„Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2016 15:04 Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. Vísir/GVA Rio Tinto Alcan í Straumsvík vinnur nú að því að skoða hvaða áhrif launafrysting sem stjórnendur Rio Tinto kynntu starfsmönnum fyrirtækisins í gær hafa á launadeilu á milli starfsmanna og stjórnenda í Straumsvík. „Við erum bara að meta svona hvaða áhrif þessi ákvörðun hjá Rio Tinto hefur á kjaraviðræðurnar. það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins. „En það er alla vega ljóst að ákvörðunin gildir um þá stjórnendur og sérfræðinga sem starfa samkvæmt einstaklingsbundnum sérsamningum og svo er bara verið að meta hvernig hún sneri kjarasamningana við aðra starfsmenn.“ Ólafur Teitur hafnar því sem Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag um að enginn samningsvilji væri hjá fyrirtækinu. „Við vorum að bjóða hér fyrir áramót tímasett tilboð sem fól í sér mjög miklar launahækkanir og meiri heldur en samið var um á almennum markaði í fyrra,“ segir Ólafur Teitur. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu.“ „Fyrirtækið er að greiða hærri laun en gengur og gerist en er samt að bjóða meiri hækkanir en gengur og gerist. Það er mjög langsótt að túlka það sem svo að það sé ekki samningsvilji,“ segir hann. Ólafur Teitur segir að Rio Tinto hafi einnig slakað á kröfum sínum í viðræðunum í þeirri von um að ná samkomulagi fyrir áramót. „Við slökuðum svo sannarlega á okkar kröfum, þannig að það er algjörlega kristaltært að báðir aðilar gáfu eftir. Við gáfum líka eftir í okkar kröfum til þess að reyna til þrautar að ná samningum áður en okkar góða tilboð rynni út.“Rio Tinto gaf ekki eftir kröfu sína um að fá að bjóða út hluta starfseminnar en það hefur verið helsta deilumálið í samningaviðræðunum. „Ágreiningurinn snerist áfram um það að verkalýðshreyfingin meinar álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Þannig að málið stendur enn á sama stað og það hefur í raun alltaf gert? „Já.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Rio Tinto Alcan í Straumsvík vinnur nú að því að skoða hvaða áhrif launafrysting sem stjórnendur Rio Tinto kynntu starfsmönnum fyrirtækisins í gær hafa á launadeilu á milli starfsmanna og stjórnenda í Straumsvík. „Við erum bara að meta svona hvaða áhrif þessi ákvörðun hjá Rio Tinto hefur á kjaraviðræðurnar. það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins. „En það er alla vega ljóst að ákvörðunin gildir um þá stjórnendur og sérfræðinga sem starfa samkvæmt einstaklingsbundnum sérsamningum og svo er bara verið að meta hvernig hún sneri kjarasamningana við aðra starfsmenn.“ Ólafur Teitur hafnar því sem Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag um að enginn samningsvilji væri hjá fyrirtækinu. „Við vorum að bjóða hér fyrir áramót tímasett tilboð sem fól í sér mjög miklar launahækkanir og meiri heldur en samið var um á almennum markaði í fyrra,“ segir Ólafur Teitur. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu.“ „Fyrirtækið er að greiða hærri laun en gengur og gerist en er samt að bjóða meiri hækkanir en gengur og gerist. Það er mjög langsótt að túlka það sem svo að það sé ekki samningsvilji,“ segir hann. Ólafur Teitur segir að Rio Tinto hafi einnig slakað á kröfum sínum í viðræðunum í þeirri von um að ná samkomulagi fyrir áramót. „Við slökuðum svo sannarlega á okkar kröfum, þannig að það er algjörlega kristaltært að báðir aðilar gáfu eftir. Við gáfum líka eftir í okkar kröfum til þess að reyna til þrautar að ná samningum áður en okkar góða tilboð rynni út.“Rio Tinto gaf ekki eftir kröfu sína um að fá að bjóða út hluta starfseminnar en það hefur verið helsta deilumálið í samningaviðræðunum. „Ágreiningurinn snerist áfram um það að verkalýðshreyfingin meinar álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Þannig að málið stendur enn á sama stað og það hefur í raun alltaf gert? „Já.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43