Frestunarárátta eða lausnir? Teitur Guðmundsson skrifar 18. janúar 2016 09:51 Það dylst engum sem fylgist með fréttum frá degi til dags að það eru mörg vandamálin í heilbrigðisþjónustu landsmanna. Síðasta ár hefur verið hlaðið fregnum af þeim, vinnudeilur, kjör, aðstaða og aðbúnaður hafa verið býsna oft í umræðunni og oftar en ekki verið að fjalla um flaggskipið Landspítala. Öryggi sjúklinga þar og möguleika spítalans á að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hefur verið tíðrætt. Ég man ekki hversu oft við erum alveg að fara fram af hinni margumtöluðu bjargbrún, en einhvern veginn komumst við ætíð hjá því með undraverðum hætti. Þá má ekki gleyma þeim umkvörtunum sem koma frá öðrum stofnunum sem glíma við fjárskort og skort á mannafla líkt og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sem og úti á landi og vanda hennar að rækja sitt hlutverk. Nú hafa bæst við háværar raddir um vanda eldri borgara með heimaþjónustu, dvalar- og hjúkrunarrými og mikinn rekstrarvanda þessara heimila sem og þjónustu við þennan hóp samfélagsins sem skapaði það sem við í dag þekkjum sem Ísland. Uppnám er sem stendur varðandi nýliðun sérfræðinga á samningi við Sjúkratryggingar sem var lokað um áramótin og ekki sér fyrir endann á og þá bíða heimilislæknar eftir útspili um uppbyggingu í heilsugæslu og möguleikum á fjölbreyttari rekstrarformum. Biðlistar eru að lengjast og óljóst er hvernig verður brugðist við rétti sjúklinga til að sækja sér þjónustu annars staðar þar sem hún er veitt. Ofan á allt þetta er kerfið í heild sinni háð því að góðgerðarfélög, fyrirtæki og aðrir viðlíka aðilar gefi tæki, tól og fjármuni svo hjólin haldi áfram að snúast. Það getur ekki verið eðlilegt, né líklegt til að halda áfram í óbreyttri mynd. Ég er eflaust að gleyma einhverju en nóg er nú samt, það skortir einhverja framtíðarsýn á það hvernig á að leysa málin og er ráðherra ekki í öfundsverðri stöðu með alla þá sem krefjast meiri fjármuna og þjóðar sem að sjálfsögðu krefst þess að hún fái þá þjónustu sem hún telur sig eiga skilið.Forgangsröðun og framtíðarsýn Það eru aldrei til peningar, sama hvernig árar, í það minnsta ekki nógir peningar til að gera það sem allir ætlast til. Forgangsröðun er fallegt orð sem er mikið notað, en oftsinnis er það býsna óljóst hvernig sú röðun fer fram og hver raðar. Hagur ríkisins fer batnandi sem er vel og vonandi náum við að snúa ofan af þessu með tímanum, en það gerist ekki nógu hratt. Við verðum líka að hafa kjark og taka þær ákvarðanir sem þarf til að leysa þá hnúta sem festast meir og meir. Tíðrætt er um fráflæðivanda Landspítala, hann er vissulega til staðar, sjúklingar geta ekki útskrifast í úrræði sem henta betur vegna skorts á rýmum utan hans. Landspítalinn gæti þá ræktað sitt hlutverk enn frekar. Það má líka horfa á vandann með þeim augum að spítalinn glími til viðbótar við aðflæðivanda vegna undirmönnunar í heilsugæslunni og ónógrar heimaþjónustu. Þarna þarf öflugt átak og myndarlegt ef leysa á vandann og við bíðum frétta af slíku. Tímasetta langtímaáætlun þarf í þessum efnum sem tekur á þeim grunnvanda sem kerfið býr við. Auk þess að gera sér af alvöru grein fyrir þeirri breyttu aldurssamsetningu þjóðarinnar sem við sjáum á næstu áratugum, auknum kostnaði vegna nýrra lyfja, meðferðarmöguleika og mönnunarþarfar. Kjark til að forgangsraða og innleiða nýja hugsun með nýrri tækni og möguleikum hennar varðandi fjarþjónustu svo dæmi sé tekið. Það hefur engum enn tekist að leika á elli kerlingu og okkur mun ekki takast það heldur, við þurfum að fagna henni og vinna með henni eins og mögulegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það dylst engum sem fylgist með fréttum frá degi til dags að það eru mörg vandamálin í heilbrigðisþjónustu landsmanna. Síðasta ár hefur verið hlaðið fregnum af þeim, vinnudeilur, kjör, aðstaða og aðbúnaður hafa verið býsna oft í umræðunni og oftar en ekki verið að fjalla um flaggskipið Landspítala. Öryggi sjúklinga þar og möguleika spítalans á að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hefur verið tíðrætt. Ég man ekki hversu oft við erum alveg að fara fram af hinni margumtöluðu bjargbrún, en einhvern veginn komumst við ætíð hjá því með undraverðum hætti. Þá má ekki gleyma þeim umkvörtunum sem koma frá öðrum stofnunum sem glíma við fjárskort og skort á mannafla líkt og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sem og úti á landi og vanda hennar að rækja sitt hlutverk. Nú hafa bæst við háværar raddir um vanda eldri borgara með heimaþjónustu, dvalar- og hjúkrunarrými og mikinn rekstrarvanda þessara heimila sem og þjónustu við þennan hóp samfélagsins sem skapaði það sem við í dag þekkjum sem Ísland. Uppnám er sem stendur varðandi nýliðun sérfræðinga á samningi við Sjúkratryggingar sem var lokað um áramótin og ekki sér fyrir endann á og þá bíða heimilislæknar eftir útspili um uppbyggingu í heilsugæslu og möguleikum á fjölbreyttari rekstrarformum. Biðlistar eru að lengjast og óljóst er hvernig verður brugðist við rétti sjúklinga til að sækja sér þjónustu annars staðar þar sem hún er veitt. Ofan á allt þetta er kerfið í heild sinni háð því að góðgerðarfélög, fyrirtæki og aðrir viðlíka aðilar gefi tæki, tól og fjármuni svo hjólin haldi áfram að snúast. Það getur ekki verið eðlilegt, né líklegt til að halda áfram í óbreyttri mynd. Ég er eflaust að gleyma einhverju en nóg er nú samt, það skortir einhverja framtíðarsýn á það hvernig á að leysa málin og er ráðherra ekki í öfundsverðri stöðu með alla þá sem krefjast meiri fjármuna og þjóðar sem að sjálfsögðu krefst þess að hún fái þá þjónustu sem hún telur sig eiga skilið.Forgangsröðun og framtíðarsýn Það eru aldrei til peningar, sama hvernig árar, í það minnsta ekki nógir peningar til að gera það sem allir ætlast til. Forgangsröðun er fallegt orð sem er mikið notað, en oftsinnis er það býsna óljóst hvernig sú röðun fer fram og hver raðar. Hagur ríkisins fer batnandi sem er vel og vonandi náum við að snúa ofan af þessu með tímanum, en það gerist ekki nógu hratt. Við verðum líka að hafa kjark og taka þær ákvarðanir sem þarf til að leysa þá hnúta sem festast meir og meir. Tíðrætt er um fráflæðivanda Landspítala, hann er vissulega til staðar, sjúklingar geta ekki útskrifast í úrræði sem henta betur vegna skorts á rýmum utan hans. Landspítalinn gæti þá ræktað sitt hlutverk enn frekar. Það má líka horfa á vandann með þeim augum að spítalinn glími til viðbótar við aðflæðivanda vegna undirmönnunar í heilsugæslunni og ónógrar heimaþjónustu. Þarna þarf öflugt átak og myndarlegt ef leysa á vandann og við bíðum frétta af slíku. Tímasetta langtímaáætlun þarf í þessum efnum sem tekur á þeim grunnvanda sem kerfið býr við. Auk þess að gera sér af alvöru grein fyrir þeirri breyttu aldurssamsetningu þjóðarinnar sem við sjáum á næstu áratugum, auknum kostnaði vegna nýrra lyfja, meðferðarmöguleika og mönnunarþarfar. Kjark til að forgangsraða og innleiða nýja hugsun með nýrri tækni og möguleikum hennar varðandi fjarþjónustu svo dæmi sé tekið. Það hefur engum enn tekist að leika á elli kerlingu og okkur mun ekki takast það heldur, við þurfum að fagna henni og vinna með henni eins og mögulegt er.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun