Boðar heildarendurskoðun á fangelsismálum í vetur Sveinn Arnarsson skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Fangar á Akureyri vilja frekar vera lokaðir inni á Akureyri en frjálsir syðra. Eina leiðin til að ljúka afplánun utan fangelsis er að vera í Reykjavík. „Þetta finnst mér hróplegt óréttlæti fyrir fanga á Norðurlandi og það er mjög mikilvægt að sambærilegt úrræði og Vernd verði að veruleika á Akureyri,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Fangar á Akureyri velja margir hverjir frekar að sitja inni í fangelsinu á Akureyri en að ljúka afplánun utan fangelsis þar sem það krefst búferlaflutninga frá fjölskyldu til Reykjavíkur.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndarFréttablaðið greindi frá því á fimmtdag að eina áfangaheimilið fyrir fanga til dvalar er í Reykjavík. Vilji þeir ljúka afplánun utan fangelsis, eins og lög um fullnustu refsinga gefur leyfi til, er ekki annar möguleiki en að flytja til Reykjavíkur. „Fangi á Akureyri þarf að velja á milli vægari refsingar í opnu úrræði og þess að sitja allan afplánunartímann í öryggisfangelsi til að eiga kost á heimsóknum frá maka og börnum.“ segir Brynhildur og minnir á að fangelsisvist er kostnaðarsöm leið fyrir ríkið. „Þess utan er þetta hreinlega klár mismunun eftir búsetu sem á ekki að líðast og er margfalt dýrara fyrir ríkið að hýsa fanga í fangelsi en á áfangaheimili utan fangelsis.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í frétt Fréttablaðsins í fyrradag að meira fé þyrfti að renna í málaflokkinn frá hinu opinbera. Hans verkefni nú væri að reyna að reka fangelsismálastofnun á núllinu og „halda sjó“ eins og hann orðaði það. Ekki væri til fjármagn til að koma á áfangaheimili á Norðurlandi sökum fjárskorts.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðarUnnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, boðar gagngera endurskoðun málaflokksins á komandi vetri. „Ég segi það núna og hef sagt það áður að fangelsismál á Íslandi þurfa að fara í gegnum heildarendurskoðun. Við verðum að setja niður hver næstu skref okkar eigi að vera, hver heildarsýnin er varðandi Litla-Hraun og Akureyri og hvernig fjármunir eru sem best nýttir. Það verður svo verkefni vetrarins að mínu mati,“ segir Unnur Brá. Alþingi Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
„Þetta finnst mér hróplegt óréttlæti fyrir fanga á Norðurlandi og það er mjög mikilvægt að sambærilegt úrræði og Vernd verði að veruleika á Akureyri,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Fangar á Akureyri velja margir hverjir frekar að sitja inni í fangelsinu á Akureyri en að ljúka afplánun utan fangelsis þar sem það krefst búferlaflutninga frá fjölskyldu til Reykjavíkur.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndarFréttablaðið greindi frá því á fimmtdag að eina áfangaheimilið fyrir fanga til dvalar er í Reykjavík. Vilji þeir ljúka afplánun utan fangelsis, eins og lög um fullnustu refsinga gefur leyfi til, er ekki annar möguleiki en að flytja til Reykjavíkur. „Fangi á Akureyri þarf að velja á milli vægari refsingar í opnu úrræði og þess að sitja allan afplánunartímann í öryggisfangelsi til að eiga kost á heimsóknum frá maka og börnum.“ segir Brynhildur og minnir á að fangelsisvist er kostnaðarsöm leið fyrir ríkið. „Þess utan er þetta hreinlega klár mismunun eftir búsetu sem á ekki að líðast og er margfalt dýrara fyrir ríkið að hýsa fanga í fangelsi en á áfangaheimili utan fangelsis.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í frétt Fréttablaðsins í fyrradag að meira fé þyrfti að renna í málaflokkinn frá hinu opinbera. Hans verkefni nú væri að reyna að reka fangelsismálastofnun á núllinu og „halda sjó“ eins og hann orðaði það. Ekki væri til fjármagn til að koma á áfangaheimili á Norðurlandi sökum fjárskorts.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðarUnnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, boðar gagngera endurskoðun málaflokksins á komandi vetri. „Ég segi það núna og hef sagt það áður að fangelsismál á Íslandi þurfa að fara í gegnum heildarendurskoðun. Við verðum að setja niður hver næstu skref okkar eigi að vera, hver heildarsýnin er varðandi Litla-Hraun og Akureyri og hvernig fjármunir eru sem best nýttir. Það verður svo verkefni vetrarins að mínu mati,“ segir Unnur Brá.
Alþingi Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira