Hvar er samkenndin? Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir skrifar 25. júní 2015 07:00 Það þarf ekki að segja alþjóð frá því að undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið. Hafa menn jafnvel leyft sér að tala um að ferðamenn séu eins og engisprettufaraldur og að það sé ekki líft í miðbæ Reykjavíkur fyrir útlendingum og því sem þeim fylgir. Þegar talað er af slíku gáleysi er ekki hugsað um það hverju ferðaþjónusta hefur skilað í þjóðarbúið og hversu margir hafa lífsviðurværi sitt af því að starfa í ferðaþjónustu og skyldum greinum. Ferðaþjónusta er atvinnugrein! Upp á síðkastið hefur hins vega gætt pirrings og óþolinmæði gagnvart þeim sem þjóna erlendum ferðamönnum og hefur orðræðan oftar en ekki beinst að langferðabílum sem eru að reyna að athafna sig nálægt gististöðum borgarinnar. Þetta á jafnt við um hótel og gistiheimili í miðborginni, sem og í öðrum hverfum borgarinnar. Rútur eru allt í einu orðin bitbein og allir hafa rétt á því að skammast út af rútum í borginni. Rútur eru stór partur af borgarmyndinni allri og gegna veigamiklu hlutverki í því sjónarspili sem flutningur erlendra gesta milli staða í Reykjavík er. Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bílstjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöflast á bílflautum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar. Sumir bílstjóranna geta ekki stillt sig um að svara til baka, en flestir láta þetta yfir sig ganga og reyna að halda andliti gagnvart farþegum sínum. Farþegarnir verða oft dauðskelkaðir og vita ekki í hvaða feni þeir eru lentir og spyrja; erum við velkomin. Íslendingar gefa sig út fyrir að vera réttlát og friðelskandi þjóð, en nú er búið að gefa út skotleyfi á rútur og friðsælir borgarar umhverfast í merkisbera ímyndaðs réttlætis með því að láta skap sitt bitna á rútubílum! Fréttir af stórum rútum sem eru fastar í öngstrætum miðborgarinnar eru blásnar út í fjölmiðlum og allir eiga til sögur af rútum sem leggja uppi á stéttum, í merkt stæði opinberra starfsmanna og á stöðum þar sem mikið er um einkabíla. Alls staðar eru rúturnar fyrir.Skaði fyrir þjóðarbúið Öll hótel og allir gististaðir í Reykjavík telja sig eiga rétt á því að fá rútur heim að dyrum, ýmist til að skila farþegum af sér eða til að sækja gesti sem eru að fara úr landi eða í styttri og lengri ferðir. Rútufyrirtæki reyna eftir fremsta megni að verða við þessum óskum, þrátt fyrir að í mörgum tilfellum hreinlega vanti almenn bílastæði við hótelin og gististaðina, hvað þá að gert sé ráð fyrir rútum. Tvö nýleg hótel í borginni eru til vitnis um þetta, annað við Hlemm og hitt í Þórunnartúni, það síðara er stærsta hótel á Íslandi. Aðkoma að því hóteli frá Borgartúni er lokuð og frá Bríetartúni er aðeins fólksbílafæri. Það þýðir þó ekki að sakast við einn eða neinn, heldur gera gott úr því sem er til staðar hverju sinni. Það má þó brýna fyrir samborgurunum að sýna umburðarlyndi og samkennd þó að smátafir verði vegna skorts á rútubílastæðum í borginni. Hugmynd yfirmanna borgarinnar um hjólandi og gangandi fólk í miðbænum er góð og gild, en á hreint ekki við um erlenda gesti sem þekkja ekki borgina og eru þar að auki oftast með þungan farangur meðferðis, en ekki hjólið sitt. Pirringur og reiði smita út frá sér og fæla frá. Við eigum að sýna umburðarlyndi og vera gestrisin – það væri mikill skaði fyrir þjóðarbúið ef ferðamenn hætta að koma til landsins. Það þarf að viðurkenna þjónustu sem atvinnugrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að segja alþjóð frá því að undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið. Hafa menn jafnvel leyft sér að tala um að ferðamenn séu eins og engisprettufaraldur og að það sé ekki líft í miðbæ Reykjavíkur fyrir útlendingum og því sem þeim fylgir. Þegar talað er af slíku gáleysi er ekki hugsað um það hverju ferðaþjónusta hefur skilað í þjóðarbúið og hversu margir hafa lífsviðurværi sitt af því að starfa í ferðaþjónustu og skyldum greinum. Ferðaþjónusta er atvinnugrein! Upp á síðkastið hefur hins vega gætt pirrings og óþolinmæði gagnvart þeim sem þjóna erlendum ferðamönnum og hefur orðræðan oftar en ekki beinst að langferðabílum sem eru að reyna að athafna sig nálægt gististöðum borgarinnar. Þetta á jafnt við um hótel og gistiheimili í miðborginni, sem og í öðrum hverfum borgarinnar. Rútur eru allt í einu orðin bitbein og allir hafa rétt á því að skammast út af rútum í borginni. Rútur eru stór partur af borgarmyndinni allri og gegna veigamiklu hlutverki í því sjónarspili sem flutningur erlendra gesta milli staða í Reykjavík er. Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bílstjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöflast á bílflautum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar. Sumir bílstjóranna geta ekki stillt sig um að svara til baka, en flestir láta þetta yfir sig ganga og reyna að halda andliti gagnvart farþegum sínum. Farþegarnir verða oft dauðskelkaðir og vita ekki í hvaða feni þeir eru lentir og spyrja; erum við velkomin. Íslendingar gefa sig út fyrir að vera réttlát og friðelskandi þjóð, en nú er búið að gefa út skotleyfi á rútur og friðsælir borgarar umhverfast í merkisbera ímyndaðs réttlætis með því að láta skap sitt bitna á rútubílum! Fréttir af stórum rútum sem eru fastar í öngstrætum miðborgarinnar eru blásnar út í fjölmiðlum og allir eiga til sögur af rútum sem leggja uppi á stéttum, í merkt stæði opinberra starfsmanna og á stöðum þar sem mikið er um einkabíla. Alls staðar eru rúturnar fyrir.Skaði fyrir þjóðarbúið Öll hótel og allir gististaðir í Reykjavík telja sig eiga rétt á því að fá rútur heim að dyrum, ýmist til að skila farþegum af sér eða til að sækja gesti sem eru að fara úr landi eða í styttri og lengri ferðir. Rútufyrirtæki reyna eftir fremsta megni að verða við þessum óskum, þrátt fyrir að í mörgum tilfellum hreinlega vanti almenn bílastæði við hótelin og gististaðina, hvað þá að gert sé ráð fyrir rútum. Tvö nýleg hótel í borginni eru til vitnis um þetta, annað við Hlemm og hitt í Þórunnartúni, það síðara er stærsta hótel á Íslandi. Aðkoma að því hóteli frá Borgartúni er lokuð og frá Bríetartúni er aðeins fólksbílafæri. Það þýðir þó ekki að sakast við einn eða neinn, heldur gera gott úr því sem er til staðar hverju sinni. Það má þó brýna fyrir samborgurunum að sýna umburðarlyndi og samkennd þó að smátafir verði vegna skorts á rútubílastæðum í borginni. Hugmynd yfirmanna borgarinnar um hjólandi og gangandi fólk í miðbænum er góð og gild, en á hreint ekki við um erlenda gesti sem þekkja ekki borgina og eru þar að auki oftast með þungan farangur meðferðis, en ekki hjólið sitt. Pirringur og reiði smita út frá sér og fæla frá. Við eigum að sýna umburðarlyndi og vera gestrisin – það væri mikill skaði fyrir þjóðarbúið ef ferðamenn hætta að koma til landsins. Það þarf að viðurkenna þjónustu sem atvinnugrein.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun