
Lægstbjóðandi mannúðar
Það þarf ekki MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta allt saman. En þarf kannski MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta ekki?
Þau hlustuðu ekki
Það var augljóslega misráðið að fela Strætó að annast ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Fólkið sem fyrir þessu stóð hafði að engu varnaðarorð fatlaðra og annarra sem þjónustunni tengdust. Þegar maður hlustar ekki á einhvern er það vegna þess að maður telur að viðkomandi hafi ekkert að segja manni. Maður virðir ekki viðkomandi; maður telur sig vita betur. Fólkið sem stýrir Strætó virðist hafa talið það létt verk og löðurmannlegt að bæta á sig þessum flutningum; það vanmat hrapallega umfang verksins, virðist hreinlega ekki hafa haft fyrir því að setja sig inn í það áður en hafist var handa. Virðist ekki einu sinni hafa ómakað sig við að lesa skýrslur þar sem varað var við því sem seinna kom á daginn. Þetta sýnir ákveðið viðhorf til þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta – og þess úrlausnarefnis sem fyrir liggur.
Engu er líkara en að forsvarsmenn Strætó hafi litið á þetta eingöngu sem tæknilegt úrlausnarefni fremur en þátt í umönnunarstörfum þar sem reynir á hæfni í mannlegum samskiptum við ólíkt fólk með ólíkar þarfir; fólk sem á það sameiginlegt að eiga vegna fötlunar erfitt með að fara ferða sinna en er að öðru leyti ýmislegt og alls konar.
Þegar kvartanir tóku að berast frá notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra fötluðu einstaklinga sem ekki gátu tjáð sig sjálfir var eins og forsvarsmenn Strætó tækju þetta ekki fyllilega alvarlega, litu ekki á notendur þjónustunnar sem fullgilda borgara samfélagsins; það var eins og þeir ypptu öxlum og segðu með ögn pirruðu brosi: Við erum að ná tökum á þessu, þetta er allt að koma. Svona-svona.
Kvartanirnar snerust um óstundvísi, viðmót, klunnaskap og kunnáttuleysi; farið var með fólk á ranga staði og það skilið eftir; fólk var ekki sótt; fólk var látið bíða; allir sem tjá sig virðast sammála um rándýrt og óskilvirkt tölvukerfi sem leysti af skilvirkt tölvukerfi; að sögn sérhannað til pakkaflutninga.
Arfurinn
Ráðdeildin var hins vegar öllu meiri þegar kom að sjálfum flutningunum: þá var verkið boðið út og svo fengið lægstbjóðanda. Undirverktakar undirverktaka. Slíkt kann að eiga við stundum, til dæmis þegar kemur að því að flytja pakka eða standa í einföldum verklegum framkvæmdum þar sem ekki reynir endilega á vandvirkni – en ekki í umönnunarstörfum þar sem jafnvel reynir á vissa sérhæfni.
Lægstbjóðendur eiga aldrei að koma nærri þjónustu við lifandi manneskjur. Sé eitthvað sem við Íslendingar eigum að geta lært af sögunni er það þetta. Og það gildir um heilbrigðismál, menntamál, umönnunarstörf – og þrif á spítölum.
Um aldir viðgekkst hér það fyrirkomulag að framfærsla á eignalausu og umkomulausu fólki – hreppsómögunum svonefndu – var boðin upp innan sveitarinnar og fengin þeim sem bauðst til að sjá fyrir viðkomandi fyrir lægstu upphæðina, sem svo var reidd fram úr sameiginlegum sjóðum. Ýmsar átakanlegar frásagnir eigum við af hlutskipti þeirra sem í þessu lentu og fengu fært í orð, þó að auðvitað séu líka til undantekningar í þessu eins og öðru, og gott fólk til á öllum tímum. En þetta var lægstbjóðandakerfi og ýtti undir vanrækslu og nísku. Því fylgdi viss sýn á það fólk sem stóð höllum fæti, var ekki „sjálfs sín“; og í íslensku bændasamfélagi voru þau reyndar æði mörg sem ekki fengu að njóta sín og gáfna sinna út af vistarbandi og öðrum aðferðum til að hamla því að hægt væri að flytja í þéttbýli og hefja þar nýtt líf.
Þetta er líka arfur okkar Íslendinga; ekki bara víkingar sem stóðu í stafni og valkyrjur sem flugu um nætur í svanalíki að kjósa mönnum örlög. Ekki bara duglegir sjósóknarar sem höfðu ráð undir rifi hverju og sjálfstæðar og sterkar konur sem öllu stjórnuðu heima. Líka þetta. Og stundum er eins og eimi eftir af einhverjum hugsunarhætti þegar kemur að umönnun við aldna og sjúka. Við höfum fyrst og fremst falið einkaaðilum, sjálfseignarstofnunum, að annast um aldrað fólk og nú er Fréttablaðið farið að segja okkur sögur af því hvernig til tekst sums staðar í þeim efnum, og eru skelfilegar margar. Þær vitna um afleiðingar lægstbjóðandastefnunnar í mannúðarmálum.
Skoðun

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar

Venjuleg kona úr Hveragerði
Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Guðrún Hafsteins er leiðtogi
Eiður Welding skrifar

Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf
Hópur iðnaðarmanna skrifar

Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur
Kristín María Thoroddsen skrifar

Herleysið er okkar vörn
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar

Raddir, kyn og kassar
Linda Björk Markúsardóttir skrifar

Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun
Helga Gísladóttir skrifar

Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Rödd friðar á móti sterkum her
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Leiðtogi nýrra tíma
Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar

Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair?
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir
Erna Bjarnadóttir skrifar

Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza
Kristján Þór Sigurðsson skrifar