Svar við vinsamlegri ábendingu Hjálmar Sveinsson skrifar 27. mars 2015 07:00 Ágæti Sigurður Oddsson. Þakka þér vinsamlega ábendingu í blaðinu í gær. Ég á reyndar erfitt með að skilja af hverju þú kallar fyrirhugaðar framkvæmdir við Grensásveg sunnanverðan skemmdarverk. Þær fela í sér að fjórum akreinum fyrir bílaumferð verður fækkað í tvær og plássið sem skapast í þessu breiða göturými verður notað til að endurnýja og breikka gangstéttir og leggja upphækkaða hjólastíga beggja vegna. Þetta er gert til að skapa meira svigrúm fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi og til að hægja svolítið á bílaumferðinni. Mælingar sýna að hún er alltof hröð. Iðulega milli 50 og 60 km, jafnvel upp í 72. Framkvæmdin mun ekki minnka bílaafkastagetu götunnar. Sólarhringsumferð á Grensásvegi er um 10.000 bílar á sólarhring, það er langt undir viðmiðum sem umferðarverkfræðingar nota til að meta hvort bílagötur eigi að vera fjórar akreinar eða tvær. Umferðarspár til næstu 30 ára sýna að umferðin við Grensásveg mun aldrei ná þeim mörkum, eða 20.000 bílum á sólarhring. Ef áhyggjur þínar snúast um að þetta muni hægja á bílaumferðinni, bendi ég á að banaslysum á gangandi vegfarendum hefur fækkað mikið síðastliðin 15 ár í Reykjavík. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að tekist hefur að hægja á bílaumferðinni, ekki síst með því að lækka hámarkshraðann í 30 km á fjölda gatna. Það er nefnilega hraðinn sem drepur. Ef keyrt er á gangandi vegfarenda á 50 km hraða eru 80% líkur á að hann deyi. Ef keyrt er á hann á 30 km eru 80% líkur á að hann lifi af. Í sérstökum kafla um Bústaði-Háaleiti í nýju aðalskipulagi borgarinnar er lögð áhersla á að draga úr neikvæðum áhrifum mikillar og hraðrar bílaumferðir í gegnum borgarhlutann. Sú áhersla er komin til vegna samtals við íbúa á fjölmörgum fundum undanfarin ár. Fyrir allmörgum árum var Skeiðarvogi breytt úr fjögurra akreina götu í tveggja akreina til að hægja á bílaumferðinni og gera götuna öruggari fyrir gangandi vegfarendur. Þá var líka talað um skemmdarverk í blöðunum. Í dag held ég að engum detti í huga að gera Skeiðarvoginn aftur að fjögurra akreina götu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti Sigurður Oddsson. Þakka þér vinsamlega ábendingu í blaðinu í gær. Ég á reyndar erfitt með að skilja af hverju þú kallar fyrirhugaðar framkvæmdir við Grensásveg sunnanverðan skemmdarverk. Þær fela í sér að fjórum akreinum fyrir bílaumferð verður fækkað í tvær og plássið sem skapast í þessu breiða göturými verður notað til að endurnýja og breikka gangstéttir og leggja upphækkaða hjólastíga beggja vegna. Þetta er gert til að skapa meira svigrúm fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi og til að hægja svolítið á bílaumferðinni. Mælingar sýna að hún er alltof hröð. Iðulega milli 50 og 60 km, jafnvel upp í 72. Framkvæmdin mun ekki minnka bílaafkastagetu götunnar. Sólarhringsumferð á Grensásvegi er um 10.000 bílar á sólarhring, það er langt undir viðmiðum sem umferðarverkfræðingar nota til að meta hvort bílagötur eigi að vera fjórar akreinar eða tvær. Umferðarspár til næstu 30 ára sýna að umferðin við Grensásveg mun aldrei ná þeim mörkum, eða 20.000 bílum á sólarhring. Ef áhyggjur þínar snúast um að þetta muni hægja á bílaumferðinni, bendi ég á að banaslysum á gangandi vegfarendum hefur fækkað mikið síðastliðin 15 ár í Reykjavík. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að tekist hefur að hægja á bílaumferðinni, ekki síst með því að lækka hámarkshraðann í 30 km á fjölda gatna. Það er nefnilega hraðinn sem drepur. Ef keyrt er á gangandi vegfarenda á 50 km hraða eru 80% líkur á að hann deyi. Ef keyrt er á hann á 30 km eru 80% líkur á að hann lifi af. Í sérstökum kafla um Bústaði-Háaleiti í nýju aðalskipulagi borgarinnar er lögð áhersla á að draga úr neikvæðum áhrifum mikillar og hraðrar bílaumferðir í gegnum borgarhlutann. Sú áhersla er komin til vegna samtals við íbúa á fjölmörgum fundum undanfarin ár. Fyrir allmörgum árum var Skeiðarvogi breytt úr fjögurra akreina götu í tveggja akreina til að hægja á bílaumferðinni og gera götuna öruggari fyrir gangandi vegfarendur. Þá var líka talað um skemmdarverk í blöðunum. Í dag held ég að engum detti í huga að gera Skeiðarvoginn aftur að fjögurra akreina götu.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar