Batnandi lífsskilyrði fyrir alla Ellen Calmon skrifar 13. mars 2015 07:00 Síðustu vikur og mánuði hefur komið fram skýr vilji verkalýðsfélaga að leggja áherslu á verulega hækkun lægstu launa við næstu kjarasamninga. Krafa Starfsgreinasambandsins hljóðar upp á hækkun lágmarkslauna í 300.000 kr. innan þriggja ára. Verkalýðsfélögin hafa réttilega bent á að dagvinnulaun verkafólks dugi ekki fyrir lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum. Bág kjör geti valdið verulegum kostnaði fyrir íslenskt samfélag meðal annars vegna verri heilsu, aukins álags á heilbrigðis-, velferðar- og félagskerfið. Mikil vinna á lágum launum getur leitt til skertrar starfsgetu. Því er mikilvægt að lagfæra kjör láglaunafólks. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur þess vegna undir með verkalýðshreyfingunni í kröfugerð þeirra. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga, sem flestir í daglegu tali þekkja sem bætur, er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Belti og axlabönd Lögum samkvæmt á lífeyrir almannatrygginga að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að hann hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Með ákvæðinu átti, samkvæmt orðum þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, að tryggja hag lífeyrisþega að þessu leyti bæði með belti og axlaböndum. Lífeyrir ætti ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu heldur einnig að taka mið af verðlagshækkunum. Því miður hefur raunin orðið önnur. Lífeyrir almannatrygginga hefur árum saman ekki fylgt hækkun lægstu launa, eins og fram kemur í skýrslu sem Talnakönnun ehf. vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008-2013 (http://www.obi.is/utgafa/skyrslur/). Á tímabilinu náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við hefur lífeyrir hækkað um 3,6% (2014) og 3% (2015) eða hæst 4.514 kr. á mánuði eftir skatt. Þegar núverandi lagaákvæði um hækkun lífeyris var innleitt kom fram í athugasemdum við lagafrumvarpið að verðlagsmiðlun ráði, þ.e. ef verðlagshækkun er meiri en hækkun launa. Síðustu ár hafa laun hækkað umfram verðlag. Í því samhengi hefur launavísitalan hækkað um 13,4% frá janúar 2013. Á sama tíma hefur einungis verið tekið mið af verðlagshækkunum við ákvarðanir um hækkun lífeyris almannatrygginga. Að lifa á lífeyri eða? Formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í grein í Morgunblaðinu þann 9. apríl 2013 að hætt verði skerðingum vegna greiðslna ellilífeyris, krónu á móti krónu og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem hafa orðið á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) var ályktað að hækka þyrfti lífeyri almannatrygginga um 129.000 kr. á mánuði þannig að lágmarkslífeyrir verði 321.000 kr. á mánuði. ÖBÍ tekur undir kröfu FEB um hækkun lífeyris almannatrygginga, þannig að hægt sé að lifa á lífeyri. Lofa, lofa, lofa Í svari Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja verði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að hagur ríkisins hafi vænkast og lofað að leiðrétta kjaragliðnun lífeyrisþega. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir svigrúm vera til hækkunar launa en ríkið er einnig launagreiðandi og greiðandi lífeyris. Í janúar síðastliðnum sagði félags- og húsnæðismálaráðherra að hún telji að aðstæður á vinnumarkaði séu það stöndugar að forsenda sé fyrir hækkun launa. Minna ber á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Tökum höndum saman um batnandi lífsskilyrði í samfélagi fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hefur komið fram skýr vilji verkalýðsfélaga að leggja áherslu á verulega hækkun lægstu launa við næstu kjarasamninga. Krafa Starfsgreinasambandsins hljóðar upp á hækkun lágmarkslauna í 300.000 kr. innan þriggja ára. Verkalýðsfélögin hafa réttilega bent á að dagvinnulaun verkafólks dugi ekki fyrir lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum. Bág kjör geti valdið verulegum kostnaði fyrir íslenskt samfélag meðal annars vegna verri heilsu, aukins álags á heilbrigðis-, velferðar- og félagskerfið. Mikil vinna á lágum launum getur leitt til skertrar starfsgetu. Því er mikilvægt að lagfæra kjör láglaunafólks. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur þess vegna undir með verkalýðshreyfingunni í kröfugerð þeirra. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga, sem flestir í daglegu tali þekkja sem bætur, er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Belti og axlabönd Lögum samkvæmt á lífeyrir almannatrygginga að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að hann hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Með ákvæðinu átti, samkvæmt orðum þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, að tryggja hag lífeyrisþega að þessu leyti bæði með belti og axlaböndum. Lífeyrir ætti ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu heldur einnig að taka mið af verðlagshækkunum. Því miður hefur raunin orðið önnur. Lífeyrir almannatrygginga hefur árum saman ekki fylgt hækkun lægstu launa, eins og fram kemur í skýrslu sem Talnakönnun ehf. vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008-2013 (http://www.obi.is/utgafa/skyrslur/). Á tímabilinu náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við hefur lífeyrir hækkað um 3,6% (2014) og 3% (2015) eða hæst 4.514 kr. á mánuði eftir skatt. Þegar núverandi lagaákvæði um hækkun lífeyris var innleitt kom fram í athugasemdum við lagafrumvarpið að verðlagsmiðlun ráði, þ.e. ef verðlagshækkun er meiri en hækkun launa. Síðustu ár hafa laun hækkað umfram verðlag. Í því samhengi hefur launavísitalan hækkað um 13,4% frá janúar 2013. Á sama tíma hefur einungis verið tekið mið af verðlagshækkunum við ákvarðanir um hækkun lífeyris almannatrygginga. Að lifa á lífeyri eða? Formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í grein í Morgunblaðinu þann 9. apríl 2013 að hætt verði skerðingum vegna greiðslna ellilífeyris, krónu á móti krónu og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem hafa orðið á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) var ályktað að hækka þyrfti lífeyri almannatrygginga um 129.000 kr. á mánuði þannig að lágmarkslífeyrir verði 321.000 kr. á mánuði. ÖBÍ tekur undir kröfu FEB um hækkun lífeyris almannatrygginga, þannig að hægt sé að lifa á lífeyri. Lofa, lofa, lofa Í svari Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja verði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að hagur ríkisins hafi vænkast og lofað að leiðrétta kjaragliðnun lífeyrisþega. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir svigrúm vera til hækkunar launa en ríkið er einnig launagreiðandi og greiðandi lífeyris. Í janúar síðastliðnum sagði félags- og húsnæðismálaráðherra að hún telji að aðstæður á vinnumarkaði séu það stöndugar að forsenda sé fyrir hækkun launa. Minna ber á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Tökum höndum saman um batnandi lífsskilyrði í samfélagi fyrir alla.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar