Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikkland í gærkvöldi. nordicphotos/afp Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sótti í gær leiðtogafund ríkja Evrusvæðisins þar sem hann sóttist eftir nýjum samningi um neyðaraðstoð fyrir gríska ríkið. Sú aðstoð myndi verða háð ströngum skilmálum um breytingar á ríkisrekstri. Ekki náðist samkomulag á fundinum. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði við blaðamenn eftir fundinn að annar fundur yrði haldinn á sunnudaginn með öllum 28 leiðtogum ríkja Evrópusambandsins, ekki bara Evrusvæðisins. Vonast er til að niðurstaða náist á þeim fundi, sem verður sá síðasti. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði Grikki enn ekki uppfylla þau skilyrði sem hún telur nauðsynleg til að hefja samningaviðræður af alvöru. Hún sagðist enn fremur vonast til þess að hafa nægilega ítarlegar tillögur frá Grikkjum fyrir fimmtudag til að bera undir þýska þingið svo hægt sé að hefja samningaviðræður. „Ég er andvígur brotthvarfi Grikklands úr Evrusvæðinu en ég get ekki afstýrt því ef gríska ríkisstjórnin fer ekki að óskum okkar,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann sagði framkvæmdastjórnina hafa undirbúið ítarlega áætlun ef af brotthvarfi verður. Juncker gaf Grikkjum frest til föstudagsmorgun til að koma með ítarlegar tillögur.Jean-Claude JunckerFrançois Hollande, forseti Frakklands, sagði eftir fundinn að vel væri mögulegt að ná samkomulagi. „Þetta voru langar og strangar viðræður sem sýna hversu alvarlegt ástandið er,“ sagði Merkel og bætti því við að sú þörf að kalla til allra leiðtoga ríkja Evrópusambandsins undirstriki alvarleikann. „Einungis fimm dagar eru til stefnu til að finna endanlegt samkomulag við Grikki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Hann sagði þetta mikilvægasta augnablik í sögu evrunnar. Tsipras mun ávarpa Evrópuþingið í dag til að greina nánar frá stöðu mála. Evklíð Tsakalótos, hinn nýi fjármálaráðherra Grikklands, mætti tómhentur á samningafund við fjármálaráðherra ríkja Evrusvæðisins í Brussel í gær. Talið var að Tsakalótos myndi koma með nýjar tillögur til að létta á skuldabyrgði Grikkja. Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikkja, sagði við fréttastofu BBC í fyrradag að tillögurnar miðuðu að þrjátíu prósent skuldaniðurfellingu. Grikkland Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sótti í gær leiðtogafund ríkja Evrusvæðisins þar sem hann sóttist eftir nýjum samningi um neyðaraðstoð fyrir gríska ríkið. Sú aðstoð myndi verða háð ströngum skilmálum um breytingar á ríkisrekstri. Ekki náðist samkomulag á fundinum. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði við blaðamenn eftir fundinn að annar fundur yrði haldinn á sunnudaginn með öllum 28 leiðtogum ríkja Evrópusambandsins, ekki bara Evrusvæðisins. Vonast er til að niðurstaða náist á þeim fundi, sem verður sá síðasti. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði Grikki enn ekki uppfylla þau skilyrði sem hún telur nauðsynleg til að hefja samningaviðræður af alvöru. Hún sagðist enn fremur vonast til þess að hafa nægilega ítarlegar tillögur frá Grikkjum fyrir fimmtudag til að bera undir þýska þingið svo hægt sé að hefja samningaviðræður. „Ég er andvígur brotthvarfi Grikklands úr Evrusvæðinu en ég get ekki afstýrt því ef gríska ríkisstjórnin fer ekki að óskum okkar,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann sagði framkvæmdastjórnina hafa undirbúið ítarlega áætlun ef af brotthvarfi verður. Juncker gaf Grikkjum frest til föstudagsmorgun til að koma með ítarlegar tillögur.Jean-Claude JunckerFrançois Hollande, forseti Frakklands, sagði eftir fundinn að vel væri mögulegt að ná samkomulagi. „Þetta voru langar og strangar viðræður sem sýna hversu alvarlegt ástandið er,“ sagði Merkel og bætti því við að sú þörf að kalla til allra leiðtoga ríkja Evrópusambandsins undirstriki alvarleikann. „Einungis fimm dagar eru til stefnu til að finna endanlegt samkomulag við Grikki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Hann sagði þetta mikilvægasta augnablik í sögu evrunnar. Tsipras mun ávarpa Evrópuþingið í dag til að greina nánar frá stöðu mála. Evklíð Tsakalótos, hinn nýi fjármálaráðherra Grikklands, mætti tómhentur á samningafund við fjármálaráðherra ríkja Evrusvæðisins í Brussel í gær. Talið var að Tsakalótos myndi koma með nýjar tillögur til að létta á skuldabyrgði Grikkja. Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikkja, sagði við fréttastofu BBC í fyrradag að tillögurnar miðuðu að þrjátíu prósent skuldaniðurfellingu.
Grikkland Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira