Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna stefán rafn sigurbjörnsson skrifar 21. apríl 2015 07:00 Týr á Ítalíu. Skip Landhelgisgæslunnar hefur sinnt verkefnum þar sem flóttafólki við strendur Afríku hefur verið komið til bjargar. Mynd/LHG „Það er pólitísk og siðferðisleg skylda okkar að bregðast við flóttamannavandanum í Miðjarðarhafi,“ sagði Federica Mogherini, framkvæmdastjóri utanríkismála Evrópusambandsins, á fundi utanríkisráðherra sambandsins í Lúxemborg í gær. „Miðjarðarhafið er haf okkar allra og við verðum að vinna saman sem Evrópubúar,“ sagði Mogherini enn fremur. Á sama tíma og þessi orð féllu voru ítalskar og maltneskar björgunarsveitir að bjarga tveimur flóttamannabátum úr neyð á Miðjarðarhafinu.Federica MogheriniEvrópusambandið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir skort á aðgerðum í þágu flóttamanna á Miðjarðarhafinu en sambandið dró úr aðgerðum á síðasta ári. Margir leiðtogar og ráðherrar sambandsins hafa kallað eftir að sambandið og aðildarríkin setji aftur aukið fjármagn í björgunaraðgerðir. Ekki eru allir á einu máli um hvernig eigi að bregðast við vandanum en sumir vilja fjölga björgunarskipum á Miðjarðarhafi en aðrir vilja koma upp flóttamannabúðum í Norður-Afríku. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna koma saman til neyðarfundar næsta fimmtudag til að ræða mögulegar lausnir við vandanum. Zeid Ra'ad al-Hussein, framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að Evrópa væri að hætta á að gera Miðjarðarhafið að grafreit. Hann var harðorður í garð stefnu Evrópusambandsins en hann sagði að hún einkenndist af skammsýni og seinlegum pólitískum viðbrögðum sem væru einungis til þess fallin að höfða til fordómafullra stjórnmálahreyfinga sem eitrað hafa almannaálitið. Stjórnvöld í Ítalíu telja að um 20.000 flóttamenn hafi komið til Ítalíu yfir Miðjarðarhafið og hátt í 1.000 manns hafi týnt lífi. Flóttamenn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
„Það er pólitísk og siðferðisleg skylda okkar að bregðast við flóttamannavandanum í Miðjarðarhafi,“ sagði Federica Mogherini, framkvæmdastjóri utanríkismála Evrópusambandsins, á fundi utanríkisráðherra sambandsins í Lúxemborg í gær. „Miðjarðarhafið er haf okkar allra og við verðum að vinna saman sem Evrópubúar,“ sagði Mogherini enn fremur. Á sama tíma og þessi orð féllu voru ítalskar og maltneskar björgunarsveitir að bjarga tveimur flóttamannabátum úr neyð á Miðjarðarhafinu.Federica MogheriniEvrópusambandið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir skort á aðgerðum í þágu flóttamanna á Miðjarðarhafinu en sambandið dró úr aðgerðum á síðasta ári. Margir leiðtogar og ráðherrar sambandsins hafa kallað eftir að sambandið og aðildarríkin setji aftur aukið fjármagn í björgunaraðgerðir. Ekki eru allir á einu máli um hvernig eigi að bregðast við vandanum en sumir vilja fjölga björgunarskipum á Miðjarðarhafi en aðrir vilja koma upp flóttamannabúðum í Norður-Afríku. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna koma saman til neyðarfundar næsta fimmtudag til að ræða mögulegar lausnir við vandanum. Zeid Ra'ad al-Hussein, framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að Evrópa væri að hætta á að gera Miðjarðarhafið að grafreit. Hann var harðorður í garð stefnu Evrópusambandsins en hann sagði að hún einkenndist af skammsýni og seinlegum pólitískum viðbrögðum sem væru einungis til þess fallin að höfða til fordómafullra stjórnmálahreyfinga sem eitrað hafa almannaálitið. Stjórnvöld í Ítalíu telja að um 20.000 flóttamenn hafi komið til Ítalíu yfir Miðjarðarhafið og hátt í 1.000 manns hafi týnt lífi.
Flóttamenn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira