Makrílsréttindi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Ég skal standa vörð um mannréttindi og taka þátt í að þvinga önnur ríki til að virða mannréttindi, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á viðskiptahagsmuni mína. Ef þú ert að kaupa fisk af mér, makríl til dæmis, þá ætla ég ekki að hafa skoðun á því hvernig þú ferð með þegna þína, hvort þú ræðst inn í önnur ríki eða að skipta mér yfirhöfuð nokkuð af því hvað þú gerir, annað en að kaupa makrílinn af mér. Nokkurn veginn svona má súmmera upp málflutning þeirra sem vilja að Íslendingar hætti að styðja viðskiptabann ESB á Rússa. Þvingununum var komið á í fyrra, í kjölfar framferðis Rússa á Krímskaga og í Úkraínu og sagt eiga að knýja þá til að fara eftir skilmálum vopnahlés í Úkraínu. Viðskiptabannið er um margt umdeilt. Það er margt á huldu um stríðið í Úkraínu og erfitt að finna nokkurn hvítþveginn og saklausan í þeim deilum. Þá hefur sú skoðun heyrst að viðskiptabannið sé ekki síst sett með hagsmuni ákveðinna Evrópuríkja í huga. Að minnsta kosti væru þau mörg viðskiptabönnin ef eitt gengi yfir alla. En hvað sem því líður þá er viðskiptabannið á Rússa staðreynd, sett með ákveðnum skilyrðum og ákveðnar kröfur settar fram. Viðskiptabönn eru verkfæri í vopnabúri alþjóðastjórnmála. Þau hafa oft og tíðum virkað vel; nægir að horfa til Apartheid í Suður-Afríku. Og Íslendingar hafa sem hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, og raunar blandast aðild að Atlantshafsbandalaginu þar inn í líka, stutt viðskiptabannið. Ekki er annað að ætla en að um það hafi farið fram töluverð umræða í ríkisstjórn á sínum tíma, líklega utanríkismálanefnd líka, eða hvað? Jafn róttæk aðgerð og að styðja viðskiptabann á þjóð sem á í ríkum viðskiptum við landið hlýtur að hafa verið vel undirbúin. Og þar sem allir og amma þeirra sáu fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu við viðskiptabanninu hlýtur ríkisstjórn Íslands að vera vel undir það búin að Rússar svari í sömu mynt og setji viðskiptabann á Ísland. Utanríkismálanefnd fundaði um málið í gær og niðurstaðan er sú að halda eigi áfram stuðningi við viðskiptabannið. Það er gott að kerfið skuli bregðast við, nefnd funda þó sumarleyfi séu og ráðherra taka afstöðu í jafn stóru máli. Allt þetta hefði þó verið hægt að sjá fyrir, því þó Rússar hafi leyft Íslendingum að höndla með fisk lengur en mörgum öðrum þjóðum sem styðja viðskiptabannið, var það alltaf tímaspursmál hvenær því linnti. Fiskútflytjendur kvarta nú sáran yfir því að halda eigi stuðningi við viðskiptabannið til streitu. Þeir virðast ekki hafa séð fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu, sem bendir ekki til þess að þeir þekki viðskiptavini sína mjög vel. Utanfrá séð lítur það þannig út að Íslendingar hafi notið þess á meðan á því stóð að geta ein fárra þjóða selt fisk sinn í Rússlandi, en nú virðist það vera á enda. Hvað sem að endingu gerist á stefna varðandi mannréttindi ekki að ráðast af því hversu mikið við græðum eða töpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Ég skal standa vörð um mannréttindi og taka þátt í að þvinga önnur ríki til að virða mannréttindi, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á viðskiptahagsmuni mína. Ef þú ert að kaupa fisk af mér, makríl til dæmis, þá ætla ég ekki að hafa skoðun á því hvernig þú ferð með þegna þína, hvort þú ræðst inn í önnur ríki eða að skipta mér yfirhöfuð nokkuð af því hvað þú gerir, annað en að kaupa makrílinn af mér. Nokkurn veginn svona má súmmera upp málflutning þeirra sem vilja að Íslendingar hætti að styðja viðskiptabann ESB á Rússa. Þvingununum var komið á í fyrra, í kjölfar framferðis Rússa á Krímskaga og í Úkraínu og sagt eiga að knýja þá til að fara eftir skilmálum vopnahlés í Úkraínu. Viðskiptabannið er um margt umdeilt. Það er margt á huldu um stríðið í Úkraínu og erfitt að finna nokkurn hvítþveginn og saklausan í þeim deilum. Þá hefur sú skoðun heyrst að viðskiptabannið sé ekki síst sett með hagsmuni ákveðinna Evrópuríkja í huga. Að minnsta kosti væru þau mörg viðskiptabönnin ef eitt gengi yfir alla. En hvað sem því líður þá er viðskiptabannið á Rússa staðreynd, sett með ákveðnum skilyrðum og ákveðnar kröfur settar fram. Viðskiptabönn eru verkfæri í vopnabúri alþjóðastjórnmála. Þau hafa oft og tíðum virkað vel; nægir að horfa til Apartheid í Suður-Afríku. Og Íslendingar hafa sem hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, og raunar blandast aðild að Atlantshafsbandalaginu þar inn í líka, stutt viðskiptabannið. Ekki er annað að ætla en að um það hafi farið fram töluverð umræða í ríkisstjórn á sínum tíma, líklega utanríkismálanefnd líka, eða hvað? Jafn róttæk aðgerð og að styðja viðskiptabann á þjóð sem á í ríkum viðskiptum við landið hlýtur að hafa verið vel undirbúin. Og þar sem allir og amma þeirra sáu fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu við viðskiptabanninu hlýtur ríkisstjórn Íslands að vera vel undir það búin að Rússar svari í sömu mynt og setji viðskiptabann á Ísland. Utanríkismálanefnd fundaði um málið í gær og niðurstaðan er sú að halda eigi áfram stuðningi við viðskiptabannið. Það er gott að kerfið skuli bregðast við, nefnd funda þó sumarleyfi séu og ráðherra taka afstöðu í jafn stóru máli. Allt þetta hefði þó verið hægt að sjá fyrir, því þó Rússar hafi leyft Íslendingum að höndla með fisk lengur en mörgum öðrum þjóðum sem styðja viðskiptabannið, var það alltaf tímaspursmál hvenær því linnti. Fiskútflytjendur kvarta nú sáran yfir því að halda eigi stuðningi við viðskiptabannið til streitu. Þeir virðast ekki hafa séð fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu, sem bendir ekki til þess að þeir þekki viðskiptavini sína mjög vel. Utanfrá séð lítur það þannig út að Íslendingar hafi notið þess á meðan á því stóð að geta ein fárra þjóða selt fisk sinn í Rússlandi, en nú virðist það vera á enda. Hvað sem að endingu gerist á stefna varðandi mannréttindi ekki að ráðast af því hversu mikið við græðum eða töpum.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun