Ungu stelpurnar í Keflavík gáfust ekki upp og unnu langþráðan útisigur í Grindavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2016 21:05 Guðlaug Björt Júlíusdóttir var mjög góð á móti sínum gömlu félögum og endaði með flotta tvennu, 16 stig og 10 fráköst. Vísir/Stefán Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Grindavík, 80-76, í Grindavík í kvöld í fyrsta leik ársins í Domino´s deild kvenna en Keflavíkurliðið komst með þessum sigri upp í þriðja sæti deildarinnar. Keflavíkurkonur unnu þarna sinn fyrsta útileik í deildinni á tímabilinu en liðið tapaði öllum fimm útileikjum sínum fyrir áramót. Útlitið var heldur ekki bjart enda byrjaði grindavíkurliðið að miklum krafti og var mest sautján stigum yfir í fyrsta leikhlutanum. Keflavíkurkonur gáfust ekki upp, unnu sig til baka inn í leikinn og tóku síðan frumkvæðið með frábærum þriðja leikhluta. Melissa Zornig skoraði 20 stig fyrir Keflavík, landsliðskonan unga Sandra Lind Þrastardóttir bætti við 16 stigum og 9 fráköstum og gamli Grindvíkingurinn Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Petrúnella Skúladóttir var stighæst hjá Grindavík með 17 stig, Hrund Skúladóttir skoraði 16 stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 15 stig. Systurnar Petrúnella Skúladóttir og Hrund Skúladóttir gáfu tóninn í fyrsta leikhluta en þær voru báðar búnar að skora þrist á fyrstu 80 sekúndunum og skoruðu saman 19 stig og fimm þrista í fyrsta leikhlutanum. Grindavíkurliðið skoraði alls átta þriggja stiga körfur fyrstu tíu mínútur leiksins og var komið sextán stigum yfir, 30-14, við lok hans. Keflavík minnkaði muninn í ellefu stig fyrir hálfleik en staðan var þá 45-34 fyrir heimastúlkur í Grindavík. Systynar voru stigahæstu leikmenn vallarins í fyrri hálfleiknum, Petrúnella með 14 stig og Hrund með 12 stig. Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkurliðsins, náði heldur betur að kveikja í sínum stelpum í hálfleiknum og þær komu mjög grimmar til leiks eftir hálfleikinn. Keflavíkurkonur skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiksins og náðu muninum niður í fjögur stig, 45-41. Grindavík náði muninum aftur í níu stig en Keflavíkurliðið kom strax til baka og jafnaði metin í 53-53. Keflavíkurliðið var síðan komið fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 62-57, en þriðji leikhlutinn fór 28-12 fyrir Keflavík. Fjórði leikhlutinn var spennandi og gestirnir úr Keflavík voru næstum því búnir að kasta frá sér sigrinum á vítalínunni í lokin. Hinni bandarísku Whitney Michelle Frazier mistókst hinsvegar líka að skora úr tveimur vítum þegar hún gaf jafnað metin í lokin og Marín Laufey Daðvísdóttir tryggði Keflavík sigurinn með tveimur vítaskotum sem bæði rötuðu rétta leið.Grindavík-Keflavík 76-80 (30-14, 15-20, 12-28, 19-18)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 17/6 fráköst, Hrund Skuladóttir 16, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15, Whitney Michelle Frazier 12/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1/5 fráköst.Keflavík: Melissa Zornig 20/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 16/9 fráköst/3 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/10 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elfa Falsdottir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Grindavík, 80-76, í Grindavík í kvöld í fyrsta leik ársins í Domino´s deild kvenna en Keflavíkurliðið komst með þessum sigri upp í þriðja sæti deildarinnar. Keflavíkurkonur unnu þarna sinn fyrsta útileik í deildinni á tímabilinu en liðið tapaði öllum fimm útileikjum sínum fyrir áramót. Útlitið var heldur ekki bjart enda byrjaði grindavíkurliðið að miklum krafti og var mest sautján stigum yfir í fyrsta leikhlutanum. Keflavíkurkonur gáfust ekki upp, unnu sig til baka inn í leikinn og tóku síðan frumkvæðið með frábærum þriðja leikhluta. Melissa Zornig skoraði 20 stig fyrir Keflavík, landsliðskonan unga Sandra Lind Þrastardóttir bætti við 16 stigum og 9 fráköstum og gamli Grindvíkingurinn Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Petrúnella Skúladóttir var stighæst hjá Grindavík með 17 stig, Hrund Skúladóttir skoraði 16 stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 15 stig. Systurnar Petrúnella Skúladóttir og Hrund Skúladóttir gáfu tóninn í fyrsta leikhluta en þær voru báðar búnar að skora þrist á fyrstu 80 sekúndunum og skoruðu saman 19 stig og fimm þrista í fyrsta leikhlutanum. Grindavíkurliðið skoraði alls átta þriggja stiga körfur fyrstu tíu mínútur leiksins og var komið sextán stigum yfir, 30-14, við lok hans. Keflavík minnkaði muninn í ellefu stig fyrir hálfleik en staðan var þá 45-34 fyrir heimastúlkur í Grindavík. Systynar voru stigahæstu leikmenn vallarins í fyrri hálfleiknum, Petrúnella með 14 stig og Hrund með 12 stig. Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkurliðsins, náði heldur betur að kveikja í sínum stelpum í hálfleiknum og þær komu mjög grimmar til leiks eftir hálfleikinn. Keflavíkurkonur skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiksins og náðu muninum niður í fjögur stig, 45-41. Grindavík náði muninum aftur í níu stig en Keflavíkurliðið kom strax til baka og jafnaði metin í 53-53. Keflavíkurliðið var síðan komið fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 62-57, en þriðji leikhlutinn fór 28-12 fyrir Keflavík. Fjórði leikhlutinn var spennandi og gestirnir úr Keflavík voru næstum því búnir að kasta frá sér sigrinum á vítalínunni í lokin. Hinni bandarísku Whitney Michelle Frazier mistókst hinsvegar líka að skora úr tveimur vítum þegar hún gaf jafnað metin í lokin og Marín Laufey Daðvísdóttir tryggði Keflavík sigurinn með tveimur vítaskotum sem bæði rötuðu rétta leið.Grindavík-Keflavík 76-80 (30-14, 15-20, 12-28, 19-18)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 17/6 fráköst, Hrund Skuladóttir 16, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15, Whitney Michelle Frazier 12/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1/5 fráköst.Keflavík: Melissa Zornig 20/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 16/9 fráköst/3 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/10 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elfa Falsdottir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira