Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2016 13:43 Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. Vísir/Vilhelm Launahækkanir hafa verið frystar hjá Rio Tinto í heiminum. Þetta kom fram í tölvupósti sem sendur var starfsmönnum álversins í Straumsvík í gær þar sem vitnað var til orða Sam Walsh, aðalforstjóra Rio Tinto. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna álversins, segir þessa ákvörðun skýra afstöðu félagsins í samningaviðræðum hingað til. Markmið launafrystingarinnar er að hámarka lausafé fyrirtækisins. Frystingin felur í sér að engar launahækkanir verði hjá fyrirtækinu nema kveðið sé á um þær í lögum eða þegar búið að semja um þær. Þetta gildir um alla starfsmenn; þar með talið forstjóra og aðra stjórnendur. Í bréfinu sem starfsmenn Rio Tinto Alcan í Straumsvík fengu segir að verið sé að skoða hvernig þessi ákvörðun snertir kjaradeiluna sem staðið hefur á milli starfsmanna og fyrirtækisins í meira en ár. Ekkert hefur gengið í að ná samningum og hefur samningaviðræðunum ítrekað verið slitið. Gylfi segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. „Þarna er það komið í ljós að það var aldrei meiningin að semja við okkur enda hafa þeir í öllu ferlinu ítrekað slitið viðræðum við okkur,“ segir hann. „Ég hef upplifað það þannig að það hafi ekki verið meining þeirra að semja og ég held að það sé komið í ljós nú.“ Óljóst er hvaða skref starfsmenn munu næst stíga til að knýja á um launakröfur sínar. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir hann. „Í síðustu viðræðum slökuðum við mjög verulega til til þess að koma til móts við það að ríkissáttasemjari gæti lagt fram með miðlunartillögu.“ „Við vorum þá komnir nokkuð mikið yfir þau strik sem við ætluðum okkur til að teygja okkur fram, þá settu þeir [ÍSAL] allan pakkann inn aftur. Þá voru þeir ekkert að koma til móts, þá áttum við bara að gefa eftir og kyngja öllum þeirra kröfum. Það var deginum ljósara að þeir ætluðu ekkert að semja.“ Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Launahækkanir hafa verið frystar hjá Rio Tinto í heiminum. Þetta kom fram í tölvupósti sem sendur var starfsmönnum álversins í Straumsvík í gær þar sem vitnað var til orða Sam Walsh, aðalforstjóra Rio Tinto. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna álversins, segir þessa ákvörðun skýra afstöðu félagsins í samningaviðræðum hingað til. Markmið launafrystingarinnar er að hámarka lausafé fyrirtækisins. Frystingin felur í sér að engar launahækkanir verði hjá fyrirtækinu nema kveðið sé á um þær í lögum eða þegar búið að semja um þær. Þetta gildir um alla starfsmenn; þar með talið forstjóra og aðra stjórnendur. Í bréfinu sem starfsmenn Rio Tinto Alcan í Straumsvík fengu segir að verið sé að skoða hvernig þessi ákvörðun snertir kjaradeiluna sem staðið hefur á milli starfsmanna og fyrirtækisins í meira en ár. Ekkert hefur gengið í að ná samningum og hefur samningaviðræðunum ítrekað verið slitið. Gylfi segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. „Þarna er það komið í ljós að það var aldrei meiningin að semja við okkur enda hafa þeir í öllu ferlinu ítrekað slitið viðræðum við okkur,“ segir hann. „Ég hef upplifað það þannig að það hafi ekki verið meining þeirra að semja og ég held að það sé komið í ljós nú.“ Óljóst er hvaða skref starfsmenn munu næst stíga til að knýja á um launakröfur sínar. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir hann. „Í síðustu viðræðum slökuðum við mjög verulega til til þess að koma til móts við það að ríkissáttasemjari gæti lagt fram með miðlunartillögu.“ „Við vorum þá komnir nokkuð mikið yfir þau strik sem við ætluðum okkur til að teygja okkur fram, þá settu þeir [ÍSAL] allan pakkann inn aftur. Þá voru þeir ekkert að koma til móts, þá áttum við bara að gefa eftir og kyngja öllum þeirra kröfum. Það var deginum ljósara að þeir ætluðu ekkert að semja.“
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira