Vel heppnað útspil, en hvað svo? Stjórnarmaðurinn skrifar 10. júní 2015 09:45 Ljóst er að tillögur ríkisstjórnarinnar um losun gjaldeyrishaftanna mælast vel fyrir. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, ráðgjafar og aðrir eiga hrós skilið. Hvað varðar slitabúin eru kröfuhöfum í raun gefnir afarkostir: Annaðhvort nái þeir nauðasamningum við slitastjórnir bankanna fyrir næstkomandi áramót, eða sæti að öðrum kosti skattlagningu sem næmi 39% af verðmæti heildareigna slitabúanna við áramót. Eftirtektarvert var hversu miklu púðri var eytt í skýringu á stöðugleikaskattinum, en síðar kom í ljós að drög að samkomulagi liggja fyrir við slitastjórnir Kaupþings og Glitnis. Hafa drögin hlotið samþykki stærstu kröfuhafa hvors banka, og verður að teljast langlíklegast að nauðasamningar verði ofan á og aldrei komi til skattheimtunnar. Með nokkurri einföldun tryggir nauðsamningsleiðin íslenska ríkinu hagnaðarhlutdeild í framtíðarafkomu nýju bankanna, auk þess sem búin láta af hendi tilteknar eignir og kröfur sem síðar gætu valdið gjaldeyrisútflæði. Fjárhagslegu áhrifin á ríkissjóð eru því sennilega sambærileg við skattaleiðina. Hvað sem því líður er niðurstaðan góð, og merkilegt að tekist hafi að vinna samkomulag við kröfuhafana á löngum tíma því sem næst í kyrrþey. Enn merkilegra er svo ef rétt reynist að nýir eigendur að Íslandsbanka verði kynntir til leiks á næstu dögum. Samhliða var lögð fram tillaga um hvernig á að leysa snjóhengjuvandann svokallaða, þ.e.a.s. krónuinnistæður erlendis. Er í þeim efnum lagt til að krónueigendur eigi tvo kosti; þátttöku í gjaldeyrisuppboði, eða kaup á langtímaríkisskuldabréfum. Þeir sem ekki velja annan þessara kosta lenda í því að krónur þeirra verða festar á vaxtalausum krónureikningum til langs tíma. Ljóst er að í báðum tilfellum eru fjárfestum gefnir afarkostir: annaðhvort taka þeir tillögum stjórnvalda eða hljóta verra af. Líklega er slík aðferðafræði vænlegust til að leysa vandann. Það er allt eða ekkert, og bara eitt skot í byssunni, eins og einhver sagði. Nú þegar raunhæf lausn á uppgjöri slitabúanna og snjóhengjunni liggur fyrir þarf að huga að næsta skrefi, þ.e.a.s. afléttingu haftanna sjálfra og framtíðarskipan gjaldeyrismála í landinu. Vissulega er í kynningu stjórnvalda mælt fyrir um verulegar tilslakanir til fjárfestinga erlendis fyrir einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Í þeim efnum vantar hins vegar eðlilega kjöt á beinin, enda frekari útfærslu að vænta með haustinu. Í framhaldi þarf svo að ræða stóra málið: Er krónan raunhæfur valkostur til frambúðar? Hagsagan á lýðveldistímanum bendir eindregið til að svo sé ekki.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Ljóst er að tillögur ríkisstjórnarinnar um losun gjaldeyrishaftanna mælast vel fyrir. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, ráðgjafar og aðrir eiga hrós skilið. Hvað varðar slitabúin eru kröfuhöfum í raun gefnir afarkostir: Annaðhvort nái þeir nauðasamningum við slitastjórnir bankanna fyrir næstkomandi áramót, eða sæti að öðrum kosti skattlagningu sem næmi 39% af verðmæti heildareigna slitabúanna við áramót. Eftirtektarvert var hversu miklu púðri var eytt í skýringu á stöðugleikaskattinum, en síðar kom í ljós að drög að samkomulagi liggja fyrir við slitastjórnir Kaupþings og Glitnis. Hafa drögin hlotið samþykki stærstu kröfuhafa hvors banka, og verður að teljast langlíklegast að nauðasamningar verði ofan á og aldrei komi til skattheimtunnar. Með nokkurri einföldun tryggir nauðsamningsleiðin íslenska ríkinu hagnaðarhlutdeild í framtíðarafkomu nýju bankanna, auk þess sem búin láta af hendi tilteknar eignir og kröfur sem síðar gætu valdið gjaldeyrisútflæði. Fjárhagslegu áhrifin á ríkissjóð eru því sennilega sambærileg við skattaleiðina. Hvað sem því líður er niðurstaðan góð, og merkilegt að tekist hafi að vinna samkomulag við kröfuhafana á löngum tíma því sem næst í kyrrþey. Enn merkilegra er svo ef rétt reynist að nýir eigendur að Íslandsbanka verði kynntir til leiks á næstu dögum. Samhliða var lögð fram tillaga um hvernig á að leysa snjóhengjuvandann svokallaða, þ.e.a.s. krónuinnistæður erlendis. Er í þeim efnum lagt til að krónueigendur eigi tvo kosti; þátttöku í gjaldeyrisuppboði, eða kaup á langtímaríkisskuldabréfum. Þeir sem ekki velja annan þessara kosta lenda í því að krónur þeirra verða festar á vaxtalausum krónureikningum til langs tíma. Ljóst er að í báðum tilfellum eru fjárfestum gefnir afarkostir: annaðhvort taka þeir tillögum stjórnvalda eða hljóta verra af. Líklega er slík aðferðafræði vænlegust til að leysa vandann. Það er allt eða ekkert, og bara eitt skot í byssunni, eins og einhver sagði. Nú þegar raunhæf lausn á uppgjöri slitabúanna og snjóhengjunni liggur fyrir þarf að huga að næsta skrefi, þ.e.a.s. afléttingu haftanna sjálfra og framtíðarskipan gjaldeyrismála í landinu. Vissulega er í kynningu stjórnvalda mælt fyrir um verulegar tilslakanir til fjárfestinga erlendis fyrir einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Í þeim efnum vantar hins vegar eðlilega kjöt á beinin, enda frekari útfærslu að vænta með haustinu. Í framhaldi þarf svo að ræða stóra málið: Er krónan raunhæfur valkostur til frambúðar? Hagsagan á lýðveldistímanum bendir eindregið til að svo sé ekki.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira