Bandaríska hagkerfið brothætt jón hákon halldórsson skrifar 8. júlí 2015 12:00 AGS telur hagkerfið standa frammi fyrir hættu. Nordicphotos/getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að hætta steðji að bandaríska fjármálakerfinu. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins, sem er sú fyrsta sinnar tegundar frá árinu 2010. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur þó að meira jafnvægi sé í ríkisbúskapnum nú en fyrir bankakrísuna 2008. Ein aðalgagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í garð Bandaríkjanna er að bankarnir séu of stórir. Þeirra á meðal eru JPMorgan Chase og Wells Fargo. Telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að efnahagsreikningur þessara banka sé of stór eftir að þeir hafi yfirtekið eignir banka sem hrundu í fjármálakreppunni. „Stórir og tengdir bankar tröllríða bankakerfinu í meiri mæli nú en nokkru sinni fyrr,“ hefur CNN fréttastofan eftir skýrsluhöfundum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur líka miklar áhyggjur af því sem hann kallar skuggabankakerfið. Vogunarsjóðir, eignastýringafyrirtæki og tryggingafyrirtæki stýra núna 70 prósentum allra eigna og það skapar kerfisáhættu. Þá segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að lágir vextir hvetji fjárfesta til þess að taka sífellt meiri áhættu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir líka viðvörunarljós vera farin að kvikna á hlutabréfamarkaði. Hlutabréfaverð sé að verða hærra en afkomuspár fyrirtækjanna gefi tilefni til. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að hætta steðji að bandaríska fjármálakerfinu. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins, sem er sú fyrsta sinnar tegundar frá árinu 2010. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur þó að meira jafnvægi sé í ríkisbúskapnum nú en fyrir bankakrísuna 2008. Ein aðalgagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í garð Bandaríkjanna er að bankarnir séu of stórir. Þeirra á meðal eru JPMorgan Chase og Wells Fargo. Telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að efnahagsreikningur þessara banka sé of stór eftir að þeir hafi yfirtekið eignir banka sem hrundu í fjármálakreppunni. „Stórir og tengdir bankar tröllríða bankakerfinu í meiri mæli nú en nokkru sinni fyrr,“ hefur CNN fréttastofan eftir skýrsluhöfundum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur líka miklar áhyggjur af því sem hann kallar skuggabankakerfið. Vogunarsjóðir, eignastýringafyrirtæki og tryggingafyrirtæki stýra núna 70 prósentum allra eigna og það skapar kerfisáhættu. Þá segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að lágir vextir hvetji fjárfesta til þess að taka sífellt meiri áhættu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir líka viðvörunarljós vera farin að kvikna á hlutabréfamarkaði. Hlutabréfaverð sé að verða hærra en afkomuspár fyrirtækjanna gefi tilefni til.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira