnig skynsamlegt að taka styttri skref en venjulega, beygja hnén örlítið og stíga til jarðar með öllum fætinum. Skyldi maður vera svo óheppinn að hrasa á maður að anda rólega en ekki rjúka strax á fætur eins og sumir gera þegar einhver hefur orðið vitni að fallinu. Þá er nefnilega hætta á að mann svimi með þeim afleiðingum að maður dettur aftur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira