Erum við í ruglinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Ég er borgarfulltrúi í Reykjavík og við í meirihlutanum í borgarstjórn berum ábyrgð á mörgum umdeildum ákvörðunum. Í tengslum við breytingar á götum erum við oft sökuð um að vera í ruglinu. Nú er verið að skoða þann möguleika að breyta Grensásveginum milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Hugmyndin er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og koma fyrir hjólareinum. Tilurð þessara hugmyndar má rekja til óska frá íbúum sem kvartað hafa undan hraðri umferð á þessum götubút sem sker skóla- og frístundahverfi. Umferðartalningar sýna skýrt að ekki er þörf á fjórum akreinum þarna og sólarhringsumferð er langt undir þeim viðmiðum sem við notum. Þessa hugmynd má gagnrýna og það er gott að fá fram gagnrýni sem vonandi og örugglega forðar okkur frá því að fara í vanhugsaða framkvæmd. Að því sögðu þá held ég að við verðum að staldra við og hugsa, hvað er vanhugsuð eða misheppnuð framkvæmd og hvað er velheppnuð framkvæmd? Í umræðunni um Grensásveginn hafa þær breytingar sem gerðar voru í Borgartúninu nokkuð oft verið nefndar og það sem hefur stungið mig er þegar bent er á Borgartúnið sem víti til varnaðar og Borgartúnið dæmt misheppnað. Ég er nefnilega á því að Borgartúnið hafi heppnast mjög vel. Öll þau markmið sem farið var af stað með hafa náðst. Strætófarþegum hefur fjölgað um 17% í götunni – mesta aukning í öllu strætókerfinu. Hjólandi hefur fjölgað um 220% – sem er algjör sprenging og langt umfram meðaltalið í borginni. Fótgangandi í nágrenninu hefur fjölgað úr 19% í 23% og umferðaröryggi er stórbætt. Ekki hafa orðið slys á gangandi eða hjólandi en slíkt var nær árlegur viðburður fyrir breytingar. Umferð einkabíla er nokkuð svipuð og áður, ný bankaútibú hafa opnað sem og nýtt kaffihús sem slegið hefur í gegn. Óhætt er að segja að gatan blómstri. Ég segi því – vonandi munu breytingar á Grensásvegi skila okkur svipuðum árangri og breytingarnar í Borgartúni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég er borgarfulltrúi í Reykjavík og við í meirihlutanum í borgarstjórn berum ábyrgð á mörgum umdeildum ákvörðunum. Í tengslum við breytingar á götum erum við oft sökuð um að vera í ruglinu. Nú er verið að skoða þann möguleika að breyta Grensásveginum milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Hugmyndin er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og koma fyrir hjólareinum. Tilurð þessara hugmyndar má rekja til óska frá íbúum sem kvartað hafa undan hraðri umferð á þessum götubút sem sker skóla- og frístundahverfi. Umferðartalningar sýna skýrt að ekki er þörf á fjórum akreinum þarna og sólarhringsumferð er langt undir þeim viðmiðum sem við notum. Þessa hugmynd má gagnrýna og það er gott að fá fram gagnrýni sem vonandi og örugglega forðar okkur frá því að fara í vanhugsaða framkvæmd. Að því sögðu þá held ég að við verðum að staldra við og hugsa, hvað er vanhugsuð eða misheppnuð framkvæmd og hvað er velheppnuð framkvæmd? Í umræðunni um Grensásveginn hafa þær breytingar sem gerðar voru í Borgartúninu nokkuð oft verið nefndar og það sem hefur stungið mig er þegar bent er á Borgartúnið sem víti til varnaðar og Borgartúnið dæmt misheppnað. Ég er nefnilega á því að Borgartúnið hafi heppnast mjög vel. Öll þau markmið sem farið var af stað með hafa náðst. Strætófarþegum hefur fjölgað um 17% í götunni – mesta aukning í öllu strætókerfinu. Hjólandi hefur fjölgað um 220% – sem er algjör sprenging og langt umfram meðaltalið í borginni. Fótgangandi í nágrenninu hefur fjölgað úr 19% í 23% og umferðaröryggi er stórbætt. Ekki hafa orðið slys á gangandi eða hjólandi en slíkt var nær árlegur viðburður fyrir breytingar. Umferð einkabíla er nokkuð svipuð og áður, ný bankaútibú hafa opnað sem og nýtt kaffihús sem slegið hefur í gegn. Óhætt er að segja að gatan blómstri. Ég segi því – vonandi munu breytingar á Grensásvegi skila okkur svipuðum árangri og breytingarnar í Borgartúni.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun