Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2015 06:30 Strákarnir hafa ærna ástæðu til að fagna. Ætli það verði ekki talað um íslenska knattspyrnu fyrir og eftir Lars Lagerbäck eftir nokkur ár, svo ótrúlegum árangri hefur Svíinn náð með hjálp Heimis Hallgrímssonar. Umbreytingin á íslenska karlalandsliðinu undanfarin þrjú ár er hvergi meira áberandi en í valhoppi íslenska liðsins um upp styrkleikalista FIFA. Liðið sem var nokkrum sætum neðar en Færeyjar og Liechtenstein haustið 2011 er nú komið í hóp 25 bestu knattspyrnuþjóða heims. Hinn öflugi spænski knattspyrnutölfræðingur Alexis Martín-Tamayo hefur tekið saman stig landa í næstu útgáfu FIFA-listans og samkvæmt hans útreikningum er íslenska liðið að hoppa upp í 23. sæti listans og er nú aðeins einu sæti á eftir Frökkum og sex sætum á eftir Ítölum.Aftur bestir á Norðurlöndum Ísland hefur hæst komist upp í 28. sæti listans en liðið varð efst Norðurlandaþjóða í október 2014. Danir stukku upp fyrir íslenska liðið á næsta lista en eru nú samkvæmt útreikningum Alexis komnir í annað sætið á ný. Það er langt í bæði Svía (33. sæti) og Norðmenn (neðar en 60. sæti) sem voru sem dæmi meira en hundrað sætum á undan Íslandi fyrir þremur árum síðan. Standist útreikningar Mister Chip sem bregðast nær aldrei, þá er íslenska landsliðið að hoppa um fjórtán sæti á listanum og verður þetta þá í sjöunda sinn í þjálfaratíð Lars Lagerbäck sem liðið tekur stórt stökk upp FIFA-listann á síðustu 34 mánuðum eða frá fyrsta stóra stökkinu í september 2012. Sigurinn á Tékkum á Laugardalsvelli fyrir 26 dögum kom íslenska liðinu ekki aðeins á topp riðilsins í undankeppni EM 2016 allt sumar heldur einnig upp í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM í Sankti Pétursborg í lok mánaðarins.Sextánda sæti innan Evrópu Íslenska liðið verður væntanlega í sextánda sæti af evrópsku þjóðunum á nýjum lista en liðin í sætum tíu til átján fylla annan styrkleikaflokk. Ísland er þriðja síðasta liðið þangað til og er á undan bæði Danmörku og Bosníu samkvæmt útreikningum Martín-Tamayo. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessi sjö stóru stökk íslenska liðsins í þjálfaratíð Lars Lagerbäck en sex af þeim hafa komið eftir flotta sigra í undankeppnum. Auk þess hefur íslenska liðið sex sinnum hækkað sig um fimm til átta sæti milli útgáfu FIFA-listans þessi þrjú mögnuðu ár Lars með íslenska liðið.Vísir EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Getum Tékkað okkur inn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið hálfa leið til Frakklands eftir frækinn endurkomusigur á Tékklandi í gær. Ísland fór með þessum sigri upp í efsta sæti riðilsins og verður þar í allt sumar að minnsta kosti. 13. júní 2015 08:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Ætli það verði ekki talað um íslenska knattspyrnu fyrir og eftir Lars Lagerbäck eftir nokkur ár, svo ótrúlegum árangri hefur Svíinn náð með hjálp Heimis Hallgrímssonar. Umbreytingin á íslenska karlalandsliðinu undanfarin þrjú ár er hvergi meira áberandi en í valhoppi íslenska liðsins um upp styrkleikalista FIFA. Liðið sem var nokkrum sætum neðar en Færeyjar og Liechtenstein haustið 2011 er nú komið í hóp 25 bestu knattspyrnuþjóða heims. Hinn öflugi spænski knattspyrnutölfræðingur Alexis Martín-Tamayo hefur tekið saman stig landa í næstu útgáfu FIFA-listans og samkvæmt hans útreikningum er íslenska liðið að hoppa upp í 23. sæti listans og er nú aðeins einu sæti á eftir Frökkum og sex sætum á eftir Ítölum.Aftur bestir á Norðurlöndum Ísland hefur hæst komist upp í 28. sæti listans en liðið varð efst Norðurlandaþjóða í október 2014. Danir stukku upp fyrir íslenska liðið á næsta lista en eru nú samkvæmt útreikningum Alexis komnir í annað sætið á ný. Það er langt í bæði Svía (33. sæti) og Norðmenn (neðar en 60. sæti) sem voru sem dæmi meira en hundrað sætum á undan Íslandi fyrir þremur árum síðan. Standist útreikningar Mister Chip sem bregðast nær aldrei, þá er íslenska landsliðið að hoppa um fjórtán sæti á listanum og verður þetta þá í sjöunda sinn í þjálfaratíð Lars Lagerbäck sem liðið tekur stórt stökk upp FIFA-listann á síðustu 34 mánuðum eða frá fyrsta stóra stökkinu í september 2012. Sigurinn á Tékkum á Laugardalsvelli fyrir 26 dögum kom íslenska liðinu ekki aðeins á topp riðilsins í undankeppni EM 2016 allt sumar heldur einnig upp í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM í Sankti Pétursborg í lok mánaðarins.Sextánda sæti innan Evrópu Íslenska liðið verður væntanlega í sextánda sæti af evrópsku þjóðunum á nýjum lista en liðin í sætum tíu til átján fylla annan styrkleikaflokk. Ísland er þriðja síðasta liðið þangað til og er á undan bæði Danmörku og Bosníu samkvæmt útreikningum Martín-Tamayo. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessi sjö stóru stökk íslenska liðsins í þjálfaratíð Lars Lagerbäck en sex af þeim hafa komið eftir flotta sigra í undankeppnum. Auk þess hefur íslenska liðið sex sinnum hækkað sig um fimm til átta sæti milli útgáfu FIFA-listans þessi þrjú mögnuðu ár Lars með íslenska liðið.Vísir
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Getum Tékkað okkur inn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið hálfa leið til Frakklands eftir frækinn endurkomusigur á Tékklandi í gær. Ísland fór með þessum sigri upp í efsta sæti riðilsins og verður þar í allt sumar að minnsta kosti. 13. júní 2015 08:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Getum Tékkað okkur inn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið hálfa leið til Frakklands eftir frækinn endurkomusigur á Tékklandi í gær. Ísland fór með þessum sigri upp í efsta sæti riðilsins og verður þar í allt sumar að minnsta kosti. 13. júní 2015 08:00
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48
Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00