Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. janúar 2016 05:00 Henriette Reker, borgarstjóri í Köln, vakti furðu fyrir ráðleggingar sínar. vísir/epa Lögreglan í Köln sætir nú gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot, sem tugir eða hundruð kvenna urðu fyrir á gamlárskvöld þar í borg. Thomas de Maiziere innanríkisráðherra hefur tekið undir gagnrýnina og krefst skýringa. „Svona getur lögreglan ekki starfað,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. „Ég vil fá skýringar sem fyrst,“ sagði hann: „Var þetta skipulagt, voru þetta virkilega Norður-Afríkumenn og hvernig var hægt að fullyrða daginn eftir að allt hefði gengið friðsamlega fyrir sig?" Þá hafa ummæli borgarstjórans í Köln, Henriette Reker, vakið furðu og gagnrýni á samfélagsmiðlum, en hún sagði konur þurfa að gæta þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð við aðstæður sem þessar. Lögreglan í Köln hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Framvegis verði séð til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum, sérstaklega á kjötkveðjuhátíðartímanum sem fram undan er. Meðal annars verði settar upp fleiri eftirlitsmyndavélar, tryggt verði að nægur mannafli sé á vakt og hann fái fyrirmæli um að grípa fyrr inn í. Þá verði mönnum, sem áður hafa vakið athygli lögreglu vegna svipaðra brota, meinað að fara inn á ákveðnar götur. Lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir yfirlýsingar um að árásarmennirnir hafi almennt verið af arabískum eða norðurafrískum uppruna. Þessar yfirlýsingar hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. André Schulz, formaður félags þýskra lögreglumanna (BDK), segir ekkert nýtt við það að hópar afbrotamanna safnist saman við aðalbrautarstöðina í Köln og geri þar óskunda. Það tengist yfirleitt skipulagðri glæpastarfsemi: „Hin svokallaða uppátroðsla brotamanna, sem oft eru frá Norður-Afríku eða Balkanskaga, fellur undir gengjaglæpi og er alls ekkert nýtt fyrirbæri í glæpaheiminum,“ er haft eftir honum á fréttasíðu vikublaðsins Die Zeit. Wolfgang Albers, lögreglustjóri í Köln, segist alls ekki ætla að segja af sér vegna málsins, þótt á hann sé þrýst. Og de Maiziere innanríkisráðherra hefur á móti verið gagnrýndur fyrir að tala til lögreglunnar með þeim hætti sem hann gerði. Hundruð manna hafa mótmælt í vikunni vegna málsins fyrir utan lestarstöðina. Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Lögreglan í Köln sætir nú gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot, sem tugir eða hundruð kvenna urðu fyrir á gamlárskvöld þar í borg. Thomas de Maiziere innanríkisráðherra hefur tekið undir gagnrýnina og krefst skýringa. „Svona getur lögreglan ekki starfað,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. „Ég vil fá skýringar sem fyrst,“ sagði hann: „Var þetta skipulagt, voru þetta virkilega Norður-Afríkumenn og hvernig var hægt að fullyrða daginn eftir að allt hefði gengið friðsamlega fyrir sig?" Þá hafa ummæli borgarstjórans í Köln, Henriette Reker, vakið furðu og gagnrýni á samfélagsmiðlum, en hún sagði konur þurfa að gæta þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð við aðstæður sem þessar. Lögreglan í Köln hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Framvegis verði séð til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum, sérstaklega á kjötkveðjuhátíðartímanum sem fram undan er. Meðal annars verði settar upp fleiri eftirlitsmyndavélar, tryggt verði að nægur mannafli sé á vakt og hann fái fyrirmæli um að grípa fyrr inn í. Þá verði mönnum, sem áður hafa vakið athygli lögreglu vegna svipaðra brota, meinað að fara inn á ákveðnar götur. Lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir yfirlýsingar um að árásarmennirnir hafi almennt verið af arabískum eða norðurafrískum uppruna. Þessar yfirlýsingar hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. André Schulz, formaður félags þýskra lögreglumanna (BDK), segir ekkert nýtt við það að hópar afbrotamanna safnist saman við aðalbrautarstöðina í Köln og geri þar óskunda. Það tengist yfirleitt skipulagðri glæpastarfsemi: „Hin svokallaða uppátroðsla brotamanna, sem oft eru frá Norður-Afríku eða Balkanskaga, fellur undir gengjaglæpi og er alls ekkert nýtt fyrirbæri í glæpaheiminum,“ er haft eftir honum á fréttasíðu vikublaðsins Die Zeit. Wolfgang Albers, lögreglustjóri í Köln, segist alls ekki ætla að segja af sér vegna málsins, þótt á hann sé þrýst. Og de Maiziere innanríkisráðherra hefur á móti verið gagnrýndur fyrir að tala til lögreglunnar með þeim hætti sem hann gerði. Hundruð manna hafa mótmælt í vikunni vegna málsins fyrir utan lestarstöðina.
Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira