Umfjöllun: Finnland - Ísland 0-1 | Arnór Ingvi sá um Finna Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2016 18:00 Arnór Ingvi Traustason er að sanna sig með íslenska landsliðinu. vísir/getty Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Svíþjóðarmeistara IFK Norrköping, skoraði eina mark Íslands og tryggði því sigur á Finnlandi í vináttuleik í fótbolta sem fram fór í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Markið skoraði Arnór Ingvi á 16. mínútu leiksins eftir glæsilegan undirbúning Hjartar Loga Valgarðssonar, en Keflvíkingurinn stakk sér inn á teiginn og afgreiddi flotta sendingu Hafnfirðingsins í netið. Báðir þessir leikmenn gera sér vonir um sæti á EM í sumar og gerðu þeir sér engan óleik í dag. Þetta er fyrsti sigur Íslands í vináttuleik síðan liðið lagði Kanada fyrir 362 dögum síðan á Flórída, en gengi liðsins í leikjum sem „skipta ekki máli“ undir stjórn Lars og Heimis hefur ekki verið gott. Eftir sigurinn á Kanada gerði Ísland jafntefli við sama lið, annað jafntefli við Eistland og tapaði svo fyrir Póllandi og Slóvakíu. Leikurinn í dag var í heildina ekki mikil skemmtun. Spilið var afar hægt og fá færi sköpuðust í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að hafa boltann en sóknarlotur Finna í fyrri hálfleik voru ekki sannfærandi. Haraldur Björnsson kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og þurfti að verja maður á móti manni eftir aðeins nokkrar sekúndur. Sóknarþungi Finna var meiri í seinni hálfleik en Haraldur stóð sig vel í sínum fyrsta landsleik og varði allt sem á markið kom. Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg færi í leiknum, en sóknarleikurinn var í heildina frekar bitlaus. Fyrir utan slæman kafla í byrjun seinni hálfleiks hélt liðið skipulagi og varðist ágætlega, en það hefur reynst vandamál í vináttuleikjum að undanförnu. Arnór Ingvi heldur áfram að sannfæra þjálfarana um að hann eigi að fá farseðil á EM, en hann stóð sig líka vel í vináttuleikunum undir lok síðasta árs. Sölvi Geir Ottesen var nokkuð traustur í vörninni og Eiður Smári sýndi fína takta inn á miðjunni, sérstaklega þegar hann fékk boltann í fæturnar. Íslenska liðið heldur áfram að æfa í Abu Dhabi og mætir heimamönnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á laugardaginn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Svíþjóðarmeistara IFK Norrköping, skoraði eina mark Íslands og tryggði því sigur á Finnlandi í vináttuleik í fótbolta sem fram fór í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Markið skoraði Arnór Ingvi á 16. mínútu leiksins eftir glæsilegan undirbúning Hjartar Loga Valgarðssonar, en Keflvíkingurinn stakk sér inn á teiginn og afgreiddi flotta sendingu Hafnfirðingsins í netið. Báðir þessir leikmenn gera sér vonir um sæti á EM í sumar og gerðu þeir sér engan óleik í dag. Þetta er fyrsti sigur Íslands í vináttuleik síðan liðið lagði Kanada fyrir 362 dögum síðan á Flórída, en gengi liðsins í leikjum sem „skipta ekki máli“ undir stjórn Lars og Heimis hefur ekki verið gott. Eftir sigurinn á Kanada gerði Ísland jafntefli við sama lið, annað jafntefli við Eistland og tapaði svo fyrir Póllandi og Slóvakíu. Leikurinn í dag var í heildina ekki mikil skemmtun. Spilið var afar hægt og fá færi sköpuðust í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að hafa boltann en sóknarlotur Finna í fyrri hálfleik voru ekki sannfærandi. Haraldur Björnsson kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og þurfti að verja maður á móti manni eftir aðeins nokkrar sekúndur. Sóknarþungi Finna var meiri í seinni hálfleik en Haraldur stóð sig vel í sínum fyrsta landsleik og varði allt sem á markið kom. Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg færi í leiknum, en sóknarleikurinn var í heildina frekar bitlaus. Fyrir utan slæman kafla í byrjun seinni hálfleiks hélt liðið skipulagi og varðist ágætlega, en það hefur reynst vandamál í vináttuleikjum að undanförnu. Arnór Ingvi heldur áfram að sannfæra þjálfarana um að hann eigi að fá farseðil á EM, en hann stóð sig líka vel í vináttuleikunum undir lok síðasta árs. Sölvi Geir Ottesen var nokkuð traustur í vörninni og Eiður Smári sýndi fína takta inn á miðjunni, sérstaklega þegar hann fékk boltann í fæturnar. Íslenska liðið heldur áfram að æfa í Abu Dhabi og mætir heimamönnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á laugardaginn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira