Skoðanir barna og ungmenna skipta máli Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Ég hef fengið það hlutverk að vera einn af talsmönnum barna á Alþingi ásamt þingmönnum úr öllum flokkum er sæti eiga á Alþingi. Hlutverk okkar er fyrst og fremst að huga að áhrifum allra mála sem þingið fjallar um á börn og ungmenni. Hópurinn var formlega stofnaður fyrir tilstuðlan UNICEF, Barnaheilla og Umboðsmanns barna, á 25 ára afmælishátíð Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Laugalækjarskóla þann 20. nóvember í fyrra. Fyrsta verk hópsins var að sitja námskeið um Barnasáttmálann og í framhaldi af því var lögð fram þingsályktunartillaga um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna. Hún er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd og fæst vonandi samþykkt í vor. Nýlega héldu átta ungmenni á aldrinum 14–18 ára úr ungmennaráðum ásamt fulltrúum Unicef, Barnaheillum og umboðsmanni barna fund með fulltrúum velferðarnefndar Alþingis. Meðal þess sem þau lögðu áherslu á var þátttaka og réttindi barna og þar ræddu þau meðal annars um 12. grein barnasáttmálans og mikilvægi þess að fullorðnir hlusti á börn og ungmenni. Þau ræddu líka skólakerfið og menntun í víðari skilningi en þar lögðu þau m.a. áherslu á að öll börn fengju skólamáltíðir óháð fjárhag foreldra, og velferðarmál þar sem þau lögðu áherslu á geðheilbrigðismál. Loks ræddu þau birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum og mikilvægi forvarna tengdra því og einnig hvaða áhrif fátækt hefur á börn, m.a. möguleika þeirra til náms og tómstunda. Fundurinn, sem sendur var út í beinni útsendingu og finna má á heimasíðu Alþingis, var í alla staði frábær og ljóst að ekki þarf að kvíða framtíðinni með svo sköruleg ungmenni. Segja má að allflest mál varði börn og ungmenni með einhverjum hætti og því mikilvægt að hafa þau með í ráðum enda búa þau yfir verðmætum upplýsingum og reynslu. Það er líka hlutverk okkar fullorðnu að hvetja þau og efla gagnrýna hugsun. Því vil ég hvetja sveitarstjórnir og alþingismenn til að leita álits hjá ungmennaráðum um sem flest mál og víkka þar með sjóndeildarhring okkar fullorðnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Ég hef fengið það hlutverk að vera einn af talsmönnum barna á Alþingi ásamt þingmönnum úr öllum flokkum er sæti eiga á Alþingi. Hlutverk okkar er fyrst og fremst að huga að áhrifum allra mála sem þingið fjallar um á börn og ungmenni. Hópurinn var formlega stofnaður fyrir tilstuðlan UNICEF, Barnaheilla og Umboðsmanns barna, á 25 ára afmælishátíð Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Laugalækjarskóla þann 20. nóvember í fyrra. Fyrsta verk hópsins var að sitja námskeið um Barnasáttmálann og í framhaldi af því var lögð fram þingsályktunartillaga um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna. Hún er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd og fæst vonandi samþykkt í vor. Nýlega héldu átta ungmenni á aldrinum 14–18 ára úr ungmennaráðum ásamt fulltrúum Unicef, Barnaheillum og umboðsmanni barna fund með fulltrúum velferðarnefndar Alþingis. Meðal þess sem þau lögðu áherslu á var þátttaka og réttindi barna og þar ræddu þau meðal annars um 12. grein barnasáttmálans og mikilvægi þess að fullorðnir hlusti á börn og ungmenni. Þau ræddu líka skólakerfið og menntun í víðari skilningi en þar lögðu þau m.a. áherslu á að öll börn fengju skólamáltíðir óháð fjárhag foreldra, og velferðarmál þar sem þau lögðu áherslu á geðheilbrigðismál. Loks ræddu þau birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum og mikilvægi forvarna tengdra því og einnig hvaða áhrif fátækt hefur á börn, m.a. möguleika þeirra til náms og tómstunda. Fundurinn, sem sendur var út í beinni útsendingu og finna má á heimasíðu Alþingis, var í alla staði frábær og ljóst að ekki þarf að kvíða framtíðinni með svo sköruleg ungmenni. Segja má að allflest mál varði börn og ungmenni með einhverjum hætti og því mikilvægt að hafa þau með í ráðum enda búa þau yfir verðmætum upplýsingum og reynslu. Það er líka hlutverk okkar fullorðnu að hvetja þau og efla gagnrýna hugsun. Því vil ég hvetja sveitarstjórnir og alþingismenn til að leita álits hjá ungmennaráðum um sem flest mál og víkka þar með sjóndeildarhring okkar fullorðnu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun