Fyrrverandi olíumálaráðherrann Sigurjón M. Egilsson skrifar 23. mars 2015 06:45 Samfylkingin segir nú að það hafi verið mistök að vilja olíuvinnslu á Drekasvæðinu. „Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að mér fellur miklu betur að vera kallaður hæstvirtur olíumálaráðherra því að það er titill sem ég mun að minnsta kosti af fremsta megni reyna að standa undir.“ Þannig talaði Össur Skarphéðinsson um sjálfan sig í ræðustól Alþingis á árinu 2008. Gangi hins vegar nýtilkominn vilji Samfylkingarinnar eftir þarf hvorki Össur, né nokkur annar, að standa undir starfsheitinu olíumálaráðherra. Þetta eru miklar breytingar á afstöðu Samfylkingarinnar. Össur sem oft kallaði sjálfan sig olíumálaráðherra fundaði með olíumálaráðherra Noregs fyrir aðeins tveimur árum: „Ég er mjög ánægður með fundi mína með norsku ráðherrunum í dag og í gær um hugsanlegt samstarf á sviði þjónustu við olíusvæðin sem ég tel að verði komin vel áleiðis fyrir 2025. Það yrði gríðarlegur búhnykkur fyrir Ísland ef hægt verður að ná sammæli um það við Norðmenn, og líka Grænlendinga, að byggja í framtíðinni upp þjónustu á Íslandi fyrir öll þau þrjú olíusvæði sem ég tel líklegt að verði þróuð norðan Íslands í framtíðinni. Fundurinn með Ola Borten Moe var sérstaklega gagnlegur af því hann skýrði mjög vel næstu skref Norðmanna gagnvart rannsóknum og þróun norska hluta Jan Mayen hryggjarins,“ sagði Össur þá. Nú hefur flokkurinn, þrátt fyrir væntingar formannsins fyrrverandi, kúvent í afstöðu sinni og ályktaði um olíuleitina: „Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum, skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn í grennd við fiskimið okkar og verðmæta strandlengju, og mundi skaða ímynd Íslands sem miðstöðvar matvælaframleiðslu, náttúruparadísar ferðamanna og framsækins ríkis í orku- og umhverfisefnum. Samfylkingin telur að mistök hafi verið gerð þegar leit var hleypt af stað á Drekasvæðinu. Nú þarf að vinda ofan af þeirri leit og vinnsluáformum og lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni. Slík yfirlýsing verði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær það hafa verið mistök að samþykkja olíuleitina á sínum tíma. Hann sagði að nú þyrfti að vinda ofan af ferlinu og að yfirlýsingar Íslands um að nýta ekki olíuauðlindir yrðu hluti af þeim heildarskuldbindingum sem Ísland myndi undirgangast í alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Með samþykktinni færist Samfylkingin nærri Vinstri grænum sem hefur einn stjórnmálaflokka talað fyrir að við eigum ekki að leita eftir að vinna olíu af hafsbotni á Drekasvæðinu. Árni Páll áréttaði að við ættum frekar að leggja áherslu á að rafvæða samgöngurnar. Hvort sem það var í gríni eða alvöru sem Össur Skarphéðinsson skreytti sjálfan sig með titlinum olíumálaráðherra Íslands er ljóst að titillinn verður aldrei að veruleika, fái landsfundur Samfylkingarinnar nokkru um það ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Samfylkingin segir nú að það hafi verið mistök að vilja olíuvinnslu á Drekasvæðinu. „Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að mér fellur miklu betur að vera kallaður hæstvirtur olíumálaráðherra því að það er titill sem ég mun að minnsta kosti af fremsta megni reyna að standa undir.“ Þannig talaði Össur Skarphéðinsson um sjálfan sig í ræðustól Alþingis á árinu 2008. Gangi hins vegar nýtilkominn vilji Samfylkingarinnar eftir þarf hvorki Össur, né nokkur annar, að standa undir starfsheitinu olíumálaráðherra. Þetta eru miklar breytingar á afstöðu Samfylkingarinnar. Össur sem oft kallaði sjálfan sig olíumálaráðherra fundaði með olíumálaráðherra Noregs fyrir aðeins tveimur árum: „Ég er mjög ánægður með fundi mína með norsku ráðherrunum í dag og í gær um hugsanlegt samstarf á sviði þjónustu við olíusvæðin sem ég tel að verði komin vel áleiðis fyrir 2025. Það yrði gríðarlegur búhnykkur fyrir Ísland ef hægt verður að ná sammæli um það við Norðmenn, og líka Grænlendinga, að byggja í framtíðinni upp þjónustu á Íslandi fyrir öll þau þrjú olíusvæði sem ég tel líklegt að verði þróuð norðan Íslands í framtíðinni. Fundurinn með Ola Borten Moe var sérstaklega gagnlegur af því hann skýrði mjög vel næstu skref Norðmanna gagnvart rannsóknum og þróun norska hluta Jan Mayen hryggjarins,“ sagði Össur þá. Nú hefur flokkurinn, þrátt fyrir væntingar formannsins fyrrverandi, kúvent í afstöðu sinni og ályktaði um olíuleitina: „Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum, skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn í grennd við fiskimið okkar og verðmæta strandlengju, og mundi skaða ímynd Íslands sem miðstöðvar matvælaframleiðslu, náttúruparadísar ferðamanna og framsækins ríkis í orku- og umhverfisefnum. Samfylkingin telur að mistök hafi verið gerð þegar leit var hleypt af stað á Drekasvæðinu. Nú þarf að vinda ofan af þeirri leit og vinnsluáformum og lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni. Slík yfirlýsing verði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær það hafa verið mistök að samþykkja olíuleitina á sínum tíma. Hann sagði að nú þyrfti að vinda ofan af ferlinu og að yfirlýsingar Íslands um að nýta ekki olíuauðlindir yrðu hluti af þeim heildarskuldbindingum sem Ísland myndi undirgangast í alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Með samþykktinni færist Samfylkingin nærri Vinstri grænum sem hefur einn stjórnmálaflokka talað fyrir að við eigum ekki að leita eftir að vinna olíu af hafsbotni á Drekasvæðinu. Árni Páll áréttaði að við ættum frekar að leggja áherslu á að rafvæða samgöngurnar. Hvort sem það var í gríni eða alvöru sem Össur Skarphéðinsson skreytti sjálfan sig með titlinum olíumálaráðherra Íslands er ljóst að titillinn verður aldrei að veruleika, fái landsfundur Samfylkingarinnar nokkru um það ráðið.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun