Hvað ætla þeir sér? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 16. janúar 2015 07:00 Ætlar ríkisstjórnin að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu? Í yfirlýsingu sem forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu ásamt fulltrúum lækna er boðuð „heildstæð skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins“ og möguleiki á fjölbreyttari rekstrarformum. Margir óttast að verið sé að boða aukinn einkarekstur. Andstaða við aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins er almenn hér á landi. Í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar frá apríl 2013 vildu rúmlega 80% aðspurðra að rekstur heilbrigðisþjónustu væri fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Margir fræðimenn hafa bent á að einkaframkvæmd auki frekar en ekki heildarkostnaðinn við heilbrigðisþjónustuna vegna arðgreiðslna, hás stjórnunarkostnaðar, aukins eftirlitskostnaðar, ósveigjanleika í þjónustusamningum og ósamhæfðrar og ósamfelldrar þjónustu. Í viðtali vefblaðsins Skástriksins haustið 2013 var forsætisráðherra spurður hvort til stæði að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Hann taldi vinstriflokkana vera að beita pólitískri taktík til að mála upp mynd af ríkisstjórn hans sem hægristjórn. Hann benti á að enginn áhugi væri fyrir því almennt í íslenskum stjórnmálum að ráðast í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Í viðtali við Ísland í dag þann 12. janúar sl. var fjármálaráðherra spurður að því hvort auka ætti vægi einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði að áfram ætti að leitast við að tryggja hámarksnýtingu á því fé sem sett væri í heilbrigðiskerfið. Ef það næðist með einkarekstri á einhverjum sviðum „þá erum við reiðubúin til að gera það“. Ég vil benda fjármálaráðherra á að útgjöld á íbúa til heilbrigðismála á Íslandi ná vart meðaltalinu innan OECD. Öll Norðurlöndin eru með hærri útgjöld en við og það ríki sem er með langhæst hlutfall einkarekstrar, Bandaríkin, er jafnframt með langhæstu útgjöldin. Samt eru um 48 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistrygginga. Á Íslandi ríkir samstaða um að efla þurfi heilbrigðiskerfið. Augljósasta leiðin til þess er að auka fjárframlög ríkisins til kerfisins, sérstaklega heilsugæslu og sjúkrahúsa. Frekari einkarekstur bætir ekki kerfið og nýtur ekki almenns stuðnings. Er forsætisráðherra búinn að skipta um skoðun? Verður einkavæðing skilyrði aukinna útgjalda í heilbrigðismálum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ætlar ríkisstjórnin að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu? Í yfirlýsingu sem forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu ásamt fulltrúum lækna er boðuð „heildstæð skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins“ og möguleiki á fjölbreyttari rekstrarformum. Margir óttast að verið sé að boða aukinn einkarekstur. Andstaða við aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins er almenn hér á landi. Í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar frá apríl 2013 vildu rúmlega 80% aðspurðra að rekstur heilbrigðisþjónustu væri fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Margir fræðimenn hafa bent á að einkaframkvæmd auki frekar en ekki heildarkostnaðinn við heilbrigðisþjónustuna vegna arðgreiðslna, hás stjórnunarkostnaðar, aukins eftirlitskostnaðar, ósveigjanleika í þjónustusamningum og ósamhæfðrar og ósamfelldrar þjónustu. Í viðtali vefblaðsins Skástriksins haustið 2013 var forsætisráðherra spurður hvort til stæði að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Hann taldi vinstriflokkana vera að beita pólitískri taktík til að mála upp mynd af ríkisstjórn hans sem hægristjórn. Hann benti á að enginn áhugi væri fyrir því almennt í íslenskum stjórnmálum að ráðast í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Í viðtali við Ísland í dag þann 12. janúar sl. var fjármálaráðherra spurður að því hvort auka ætti vægi einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði að áfram ætti að leitast við að tryggja hámarksnýtingu á því fé sem sett væri í heilbrigðiskerfið. Ef það næðist með einkarekstri á einhverjum sviðum „þá erum við reiðubúin til að gera það“. Ég vil benda fjármálaráðherra á að útgjöld á íbúa til heilbrigðismála á Íslandi ná vart meðaltalinu innan OECD. Öll Norðurlöndin eru með hærri útgjöld en við og það ríki sem er með langhæst hlutfall einkarekstrar, Bandaríkin, er jafnframt með langhæstu útgjöldin. Samt eru um 48 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistrygginga. Á Íslandi ríkir samstaða um að efla þurfi heilbrigðiskerfið. Augljósasta leiðin til þess er að auka fjárframlög ríkisins til kerfisins, sérstaklega heilsugæslu og sjúkrahúsa. Frekari einkarekstur bætir ekki kerfið og nýtur ekki almenns stuðnings. Er forsætisráðherra búinn að skipta um skoðun? Verður einkavæðing skilyrði aukinna útgjalda í heilbrigðismálum?
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar