Afturhaldið í áfengismálum Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifar 10. mars 2015 07:00 Alþingismenn sem ákafast berjast fyrir því að koma áfengi inn í almennar matvöruverslanir telja sumir hverjir að þeir séu eins konar kyndilberar framfara. Þetta er mikill misskilningur. Nánast alls staðar í heiminum eru heilbrigðisyfirvöld, forvarnar- og lýðheilsustofnanir og almannasamtök að vísa inn í framtíðina í gagnstæða átt. Öllum þessum aðilum ber saman um að það fyrirkomulag sem Íslendingar búa við sé heillavænlegt og líklegra til að skapa grundvöll að árangursríku forvarnarstarfi en frekari markaðsvæðing áfengis. Hins vegar gera allir sér grein fyrir því að gríðarlegir hagsmunir eru í húfi, sérstaklega fyrir stóru verslunarkeðjurnar, að komast yfir áfengissöluna. Bæði gefur hún möguleika á gróða og er auk þess talin geta örvað önnur viðskipti. Ömurlegt er til þess að hugsa að hópur alþingismanna skuli vera reiðubúinn að ganga erinda þessara hagsmuna og vinna þannig að því að við verðum skrúfuð í afturhaldsátt á þessu sviði. Ljóst er að breytt sölufyrirkomulag myndi leiða til kostnaðarsamari dreifingar og þar með hærra vöruverðs og skal því hér haldið til haga að álagning ÁTVR er lág en ekki há. Hátt verð á áfengi er hins vegar vegna skattaálaga ríkisins, óháð söluaðila. Við afnám ÁTVR myndi og draga úr vöruúrvali, einkum í smáum verslunum á landsbyggðinni, en ÁTVR tryggir að lágmarki 150 til 190 tegundir á jafnvel smæstu sölustöðum. Það er von að menn beini spurningum til flutningsmanna áfengisfrumvarpsins á þingi og vilji vita í þágu hverra þeir starfi þar sem þeir leggja til breytingar á kostnað heilbrigðissjónarmiða; breytingar sem hefðu í för með sér tap fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur þessa lands, minna úrval og hærra verð! Og síðast en alls ekki síst, hvernig er hægt að réttlæta það að hunsa ráðleggingar og ákall nánast allra forvarnar- og ungmennasamtaka, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Landlæknisembættisins að ógleymdri ríkisstjórn Íslands sem samþykkt hefur forvarnarstefnu sem hafnar markmiðum frumvarpsins?! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Alþingismenn sem ákafast berjast fyrir því að koma áfengi inn í almennar matvöruverslanir telja sumir hverjir að þeir séu eins konar kyndilberar framfara. Þetta er mikill misskilningur. Nánast alls staðar í heiminum eru heilbrigðisyfirvöld, forvarnar- og lýðheilsustofnanir og almannasamtök að vísa inn í framtíðina í gagnstæða átt. Öllum þessum aðilum ber saman um að það fyrirkomulag sem Íslendingar búa við sé heillavænlegt og líklegra til að skapa grundvöll að árangursríku forvarnarstarfi en frekari markaðsvæðing áfengis. Hins vegar gera allir sér grein fyrir því að gríðarlegir hagsmunir eru í húfi, sérstaklega fyrir stóru verslunarkeðjurnar, að komast yfir áfengissöluna. Bæði gefur hún möguleika á gróða og er auk þess talin geta örvað önnur viðskipti. Ömurlegt er til þess að hugsa að hópur alþingismanna skuli vera reiðubúinn að ganga erinda þessara hagsmuna og vinna þannig að því að við verðum skrúfuð í afturhaldsátt á þessu sviði. Ljóst er að breytt sölufyrirkomulag myndi leiða til kostnaðarsamari dreifingar og þar með hærra vöruverðs og skal því hér haldið til haga að álagning ÁTVR er lág en ekki há. Hátt verð á áfengi er hins vegar vegna skattaálaga ríkisins, óháð söluaðila. Við afnám ÁTVR myndi og draga úr vöruúrvali, einkum í smáum verslunum á landsbyggðinni, en ÁTVR tryggir að lágmarki 150 til 190 tegundir á jafnvel smæstu sölustöðum. Það er von að menn beini spurningum til flutningsmanna áfengisfrumvarpsins á þingi og vilji vita í þágu hverra þeir starfi þar sem þeir leggja til breytingar á kostnað heilbrigðissjónarmiða; breytingar sem hefðu í för með sér tap fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur þessa lands, minna úrval og hærra verð! Og síðast en alls ekki síst, hvernig er hægt að réttlæta það að hunsa ráðleggingar og ákall nánast allra forvarnar- og ungmennasamtaka, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Landlæknisembættisins að ógleymdri ríkisstjórn Íslands sem samþykkt hefur forvarnarstefnu sem hafnar markmiðum frumvarpsins?!
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun