Sakar Bandaríkin um Úkraínustríðið guðsteinn bjarnason skrifar 17. mars 2015 09:15 Pútín Rússlandsforseti gaf engar skýringar á fjarveru sinni þegar hann hitti forseta Kirgisistan í gær. fréttablaðið/EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti steig fram í sviðsljósið í gær að nýju eftir tíu daga fjarveru. Fjölmiðar fylgdust með þegar hann tók á móti Almazbek Atambajev, forseta Kirgisistans, í Kreml. Síðast sást hann opinberlega 5. mars þegar hann hitti Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu. Enga skýringu gaf hann á fjarverunni, en sagði að lífið væri harla leiðinlegt ef ekki væri fyrir kjaftasögurnar. Breska dagblaðið The Independent hafði samt eftir rússneskri fréttastofu að að forsetinn hefði verið með flensu. Austurrískt dagblað segir hann aftur á móti hafa verið í Vínarborg þar sem hann hafi verið í meðferð hjá lækni vegna bakverkja. Kvöldið áður hafði Pútín vakið athygli vegna ummæla sinna í nýrri rússneskri heimildarmynd, sem gerð var í tilefni þess að nú er eitt ár liðið frá því Krímskagi var innlimaður í Rússland. Og þar gegndi Pútín lykilhlutverki, rétt eins og hann sjálfur skýrir fúslega frá í myndinni sem frumsýnd var í rússnesku sjónvarpi á sunnudagskvöld. „Krímskagi: Leiðin heim,“ heitir myndin og Pútín líkir þar Krímskaga við Kosovo, svæði sem Serbar misstu á endanum úr greipum sér þrátt fyrir örvæntingarfullt stríð til að koma í veg fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis. „Krímskagi er ekki bara eitthert landsvæði í okkar huga,“ segir Pútín í myndinni. „Sögulega séð er hann rússneskt landsvæði,“ og vísar til þess að Krímskagi hafi tilheyrt Rússlandi þangað til Stalín ákvað árið 1954 að setja hann undir Úkraínu. Enda tilheyrði Úkraína hvort eð er Sovétríkjunum á þeim tíma. Pútín sakar Bandaríkjamenn um að bera ábyrgð á stjórnarbyltingu öfgamanna í Kænugarði, sem hafi orðið til þess að íbúar Krímskaga vildu segja skilið við Úkraínu. Bandaríkjamenn hafi reynt að fela sig á bak við Evrópuríki, en Pútín segist hafa séð í gegnum þann blekkingarleik: „Við vissum að á bak við tjöldin voru það hinir bandarísku vinir okkar sem raunverulega voru heilinn á bak þetta.“ Hann segir Rússa ekki hafa viljað fara út í stríð: „Ekki vorum það við sem frömdum valdarán, heldur voru það þjóðernissinnarnir og fólk með öfgaskoðanir.“ Hins vegar hafi hann verið reiðubúinn að grípa til hvaða aðgerða sem er til að bjarga rússneskum íbúum Krímskaga, jafnvel að beita kjarnorkuvopnum: „Við vorum reiðubúnir til þess.“ Kirgistan Rússland Úkraína Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti steig fram í sviðsljósið í gær að nýju eftir tíu daga fjarveru. Fjölmiðar fylgdust með þegar hann tók á móti Almazbek Atambajev, forseta Kirgisistans, í Kreml. Síðast sást hann opinberlega 5. mars þegar hann hitti Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu. Enga skýringu gaf hann á fjarverunni, en sagði að lífið væri harla leiðinlegt ef ekki væri fyrir kjaftasögurnar. Breska dagblaðið The Independent hafði samt eftir rússneskri fréttastofu að að forsetinn hefði verið með flensu. Austurrískt dagblað segir hann aftur á móti hafa verið í Vínarborg þar sem hann hafi verið í meðferð hjá lækni vegna bakverkja. Kvöldið áður hafði Pútín vakið athygli vegna ummæla sinna í nýrri rússneskri heimildarmynd, sem gerð var í tilefni þess að nú er eitt ár liðið frá því Krímskagi var innlimaður í Rússland. Og þar gegndi Pútín lykilhlutverki, rétt eins og hann sjálfur skýrir fúslega frá í myndinni sem frumsýnd var í rússnesku sjónvarpi á sunnudagskvöld. „Krímskagi: Leiðin heim,“ heitir myndin og Pútín líkir þar Krímskaga við Kosovo, svæði sem Serbar misstu á endanum úr greipum sér þrátt fyrir örvæntingarfullt stríð til að koma í veg fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis. „Krímskagi er ekki bara eitthert landsvæði í okkar huga,“ segir Pútín í myndinni. „Sögulega séð er hann rússneskt landsvæði,“ og vísar til þess að Krímskagi hafi tilheyrt Rússlandi þangað til Stalín ákvað árið 1954 að setja hann undir Úkraínu. Enda tilheyrði Úkraína hvort eð er Sovétríkjunum á þeim tíma. Pútín sakar Bandaríkjamenn um að bera ábyrgð á stjórnarbyltingu öfgamanna í Kænugarði, sem hafi orðið til þess að íbúar Krímskaga vildu segja skilið við Úkraínu. Bandaríkjamenn hafi reynt að fela sig á bak við Evrópuríki, en Pútín segist hafa séð í gegnum þann blekkingarleik: „Við vissum að á bak við tjöldin voru það hinir bandarísku vinir okkar sem raunverulega voru heilinn á bak þetta.“ Hann segir Rússa ekki hafa viljað fara út í stríð: „Ekki vorum það við sem frömdum valdarán, heldur voru það þjóðernissinnarnir og fólk með öfgaskoðanir.“ Hins vegar hafi hann verið reiðubúinn að grípa til hvaða aðgerða sem er til að bjarga rússneskum íbúum Krímskaga, jafnvel að beita kjarnorkuvopnum: „Við vorum reiðubúnir til þess.“
Kirgistan Rússland Úkraína Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira