Innlent

Bana­slys á Fjarðar­heiði

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Banaslys varð í Stafdal ofan Seyðisfjarðar í dag.
Banaslys varð í Stafdal ofan Seyðisfjarðar í dag.

Farþegi í annarri tveggja bifreiða sem rákust saman á Fjarðarheiði í dag er látinn. 

Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu í tilkynningu. 

Lögreglu barst tilkynning klukkan tvö í dag um árekstur tveggja bifreiða í Stafdal ofan Seyðisfjarðar. Átta voru í bílunum tveimur. Einn var talinn alvarlega slasaður en aðrir minna.

Upplýsingar um kyn, aldur eða þjóðerni hins látna liggja ekki fyrir. 

Í tilkynningu segir að störfum lögreglu sé lokið á vettvangi. Rannsókn slyssins er í höndum lögreglu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa.


Tengdar fréttir

Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu

Enn er unnið á rannsókn á vettvangi efir árekstur tveggja bíla á Fjarðarheiði öðrum tímanum í dag. Einn er talinn alvarlega slasaður en átta voru í bílunum tveimur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×